Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 16.04.2009, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. apríl 2009 Einn af ástsælustu grínistum þjóðarinnar er Gaflarinn Þór - hallur Sigurðsson, Laddi. Eftir að blaðamaður Fjarðarpóstsins hafði hlegið sig máttlausan á sýningu hans „Laddi sextugur“ sem reyndar bar upp á 62. af - mæl is dag Ladda lá beinast við að forvitnast meira um þennan einstaka mann. Sötrandi yfir kaffibolla birtist Hafnarfjörður fyrri ára í frásögn Ladda. Laddi er alinn upp á Nönnu - stíg 13, lítilli götu út frá Reykja víkurveginum, Gaflari í húð og hár. Árið sem Laddi fædd ist gaus Hekla eftir minni - lega. Fór jafnmikið fyrir þér í æsku? „Það voru gos, allavega í skólanum. Það fór töluvert fyrir mér, kannski vegna þess að ég var ofboðslega feiminn, krakkar fundu það út og mér var strítt. Það fór oft í mig og ég stríddi á móti, kannski alsaklausum krökk um, jafnvel yngri.“ Varstu strax kallaður Laddi? „Já, sagan segir að ég hafi hafi átt erfitt með að segja Þórhallur. Frænku mína, Hrafnhildi, kallaði ég Habbidu og hún kallaði mig Laddida og það átti að vera Þór - hallur. Hver átti upptökin að hvoru man ég ekki en svo styttist Laddidi í Laddi, svona var þetta bara,“ segir Laddi og hlær við. Ofboðslega skemmtilegur bær Hvernig var Hafnarfjörður á uppvaxtarárum þínum? „Ég man eftir honum ofboðslega skemmti - legum. Það var alltaf farið niður í bæ, mér fannst Strandgatan svo skemmtileg ekki síst á planinu við Reykjavíkurveginn, bensín - stöð, leigubílastöð, Einar skreð - ari, Bókabúð Böðvars, Einar rakari og Mánabar, sem við sung - um um einu sinni. Hann var þar sem Súfistinn er núna, þar var djúk box og hægt að fá ís. Ég átti aldrei pening, við vorum mjög fátæk þó við fengjum krónu og krónu hjá mömmu. Ekki síst fyrir bíóinu. Maður kom á síðustu stundu og suðaði ákaft og sagði að bíóið væri alveg að byrja og oft virkaði þetta,“ segir Laddi og brosir með minningarglampa í augunum. Í afmælissýningu Ladda mátti líka heyra fjölmörg minn ing ar brot úr Hafnarfirði. Sundmet og stangarstökk Sundið heillaði Ladda enda stutt í Sundhöllina og æfði hann með SH um tíma. „Maður var í sundi á hverjum degi og þar var Ingvi Rafn að kenna og tók stundum tíma. Eftir að hafa mælt tíma minn dreif hann mig á æf - ingu hjá SH daginn eftir. Ég tók félaga mína með því ekki þorði ég einn. Þetta gekk vel og ég setti sveinamet í 50 m sundi sem var ein hvers staðar nálægt 40 sek ef ég man það rétt. Ég fór í nokkrar keppnir en þegar vinirnir voru ekki lengur með fór ég að hætta að mæta á æfingar. En ég hef allt - af haft gaman að sundi. Svo tók ég svolítið þátt í frjálsum íþrótt - um, ekki með neinu félagi fyrr en á Hellu í sveitinni hjá afa og ömmu og vann einu sinni stang - ar stökkið á móti en áferðin var víst ekki falleg á stökkinu og náði einu sinni að stökkva yfir 3 metra. Ég hafði alltaf haft gaman að íþróttum, ekki síst fimleikum og dansaði einu sinni með kenn - ar anum tja, tja, tja á höndum und - ir harmónikkuspili en ég gat geng ið eins lengi á höndum og ég vildi. En það var þá. Ég gekk í Fim leikafélag Hafnarfjarðar en fór aldrei í handboltann, fannst fót boltinn skemmtilegri. Slegist með spýtum og skóflum Aðspurður um hvort sagan um villingana í Vesturbænum sé rétt segir Laddi að þar hafi alltaf verið mikið fjör og barist milli gatna í hverfinu. „Það var stund - um slegist með spýtum og skófl - um og menn stundum stór - slasaðir. Við vorum saman Nönnu stígurinn og Vesturbrautin á móti Garðaveginum og fleiri göt um svo það var oft erfitt að labba í sund eftir átök og maður tók stundum á sig stóran krók.