Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. janúar 2009 Eldsneytisverð 28. janúar 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 142,8 164,2 Atlantsolía, Suðurhö. 140,8 164,2 Orkan, Óseyrarbraut 140,7 164,1 ÓB, Fjarðarkaup 140,7 164,1 ÓB, Melabraut 142,8 164,2 Skeljungur, Rvk.vegi 144,4 167,8 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Rúmgóðar 2ja,3ja og 4ra herb. íbúðir á Völlunum. Leigjast með öllum tækjum,ljósum og gardínum. Leiguverð 2ja herb.kr. 109.685,-, 3ja herb. kr. 120.656,-, 4ra herb. kr. 134.130,- með hússjóð. Upplýsingar í síma 895 2463. 2ja herbergja, 70 m² íbúð í Norðurbæ til leigu. Nýtt parket og nýmáluð. Uppl. í s. 695 2251. Nokkurra mánaða, nær ónotað „Sælurúm“ frá RB-rúmum til sölu. 120 cm breitt, stillanlegt m. þráðlausri fjarstýringu, vönduð springdýna. Rúmteppi og púðar geta fylgt. Uppl. í s. 896 4613. Nýtt Palomino Colt, fellihýsi 2008 m/ fortjaldi, dúk og svefntjöldum. Rafhleðsla frá bíl. Gasgrill og fl. Aldrei notað. Verð kr. 1380 þús. Uppl. í s. 690 1663, 821 7306. Tek að mér að stytta buxur og annan fatnað. Er klæðskeri og bý í Hafnarfirði. Uppl. í síma 866 2361 eftir kl. 16 alla daga. Förðun og neglur. Förðun fyrir öll tækifæri, einnig gelneglur. Uppl. gefur Laufey förðunar- og naglafræðingur, s. 699 4603 Sjónvarp óskast, ódýrt eða gefins. Uppl. í s. 695 3721. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . T a p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Til sölu Óskast Þjónusta Húsnæði í boði ÍBÚÐIR TIL LEIGU í Hafnar firði, Reykjavík og Keflavík. upplýsingar á www.heimahagar.is Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Fiskbúðin Lækj ar gö tu 220 Hafnarfirði S-56 554 88 220 HafnarfirðiLækjargötu 34bFiskbúðin Sími-5655488 FISKBOLLUR PLOKKFISKUR ÝSA RÚGBRAUÐ FISKILASAGNE Meirihluti Samfylkingarinnar er í vandræðum þessa dagana með fjármál sveitarfélagsins, stórt erlent lán tekið í lok góð - æris, innlent lán í byrjun kreppu og eignir bæjarins veð - settar. Meðan ná - granna sveitarfélögin und ir óslitinni stjórn s j á l f s t æ ð i s m a n n a koma skuldlaus inn í krepp una er annað upp á teningnum í Hafn - arfirði. Blessað sveit ar félagið okkar skuld ugt upp fyrir haus eftir mesta góðæris - tímabil sögunnar. Það er skylda sjálfstæðismanna í minnihluta að benda á þetta og upplýsa eins og hægt er. Sjálfstæðismenn eru ekki að „úthrópa bæjarfélagið sitt með dylgjum og hálfsann - leik“ eins og bæjarstóri kallar það, svona er einfaldlega staðan. Meirihluti Samfylkingarinnar hefur hikað í stóru málunum sem eru að verða bænum mjög dýrkeypt, höfðu ekki dug né þor til að taka afstöðu með stækkun álversins og hikstuðu heldur betur varðandi söluna á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja. Í þessum málum var sannarlega ekki farið að ráðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Varla er hægt annað en að kalla þetta meiriháttar afglöp Samfylk ing - ar innar með bæjarstjóta í broddi fylkingar. Samfylkingin ber ein ábyrgð á stöðunni í dag. Það er á engan hátt fýsilegt fyrir sjálf - stæðismenn að koma að borðinu núna eins og Samfylkingin reyn - ir til að geta tekið minnihlutann með sér í fenið. Meirihluti Sam fylkingarinnar verð ur að busla í sínu skuldafeni út kjörtímabilið og mæta von - andi sameinuðum flokki sjálf - stæð ismanna í kosningum eftir rúmt ár. Bæjarstjórinn talar um „gjald - þrota frjálshyggjustefnu“ Sjálf - stæðis flokksins, sem er þá vænt - anlega ástæðan fyrir galtómum bæjar sjóði bæjarstjóra fyrir kreppu. Stefna Sjálfstæðis - flokks ins mun ávallt lifa. Krepp - an kemur og fer, fjárglæframenn koma og fara, en frelsi ein stakl - ingsins til góðra verka mun lifa. Höfundur er viðskiptafræðingur. Vandræði bæjarstjóra Guðmundur Jónsson SÆLUDAGAR á ÖRKINNI Enn eru nokkur herbergi laus á sæludögum eldri borgara á Hótel Örk í Hveragerði 8. - 13. mars n.k. Verð á mann í tvíbýli er kr. 32.000 Verð í eins manns herbergi er kr 39.000 Skráning er í Hraunseli, Flatahrauni 3 sími 555 0142 Skráningu lýkur 12. febrúar 2009 Ferðanefnd Félags eldri borgara í Hafnarfirði Hafnarfjörður er íþróttabær. Starfsemi íþróttafélaga