Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www. f ja rda rpos tu r inn . i s 4. tbl. 27. árg. 2009 Fimmtudagur 29. janúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi Pústþjónusta BJB bætir þjónustuna. Núna færð þú einnig hjólbarða hjá okkur. Starfsmenn BJB eru snöggir að afgreiða þig með nýja hjólbarða undir bílinn. 30-50% afsláttur af 17-22” sumardekkjum fyrir jeppa og fólksbíla. 25% afsláttur af 15-18” dekkjum fyrir jeppa og pallbíla. 2 sumardekk 13-16” í kaupbæti ef þú kaupir 4 vetrardekk sömu stærðar. Tilboðin gilda meðan birgðir endas t. Sparaðu - Ko mdu strax. Hjólbarðaþjónusta: BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.isHafðu samband - Komdu: 25-50% afsláttur bjb_augl_hjolbarðar_afsláttur_090107_218x70.ai 7.1.2009 12:16:13 Heimilismatur í fyrirtæki skoðaðu matseðilinn á www.skutan.is Hólshrauni 3 sími 565 1810 Heilbrigðisráðherra stendur við tillögur sínar um tilfærslu á starfsemi St. Jósefsspítala til Reykjanesbæjar og Reykjavíkur þrátt fyrir gríðarlega hörð mót - mæli. Hins vegar verða þetta aðeins tillögur því nýr heil - brigðisráðherra sem talið er að verði úr röðum VG á eftir að taka afstöðu til þeirra og formaður VG hefur lýst því yfir að þeim verði frestað og betur farið yfir þær enda hafi eitt af markmiðum núverandi ráðherra verið að einkavæða skurðstofurekstur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri fundaði með ráðherra í fyrradag og í samtali við Fjarðarpóstinn virtist sem hann vildi kynna hvernig hann ætlaði að fara frá málinu. Sagðist bæjarstjóri hafa lagt til við ráðherra að hann ritaði bæjarstjórn bréf og óskaði eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um framtíð heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði, jafnt heimahjúkrun, heilsugæslu, öldrunarþjónustu sem þjónustu St. Jósefsspítala. Haraldur Þ. Ólason, oddviti sjálf stæðismanna í bæjarstjórn fund aði þar næst með ráðherra og sagði að ráðherrann hefði tjáð sér að hann ætlaði að rita bæjar - stjórn bréf og óska eftir form - legum viðræðum við Hafn ar - fjarð ar bæ og óskaði eftir að Hafnarfjarðarbær tilnefndi 3 ein - staklinga í samstarfshóp með ráðu neytinu. Uppnámið með St. Jósefsspítala virðist því vera að taka nýja stefnu. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Mynduð var táknræn skjaldborg um St. Jósefsspítala sl. laugardag. Ráðherrann vill ekki gefa upp sparnaðartölur Bjarga stjórnarskiptin St. Jósefsspítala? Maríuhænur með jólatrjám Hún Ásdís Eva hafði aldrei fyrr séð maríuhænu þegar ein slík skreið um gólfið heima hjá henni. Virðist hún ásamt annarri hafa komið með dönsku jólatré. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.