Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Page 4

Fjarðarpósturinn - 08.01.2009, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. janúar 2009 Að standa við orð sín, sann - leikann og ekkert nema sann - leikann. Þegar þú hefur heit - bund ið þig markmiðum þínum og áformum þá er besta leiðin eða eina leiðin til að ná mark - miðum sínum að standa við gef - in loforð. Þegar við stöndum við gefin loforð erum við að sanna að við séum trúverðug og traustsins verð og þá byrjum við að treysta bæði sjálfum okkur, öðrum og tilverunni. Ekki hægt að mæta of seint Ein af orkufrekustu aðgerðum lífsins er að fresta og svíkja sjálfan sig. Bara það að mæta á þeim tíma sem við sögðumst ætla að mæta á eða vakna á þeim tíma sem við vorum búin að ákveða daginn áður getur reynst sumum mikið mál að standa við. Það er ekki hægt að mæta OF seint. Það er bara hægt að mæta nógu seint til að viðhalda skortinum í lífi okkar og þá virðingu sem við höfum fyrir sjálfum okkur. Ef við mætum seint þá er það bara vegna þess að við ætlum að mæta seint, við erum alltaf að reyna að græða 5 mínútur t.d. með því að setja í eina þvottavél áður en við leggjum af stað eða sofa 5 mínútur lengur. Þar af leið andi erum við alltaf á síðustu stundu og að flýta okkur sem er mjög orkufrekt. Þegar við sitjum í bílnum á leiðinni og sjáum fram á það að við verðum sein þá byrjum við ekki aðeins að spenna okkur upp í herðunum og keyra hraðar heldur einnig byrjum við að búa til lygasögu til þess að réttlæta eða afsaka það af hverju við erum sein. Við mætum sem sagt á tilsettum tíma þegar við ætlum okkur það t.d. í flug þegar við erum að fara til útlanda. Í hvert sinn sem við mætum seint, frestum því að borga reikn - inganna okkar, ljúgum eða svíkj - um okkur sjálf eða aðra minnkar sjálfsvirðing okkar hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Við erum alltaf að taka að - eins út af orkureikningnum okkar. Það fer orka í það að vera seinn og vera alltaf að flýta sér, ljúga eða fresta. Vertu traustsins verður Til þess að endurheimta orkuna okkar aftur þá verðum við að byrja á því að standa við gefin loforð. Bara það að gefa okkur loforð um að vakna á tilteknum tíma á morgnanna og standa svo við þau loforð er góð byrjun. Þegar við segum sannleikann og ekkert nema sannleikann byrj ar orka okkar og tíðni að breytast og við byrjum að treysta okkur og öðrum. Við byrjum líka að treysta tilverunni og að það sem við löðum að okkur er alltaf það besta, alveg sama hversu krefj andi það virðist vera á meðan á því stendur. Þannig losum við okkur við kvíða, streitu, spennu og ótta. Að vera sagt upp í vinnunni, verða gjald - þrota og ganga í gegnum hjóna - skilnað eru dæmi um krefjandi verk efni en með því að treysta því að það besta verði erum við að minnka kvíða og ótta. Við lærum að sjá tækifærin í lífinu. Stattu með sjálfum þér Með því að byrja á að standa með sjálfum okkur og standa við gefin loforð getum við breytt orku okkar. Í hvert skipti sem við stöndum við loforð okkar verðum við orkumeiri og við förum að treysta okkur, við sönnum fyrir sjálfum okkur að okkur sé treystandi eitt loforð í senn. Við hvetjum ykkur til að reyna þetta sjálf, gefa ykkur loforð, standa við það og finna áhrifin. Höfundarnir eru rope yoga kennarar hjá elin.is Elín Sigurðardóttir Margrét Ýr Einarsdóttir Heilsuþáttur í boði Fjarðarpóstsins og Elín.is Trúfesta, heiðar leiki, hollusta og tryggð Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 Boðið er upp á ókeypis fjármálanámskeið í samvinnu við Neytendasamtökin. Námskeiðin eru ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku. Hámark þátttakenda er 25 manns á hvert námskeið. Námskeiðin verða sem hér segir; 12.janúar kl. 17.00 – 19.30 22.janúar kl. 13.00 – 15.30 Nánari upplýsingar og skráning eru í síma 585 5500 eða með tölvupósti á netfangið info@hafnarfjordur.is Fjármálanámskeið Dagana 9. og 12. janúar munu starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar annast hirðingu jólatrjáa í bænum. Þeir bæjarbúar sem vilja nota sér þessa þjónustu eru vinsamlega beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðarmörk. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar. Jólatrén fjarlægð Hef hafið störf að Dalshrauni 11 Almenn fótaaðgerð, vörtumeðferð, spangameðferð, hlífðarmeðferð Tímapantanir í s. 867 4205 Get komið í heimahús ef fólk á ekki heimangengt! Carita snyrting, Dalshrauni 11, Hafnarfirði Jónína Símonardóttir fótaaðgerðarfræðingur Alls tóku 13 þúsund manns þátt í jólaleik Fjarðar og Strand - götunnar. Þetta er í fyrsta skipti sem þessir aðlilar vinna saman að leiknum en Fjörður hefur staðið fyrir svona leik í nokkur ár. Aðalverðlaunin voru 10 reið - hjól og fjórir 50 lítra dælu lyklar frá Atlantsolíu. Stærsti vinn - ingurinn var reiðhjól með öllum búnaði ásamt hjólreiða klæðnaði alls að verðmæti 295.000 kr. Auk þess voru 78 gjafabréf í vinning frá verslunum og þjón ustu - aðilum. Nöfn vinningshafa er að finna á heimasíðu Fjarðar www.fjordur.is Jólaverslun gekk vel en var eðlilega minni verslun en í fyrra en þá var metár. 13 þúsund tóku þátt í jólaleik Mettþátttaka í jólaleik Fjarðar og Strandgötunnar Albert Már Steingrímsson, framkv.stjóri Fjarðar ásamt Maríu Einarsdóttur sem hreppti stærsta vinninginn og Ágústu Hilmarsdóttur sem hlaut reiðhjól. Þefuðu uppi kanna - bisræktun Lögreglumenn voru við vett - vangsvinnu í iðnaðarhverfinu við Móhellu þegar megn kanna bislykt lagði frá húsi í nágrenninu. Við vettvangs - könn un kom í ljós að talsverð kannabisræktun var í húsinu. Við leit komu í ljós 20 kanna - bisplöntur í fullri ræktun. Einn mað ur á þrítugsaldri hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið og hefur hann viður - kennt að hafa staðið að rækt - uninni. Málið telst upplýst og lokið að hálfu lögreglu. Kristrún best Kristrún Sigurjónsdóttir, leik maður Hauka, var valin besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts kvenna í körfu - bolta en Haukar sitja á toppi Iceland Express-deildarinnar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.