Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. janúar 2009 Komdu á æfingu! www.haukar.is EXTRA LÖNG, AÐSKILIN OG SVEIGÐ AUGNHÁR NÝR DIORSHOW Maskararnir sem fyrirsæturnar nota Dior kynning 30.-31. janúar Af því tilefni verður snyrtifræðingur frá Dior á staðnum og býður faglegar ráðleggingar varðandi litaval og húðsnyrtivörur. Kynntir verða nýjir vorlitir ásamt nýjungum í Capture R60/80XP kremlínunni. 15% staðgreiðsluafsláttur. Gel neglur í Andorru Tilboð: Ásetning kr. 5500. Lagfæring kr. 4500 - 5000. Einnig bjóðum við upp á fría förðun ef verslað er fyrir 8000 kr. Panta þarf tíma í fría förðun. Hnúfubakur spókaði sig í Hafn arfjarðarhöfn á þriðjudags - eftirmiðdag. Hvalurinn hefur sennilega verið hátt í 10 m langur og þegar ljósmyndari kom á vettvang synti hann hring utan við Norðurgarðinn. Hafði hann synt inn í höfnina og skotið kajakræðara skelk í bringu. Skv. upplýsingum hjá Hafrann sókn - ar stofnun er nokkuð um hnúfu - baka í flóanum en mjög fátítt er að svona stórir hvalir komi inn í Hafnarfjarðarhöfn. Kirkjan fjölgar námskeiðum í kreppunni „10 leiðir til lífshamingju“ er heiti á námskeiðum sem Kjal - ar nesprófastdæmi stendur fyrir næstu mánuðina. Sr. Þórhallur Heimisson sér um námskeiðin en hann er í leyfi frá Hafnar - fjarðarkirkju í hálft ár til að sinna þessu verkefni. Þórhallur segir námskeiðin ætluð að leiðbeina fólki um það hvernig eigi að fóta sig í lífinu, ekki síst á erfiðum tímum og hvernig það getur byggt sig upp. Námskeiðin eru byggð upp á svipaðan hátt og hin vinsælu hjónanámskeið sem Þórhallur hefur haldið um nokkurra ára skeið. Námskeiðin eru oft á tíðum haldin í samstarfi við félög og jafnvel aðrar kirkjur. T.d. verða haldin námskeið í Reykjanes - bæ í samstarfi við verka - lýðsfélög á staðnum. Kjalarnesprestakall nær yfir Reykjanesskagann að frátaldri höfuðborginni, Seltjarnarnesi og Kópavogi en einnig Vest - mannaeyjar og Kjalarnes. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Hnúfubakurinn rak bakið upp úr rétt utan við Norðurhafnargarðinn. Hnúfubakur í höfninni Afi í leikskólanum Krakkarnir í Vesturkoti kunnu vel að meta að fá pabba og afa í heimsókn á föstudaginn. Tilefnið var bóndadagur og var þessi siður viðhafður í fleiri leikskólum bæjarins. Sums staðar var boðið upp á afadag en annars staðar fengu pabbar eða bræður að koma líka. Sum börnin voru dugleg að fá afa niður á gólfið að leika við sig. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n „pabbi, hann er að taka mynd“ L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.