Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. júní 2009 BYGGINGADEILD VERSLANIR VÉLADEILD ÞJÓNUSTUDEILD FESTINGAMEISTARI Í 20 ÁR Fríkirkjan Sjómannadagurinn 7. júní: Guðsþjónusta kl. 11 þar sem sjómennirnir Gunnar Þór Gunnarsson, Sigurður Njálsson og Sverrir Ingólfsson verða heiðraðir. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar. Verið velkomin í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Félagar í Félagi eldri borgara Hafnarfirði! Félagsskírteinin eru komin eru afhent í Hraunseli gegn kvittun greiðslu árgjalda. Þeir sem eftir eru að greiða árgjald, vinsamlegast munið eftir að greiða þau sem fyrst. Nýir félagar hjartanlega velkomnir. Stjórn FEBH Það er óþarfi að bjóða þjófa velkomna með opnum dyrum og gluggum og vert að hvetja bæjarbúa til að huga vel að frágangi læsinga á heimilum sínum. Bíræfnir þjófar svífast hins vegar einskis og góð ná - grannavarsla getur skipt sköp - um. Eins og kom fram í fréttum var brotist inn í raðhús við Lækjar hvamm um helgina um hábjartan dag og ógnaði þjóf - urinn unglingi sem kom að hon um. Þjófurinn og vitorðs - mað ur náðust og íbúar sluppu með skrekkinn. Sennilega hafa sömu aðilar verið á ferð við annað hús í Lækjarhvamm, því þegar íbúar þar komu heim eftir helgarferð, var rúða á framhlið brotin og greinilegt að reynt hafði verið að spenna upp gluggann, krækja hafði gefið sig öðru megin en hélt hinum megin ásamt stormjárni. Innbrotsþjófar á ferð í bænum Góðar gluggahespur og læstar dyr gera innbrot ófýsilegri Ummerkin á Lækjarhvammi og hespan sem hélt sést t.h. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Hundaskítur til ama Auknar kvartanir Þegar göngumaður, sem var að koma úr langri og góðri göngu ferð umhverfis Helgafell og Valahnjúkana um hádegisbil á hvítasunnudag, kom á bíla - stæðið við Kálda blasti við honum óskemmti leg sjón. Stór innkaupaplastpoki, skorðaður með steini, lá við árbakka Kaldár og tveir aðrir minni nálægt. Við nánari skoð un kom í ljós að þarna voru pokar sem notaðir höfðu verið til að setja hunda skít í. Bundið var fyrir þá minni en sá stærsti var opinn. „Þetta er ótrú leg umgengni og sóð a - skapur og hundeigendum til há - bor innar skammar,“ segir göngu maðurinn sem tók þenn - an óþrifnað með sér og kom honum í sorp. ÍSAL fær öryggisviður - kenningu frá VÍS Gísli Einarsson, forstjóri VÍS veitti Alcan á Íslandi hf. - ÍSAL viðurkenningu fyrir góðan árangur í öryggismálum. Var viðurkenningin afhent í mötuneyti ÍSAL í gær við hátíðlega athöfn. Félagar Björgunarsveitar Hafn arfjarðar hafa undanfarna daga farið og tínt svartfuglsegg í Krýsuvíkurbjargi. Hefur sveit - in gert þetta og nýtt við fjáröflun í yfir 30 ár. Sigið er niður í bjargið með sérútbúnum sigbúnaði sem þró - aður hefur verið frá því að menn fóru í fyrstu ferðirnar. Einn ig er notast við bíla sveit - arinnar til að slaka sig mönn un - um niður og hífa aftur upp. Áður fyrr var mönnum slakað niður og þeir hífðir aftur upp á handaflinu einu saman. Hafa bæði eldri og yngri félag ar sveitarinnar tekið þátt í bjargsiginu líkt og undanfarin ár og hefur þekkingin þannig færst á milli manna innan sveit - arinnar og glatast því ekki. Þessi reynsla sveitarinnar á bjarg sigi í Krýsuvíkurbjargi hefur komið að notum við útköll þar sem síga þarf í björg. Gestir á kaffistofu lítils tré - smíðaverkstæðis fengu óvænt svart fuglsegg í morgun mat og þeir sem þorðu að smakka líkaði vel enda voru eggin soðin að hætti siðaðra manna. Svartfuglsegg í morgunmat Björgunarsveitarmenn síga eftir eggjum í fjáröflunarskyni Jón Birgir, einn af eldri félögum sveitar innar býr sig undir að síga í bjargið. Bergmundur Elli, Eyjapeyji fúlsaði ekki við eggjunum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Hundaskíturinn er skilinn eftir í plastpokum!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.