“ Með afa á sjóinn „Við vorum alltaf niðri á bryggju, við fórum í Málm á Aust urgötunni og keyptum snæri á priki og fengum öngla og veidd um næstum á hverjum ein - asta degi niðri á bryggju eða af bát um. Svo var afi með tryllu og ég man eftir að hafa farið með honum kl. 5 að morgni á grá - slepp una. Ég fékk að stýra á spegil sléttum sjónum, þetta var bara opin trylla með örlitlum mót or. Þá voru allir að fiska í soðið.“ Hafnfirsk sýning Það kom mér á óvart hversu hafnfirsk sýningin þín var, þarna voru Steinn Ármann, Hjörtur Hows er, Egill Rafnsson, Halli bróð ir þinn og Gréta Boða auk þess sem margar tilvísanir voru í upp vaxtarár þín í Hafnarfirði og góðkunna Hafnfirðinga. Ertu mikill Hafnfirðingur í þér? „Já, ég er fæddur í heimahúsi, alvöru Gaflari en hef ekki komist að því klukkan hvað ég fæddist, það var greinilega ekkert verið að velta fyrir sér smáatriðum. Mér finnst voða sérstakt að vera Gaflari og er mjög stoltur af því og þykir mjög vænt um Hafnarfjörð. Ég var reyndar einu sinni voðalega vond ur og ætlaði aldrei að flytja hing að aftur. Það var þegar Norð - ur bærinn var byggður og mér fannst verið að eyðileggja hraun - ið. Svo sá ég að margir hlífðu hraun inu og ég gæti nú alveg hugs að mér að búa þar með hraunið í garðinum. Engidalurinn er enn ósnortinn þar sem við vorum oft í fótbolta og þar voru reyndar sett upp böll.“ Hljómsveitartíminn Laddi lærði húsgagnasmíði á Húsgagnaverkstæði Hafnar fjarð - ar en lauk aldrei náminu. Rétt undir tvítugu varð svo upphafið af skemmtanaferli Ladda því þá hitti hann félaga sinn úr Reykja - vík sem var að fara að stofna hljómsveit. „Ég var búinn að eign ast gítar sem ég kunni þrjú grip á og honum fannst ég ofsa - lega flinkur og sagðist vanta gítar ista. Það kom svo í ljós á fyrstu æfingu hversu lítið ég kunni og ég fékk með mér heim þykkan doðrant af hljómum sem ég fékk eina viku til að læra, senni lega til að losna við mig. Félaginn fékk þá ekki að fara á æfing una og ég spurði hvort ég mætti prófa trommurnar og það endaði með því að ég trommaði og söng þar sem ég kunni alla textana. Svo var ég í Föxum í um fimm ár og ég var alltaf með ein - hver fíflalæti og við þóttum mjög skemmtilegir. M.a. valdi blökku - maðurinn Al Bishop okkur með í túr um landið og til Noregs. Ekki vegna þess hversu góðir við vorum, heldur vegna þess hversu skemmtilegir við vorum. Við vor um í þrjá mánuði í Noregi og var tekið við okkur eins og Bítlunum, hlaupið á eftir rútunni. Eftir þetta ævintýri fór ég að vinna í leikmunadeildinni í Sjón - varp inu þar sem Halli bróðir vann. Hafði þá verið í Kassa gerð - inni og hafði gaman af því að teikna og hafði teiknað myndir af vinnufélögum mínum á afgangs - pappa. Þetta sá yfirmaður Halla sem kom til okkar og hreifst af og vildi fá mig í Sjónvarpið. Segist Laddi alltaf hafa haft gam an af að teikna en segist ætla að geyma málverkin þar til í eldri borgara starfinu. Í hlutverki uppi við töflu „Við Halli vorum alltaf með einhver fíflalæti baksviðs og það var