er mikilvæg fyrir bæjarfélagið enda frækið íþróttafólk besta kynning sem bæjarfélagið getur fengið. Íþróttafélög í Hafnarfirði njóta góðs af því að stjórn bæj - arfélagsins hefur mik - inn metnað fyrir hönd íþróttafélaganna. Það eru fá sveitarfélög sem styðja jafn vel við starfsemi íþróttafélaga. Á móti eru gerðar kröf ur til íþróttafélaga. Á herðum þeirra hvílir ekki eingöngu sú skylda að kenna íþróttir heldur ekki síður að huga að félagsþroska, líðan iðkenda, áhuga þeirra og ástæður brott - falls. Íþróttir standa fyrir leik - gleði, félagsskap og árangur. Nú eru blikur á lofti í þjóð félags - málum og erfiðleikar blasa við mörgun heimilum. Það er á slík - um tímum sem félagslega sam - staða og samkennd skiptir meira máli en allt annað. Þá félagslegu samkennd er hægt að nálgast í starfi íþróttafélaganna. Það skiptir miklu máli að koma í jákvæðan félags skap þar sem málið er að gleðjast með börnum sínum eða barna börn um, hitta gamla kunn ingja og spjalla. Það er ekki til betri leið til að losna við leiða og áhyggjur. Þátttaka í starfi íþrótta félags, hvar sem er og hvenær sem er, er gleði stund. Góð ur félagsskapur er ómetan legt vegarnesti til að takast á við dag leg vandamál. Við hvetjum því alla til að leggja leið sína í næsta íþróttamann - virki með fjölskylduna, á æfingu eða í leik, og njóta stundarinnar. Það eru allir alltaf velkomnir. Höfundur er formaður Hauka. Stöndum saman Ágúst Sindri Karlsson Undirbúningur að nýrri spurn - ingakeppni íþrótta- og tóm - stunda ráðs og grunnskólanna hófst í apríl sl. og var Hjalti Snær Ægis son ráðinn ráðinn til að hafa umsjón með henni en hann hefur m.a. keppt í „Gettu betur“, var í keppnis liði Setbergsskóla og kom með virkum hætti að skipu - lagningu og framkvæmd á spurn ingakeppni ÍTR. Mikil eftirvænting hefur verið og völdu margir skólar snemma í lið, með prófum, undankeppni eða öðru álíka. Nú hafa allir skól ar í Hafnarfirði sett saman öflug spurningalið, krakka úr 8. - 10. bekk, en að auki var Álfta - nesskóla boðið að vera með. Nýlega var svo dregið um það hverjir mætast í undanúrslitum og svo skemmtilega vildi til að Álfta - nesskóli var fyrstur dreginn úr hatt inum og tekur hann á móti Víðistaðaskóla 16. feb. Næstu mánudaga á eftir mæt ast svo Áslandsskóli og Hraun vallaskóli 23. feb., Set bergsskóli og Hval - eyrarskóli 2. mars og Öldu tússkóli og Lækjar skóli 9. mars. Misjafnt er hvaða aðferðum er beitt við undirbúning. Heyrst hefur að eitt liðið hafi fengið sér - staka þjálfara til að undirbúa liðið, þrautreyndar kempur úr heimi spurningakeppnanna. Keppn is - andinn er því aug ljós lega mikill og verður gaman að fylgjast með hvað skilar mestum árangri. Í dag stendur yfir samkeppni um nafn á keppnina og fá allir nemendur grunnskóla í 8.-10. bekk að taka þátt. Í boði eru veg - leg verðlaun. Lokaviðureign keppn innar fer svo fram 1. apríl og fær sigur liðið vegleg verðlaun auk þess sem Fræðsluskrifstofa Hafnar fjarð ar gefur verðlauna - grip sem mun fylgja sigurliðum í fram tíð inni. Lið Álfanesskóla og Víði - staðaskóla etja fyrst kappi en þau skipa Gylfi Karl Gíslason (8. bekk), Halldóra Margrét Bjarna - dóttir (10. bekk), Þórgnýr Einar Albertsson (8. bekk) og Guðjón Reynis son (9. bekk) frá Álfta - nes skóla og Hrafnkell Hringur Helga son (10. bekk), Magnús Snær Árnason (10. bekk), Óskar Steinn Ómarsson (10. bekk) og Styrmir Hjalti Haraldsson (10. bekk) frá Víðistaðaskóla. Ný spurningakeppni Lið Víðistaðaskóla Lið Álftanesskóla Sveit 10-11 náði 38 stigum í hús á lokakvöldinu í Aðal sveita - keppni Bridgefélags Hafn ar - fjarðar sem dugði til að verða Hafnarfjarðarmeistari þetta árið. Miðvikudagsklúbburinn varð í öðru sæti og sveit Einars Sig - urðs sonar náði þriðja sæti með frábærum endaspretti en þeir misstu aðeins eitt stig síðustu tvö kvöldin. Sveit 10-11 skipuðu þeir Hermann Friðriksson, Ingólfur Hlynsson, Sigurður og Gísli Steingrímssynir ásamt syni þess síðarnefnda, Gabríel. Þeir náðu 19,45 stigum í leik. Aðaltvímenningur félagsins hefst mánudaginn 9. febrúar. Hafnarfjarðarmeistari í bridge

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.