Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.01.2009, Blaðsíða 4
Vistvernd í verki er byggt á hugmyndafræði sjálfbærrar þró - unar. Sjáfbær þróun er skilgreind sem þróun sem miðar að því að mæta þörfum samtímans án þess að ganga á möguleika komandi kyn slóða til að gera slíkt hið sama. Í sjálfbærri þróun er horft til um hverfisgæða, efnahags þró - unar og samfélagslegrar vel - ferðar og álit ið að jafnvægi þurfi að ríkja á milli þessara grunn - þátta. Er mögu leiki að við getum dreg ið úr neikvæð um áhrifum á umhverfi okk ar sem eru til komin vegna líf stíls. Verkefnið Vistvernd í verki er verkefni sem Landvernd hefur um sjón með og rekur. Hafnar - fjarð ar bær er í samstarfi við Land vernd um verkefnið og stend ur öllun íbúum bæjarins til boða að taka þátt. Hvernig er verkefnið? Visthópar eru myndaðir en þeir samanstanda af nokkrum fjöl - skyldum. Hver hópur hittist sjö sinn um og fer fyrsti og síðasti fund ur fram með þátttöku leið - beinanda sem er sér þjálfaður fyrir verkefnið. Hvað gerist þegar hóparnir hittast? Á hverjum fundi er tekið fyrir eitt afmarkað verkefni eða mál og það krufið. Viðfangsefnin eru sorp, orka, samgöngur, innkaup, vatn og virkjum aðra. Þátt tak endur skoða á milli funda og prófa heima hvað hægt er að gera til að draga úr neikvæðum áhrif um á umhverfið og það er svo sannarlega margt sem kemur á óvart í þeim efnum. Það er ekki gerð krafa um ákveð inn árangur heldur að hver og einn finni sér farveg sem hent ar best. Ekki er krafist mein - lætislifnaðar og ekki mælt með að flytja í torfkofa á ný. Einungis að hver og einn geri það sem hann sjálfur getur og vill. Vistvernd í verki – bjargráð í kreppunni. Vistvernd í verki býður heimil - um og fyrirtækjum í landinu upp á raunhæf úrræði í þeim atvinnu og efnahagsþrengingum sem nú ríða yfir þjóðina. Eitt helsta markmið Vist vernd - ar í verki er að leita leiða til að spara í rekstri heimila og fyrir - tækja í þágu umhverfis. Félags - legi þátturinn er einnig mjög mikilvægur. Fólk kemur saman í hóp í þeim jákvæða tilgangi að vinna sjálfum sér og sam félag inu gagn. Á námskeiðum Vist vernd - ar í verki fær fólk jafnframt stuðn ing til að takast á við verk - efni dagsins af eigin ramm leik. Að baki verkefninu liggja við - horf sem líkleg eru til að hafa upp byggileg áhrif á mót un nýs samfélags á Íslandi þ.e. að sýna í daglegu lífi um hyggju fyrir lífs ins gæðum og með - höndla þau af kostgæfni. Sé horft til þeirra verkefna sem þjóðin stendur frammi fyr ir í dag hefur Vist vernd í verki mikið fram að færa. Skráðu þig í vistverndar hóp. Auglýsinguna er að finna í blaðinu. Alma Dröfn Benediktsdóttir, verkefnastýra Staðardagskrár 21, Guðfinna Guðmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar/ - staðar dagskrár 21. Vistvænn lífstíll fyrir fólk eins og mig og þig Alma Dögg Guðfinna 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. janúar 2009 Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda 2009 verða sendir út á næstu dögum. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignarskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. ÁLAGNINGARSEÐILLINN Í ÍBÚAGÁTTINNI Nú er hægt að fara inn á vef bæjarins www.hafnarfjordur.is og skoða álagningarseðilinn í Íbúagátt Hafnarfjarðar. RAFRÆNIR GREIÐSLUSEÐLAR = UMHVERFISVÆNN SPARNAÐUR Frá og með 1. mars 2009 verða allir greiðsluseðlar fasteignagjalda Hafnarfjarðarbæjar sendir út rafrænt í heimabanka. Seðlarnir munu síðan birtast í Íbúagáttinni þar sem hægt verður að skoða þá. Þeir sem óska eftir að fá heimsendan greiðsluseðil þurfa að hafa samband við Þjónustuver bæjarins. GJALDDAGAR OG GREIÐSLA FASTEIGNAGJALDA Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu og eru gjöldin innheimt frá 1. febrúar til 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi gjaldanna 1. febrúar 2009. AFSLÁTTUR ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRISÞEGA Afslátturinn er reiknaður sjálfkrafa í samvinnu við Fasteignaskrá Íslands og Ríkisskattstjóra. Til bráðabirgða verður afslátturinn reiknaður út frá síðasta skattframtali og færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli. Afslátturinn verður endurreiknaður þegar Ríkisskattstjóri hefur staðfest skattframtöl vegna tekna ársins 2008. Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir: Tekjur einstaklinga 2008 Tekjur hjóna 2008 Afsláttur Frá Til Afsláttur Frá Til 100 % 0 2.057.000 100 % 0 2.882.000 80 % 2.057.001 2.365.000 80 % 2.882.001 3.223.000 50 % 2.365.001 2.750.000 50% 3.223.001 3.839.000 Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar veitir allar upplýsingar varðandi álagninguna og aðstoðar þá sem þurfa hjálp við innskráningu í Íbúagáttina. Hægt er að hafa samband í síma 585 5500 eða í gengum netspjall á www.hafnarfjordur.is. www.hafnarfjordur.is TIL FASTEIGNAEIGENDA Í HAFNARFIRÐI Rafrænir greiðsluseðlar Umhverfisvænn sparnaður Tíu gjalddagar Álagningarseðillinn í Íbúagátt Hafnarfjarðar Þ J Ó N U S T U V E R H A F N A R F J A R Ð A R B Æ J A R S T R A N D G ATA 6 | 2 2 0 H A F N A R F J Ö R Ð U R S Í M I 5 8 5 5 5 0 0 | F A X 5 8 5 5 5 9 9 W W W. H A F N A R F J O R D U R . I S 94 ára kona skrifar: Opið bréf Til þeirra sem málið varðar ! Ég get ekki annað en látið álit mitt í ljósi yfir því sem mér virðist innst í hjarta mínu vera einskært Guðlast til viðbótar við það sem ég er búin að fylgjast með varðandi peninga - mál lands vors. Ég er nýkomin til Íslands aft - ur eftir margra áratuga dvöl utanlands og var ég þakklát Guði fyrir hjálpina við þá ákvörð un og fann mig vel við komu mína hingað heim. Afstaða mín til föðurlands míns hefur verið heilsteypt og ég hefi einnig fundið þann kærleika streyma til minna íslensku ættingja og vina. En það er ekki það sem ég ætla að minnast á, heldur þessa skelfingu að vilja leggja niður St. Jósefsspítala sem sumir stjórn málamenn eru með í huga. Þessar nýju fréttir um áhuga stjórnmálamanna hafa skyggt töluvert á gleði mína yfir því að koma heim eins og margt annað sem daglegar fréttir bera vott um, svo sem eins og allskyns glæpir sem ég vissi ekki að mínir gömlu landar byggju yfir. Það er óskiljanlegt í mínum huga að nú skuli vera komnar fram hugmyndir um að leggja niður það verk Guðs sem er St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. Þenn an spítala stofnuðu á sín - um tíma fáeinar systur úr Karmel íta-reglunni sem enn er starf rækt í klaustrinu í Hafnar - firði og systir mín heitin hafði náin samskipti við. Ég bið til almáttugs Guðs að Hann haldi verndarhendi sinni yfir þessari stofnun sem Hann sjálfur kom á fót og að stjórn - málamennirnir sjái að sér. Ég bið þá að láta þetta verk Guðs í friði svo að það geti áfram borið dýrð Hans vitni og hjálpað Hafnfirðingum og öðrum sem á þurfa að halda. Kristín S. Þórðardóttir Kimmel, íbúi á Sólvangi. Sent: Heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þ. Þórðarsyni og forstjóra St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, Árna Sverrissyni. Eldri maður óskar eftir lítilli 2ja herb. íbúð eða einstaklingsíbúð, helst í Norðurbænum. Uppl. í s. 892 3169. Kirkjuvellir 3, ný 4 herb., 130 m² glæsileg íbúð. Verð aðeins 130 þús. kr. á mán. Laus strax. Uppl. í s. 894 3110, Kjartan. Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar sem áætlaður var 3. febrúar, hefur verið frestað vegna formannskjörs. Fundurinn verður í safnaðarheimili fríkirkjunnar 17. feb. kl. 20.30 Fundir Húsnæði í boði Húsnæði óskast

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.