einstaka sinnum verið að leita til okkar með raddir þegar var ver ið að búa til dúkkur í Stundina okkar. Þá mundi ég allt í einu eftir að ég hafði búið til rödd þegar ég var lítill gutti í Hafnarfirði. Þá var ég með þessa Skrámsrödd í hrauninu þegar ég var að tala við krakk ana svo þannig byrjaði þetta. Flosi Ólafsson sagði að það þyrfti að nota þessa stráka og við vorum teknir í áramótaskaupið. Ég ætlaði aldrei í leiklistina, ætl - aði alltaf að vera í hljómsveit en hitt var bara tilviljun. Ég var feng inn í Kalla á þakinu og síðan fest ist ég Borgarleikhúsinu og hef tekið þátt í 6 verkum og þykir mjög gaman. Ég fór alltaf í hlutverk þegar ég var kallaður upp á töflu í skól an - um, ég gat aldrei farið sem ég sjálf ur. Ég fann ekkert fyrir feimn - inni þegar ég var í hlutverki og það var svo ekki fyrr en um 14 árum síðan sem ég þorði að koma fram sem ég sjálfur en þá fyrst sam an með karakterunum. Söng - urinn hefur líka hjálpað mér en mér hefur alltaf fundist gaman að syngja,“ segir Laddi þó hann hafi aldrei lært söng. „Guðmundur Guð jónsson í Sjónvarpinu kenndi mér þó að ég ætti alltaf að syngja brosandi svo ég væri ekki klemmd ur. Það hjálpaði mér mik - ið. Þessi sýning mín, Laddi sex - tugur, sýnir mér hversu mikið ég hef lært að vera ég sjálfur og að vera afslappaður. Fyrst þegar ég var að byrja var ég alltof hrað ur og brandararnir misstu oft marks.“ Laddi segist ekki vera eftir - herma en segir karektarana mót - ast af ýmsu. Taktar koma kannski frá ákveðinni persónu en röddin og annað sé hreinn uppspuni. Hver er uppáhaldskarakterinn þinn? „Það er Eiríkur Fjalar, mér þykir svolítið vænt um hann. Elstir eru Saxi læknir og Múi gamli. Eiríkur er svolítið hin hliðin á mér með feimnina, ég á svo mikið í honum. Annars eru þeir allir í uppáhaldi hjá mér.“ Hvað er það sem gerir svona sýn - ingu fyndna? Nú voru flestir bún - ir að heyra flesta brandarana aftur en samt lá salurinn. Hvað veldur? „Þetta eru líklega tím setningarnar þær skipta öllu máli. Þetta var líkt og í þrjú bíó á fremsta bekk í Bæjar bíó þar sem við sáum sömu myndina aftur og aftur og alltaf jafn gaman. Spurður um álag á sálina segist Laddi geta orðið þunglyndur. „Ég get orðið andlega þreyttur þeg ar ég hef gefið mikið af mér. Væntingarnar til manns geta stund um valdið mönnum erfið - leikum, stundum þyrmir yfir mann og maður missir trú á að mað ur geti hlutina. Mér finnst oft erfitt að fara á staði þar sem margt fók kemur eins og Kringl - una og slíka staði en læt mig hafa það með konunni.“ Atvinnuskemmtikraftur Laddi starfaði um tíma við fasteignamiðlun, kynnti fast - eignir á Spáni en nú starfar hann eingöngu í skemmtana iðnað - inum. Hann vinnur við talsetn - ingar, les inn á teiknimyndir, mest yfir vetrartímann og svo skemmtir hann og leikur. Sýn - ingin Laddi sextugur stóð í rúm tvö ár og hafa fáar leiksýningar notið viðlýkrar hylli. Hún hefur verið gefin út á DVD diski og selst í metupplagi og var sýnt frá sýningu hans á Stöð 2 sl. föstu - dag. Sýningarnar áttu að vera ein eða tvær en uppselt var á 130 sýningar samfleytt. Skrámur varð til í hrauninu Viðtal við skemmtikraftinn ástsæla, Ladda Kátur eftir vel heppnaða sýningu á 62. afmælisdaginn sinn. Á heimaslóðum á Nönnustígnum.Þórhallur Sigurðsson. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.