Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 9
Alls útskrifuðust 63 ein - staklingar á vorönn Flens borg - ar skóla með samtals 65 próf. 11 nemendur útskrifuðust af fjölmiðlatæknibraut, tveir einnig með stúdentspróf, 1 nemandi af starfsbraut, og 53 stúdentar þar sem karlar voru fleiri sem er sjaldgæft. 16 útskrifuðust af félagsfræða - braut, 5 af málabraut, 21 af náttúru fræðibraut, 5 af við - skipta braut og 6 með viðbótar - nám til stúdentsprófs af fjöl - miðlabraut. 12 nemendur luku stúdentsprófi eftir þriggja vetra nám. Það er óvenjulega hátt hlut fall. Bestum árangri á stúdents - prófi náði Kristín Fjóla Reynsidóttir eftir 3 ára nám og næstur í röðinni, mjög skammt undan, var Þorleifur Úlfarsson en bæði voru þau á náttúru - fræði braut. Bæði með fyrstu ágætiseinkunn. Fjölmörg verðlaun voru veitt, sum af skólanum, en auk þeirra gáfu Gámaþjónustan, Rótarý - klúbbur Hafnarfjarðar, sendi ráð Danmerkur, Frakklands og Kanada og Stærðfræðafélagið verðlaun. www.fjardarposturinn.is 9Fimmtudagur 4. júní 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Demparar Frummatsskýrsla fyrir Suðvesturlínur vegna mats á umhverfisáhrifum var lögð inn til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun 20. maí síðastliðinn og á næstunni efnir Landsnet til kynningar á niðurstöðum hennar á opnu húsi. Opin hús verða á eftirfarandi stöðum: - Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði föstudaginn 5. júni, milli kl. 16 og 19, - Kríunesi við Elliðavatn sunnudaginn 7. júní, milli kl. 14 og 17, - Virkjun á flugvallarsvæðinu í Reykjanesbæ, mánudaginn 8. júní, milli kl. 16 og 19. Gögn vegna breytinga á aðalskipulagi sveitar- félaga sem verkefnið nær til munu einnig liggja frammi til kynningar á þessum fundum. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Landsnets, www.landsnet.is, á vef EFLU verkfræðistofu, www.efla.is, og á heimasíðu verkefnisins, www.sudvesturlinur.is. Suðvesturlínur / Frummatsskýrsla Nýlega lánaði Toyota á Íslandi Hafnarfjarðarbæ þrjá bíla af gerðinni Toyota Prius sem eru tvinnbílar, bílar með bensínvél og rafmótor. Samspil bensínvélarinnar og rafmótors - ins í þessum bílum er alsjálf - virkt og háspenntur rafgeymir - inn hleðst við akstur á bensín - vélinni og þegar bremsað er eða þegar bíllinn er látinn renna. Með þessu á að nást mun minni mengun en ella og vilja forsvarsmenn Toyota kynna þessa tækni fyrir umhverfis - sinnuðum starfsmönnum Hafn - ar fjarðarbæjar og sagði Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi ánægjulegt hversu viðbrögð Hafnarfjarðarbæjar voru góð og snör. Priusinn er stór og öflugur bíll og í raun alveg eins að aka og öðrum bílum nema hvað hann er hljóðlátari þegar raf - mótorinn er nýttur. Hafnarfjarðarbær prófar tvinnbíla Toyota lánar Hafnarfjarðarbæ 3 tvinnbíla til reynslu Guðfinna Guðmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar tekur við bíl - lyklum úr hendi Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Sífellt er verið að hvetja bæjarbúa til að sinna umhverfi sínu og flestir garðeigendur í Hafnarfirði eru mjög áhuga - samir og sinna görðum sínum vel. Við vaxandi garðrækt fellur ýmiss lífrænn úrgangur sem ekki alltaf ratar í heima - jarðgerð. Gámaþjónustan sem fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir kynnir nú nýja þjón ustu við garðeigendur, garða poka til viðbótar við garðatunnuna. Pokarnir eru 150 lítra og seldir fimm saman og sendir til viðskiptavina á höfuð - borgarsvæðinu innan tveggja daga frá pöntun og er sóttur þegar þess er óskað og er sú þjónusta innifalin í verði pok - anna. Garðatunnan er hins vegar losuð reglulega á tveggja vikna fresti yfir sumar mánuð - ina. Panta má pokana á gardapokinn.is og tunnuna á gardatunnan.is Innihaldið er svo nýtt til jarðgerðar í fullkominni garð - gerðarstöð Gámaþjónustunnar við Berghellu í Hafnarfirði. Sveinn Hannesson, fram - kvæmda stjóri Gámaþjónust - unnar afhenti fyrir skömmu Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, formanni umhverfis- og sam - gönguráðs Reykjavíkur fyrstu pokana í Grasagarðinum í Laugardal. Ný þjónusta við garðeigendur Grænn poki og græn tunna Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar kynnir nýju lausnirnar í Grasagarðinum í Reykjavík. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Auglýsing í Fjarðarpóstinum borgar sig! Auglýsingasíminn er 565 3066 63 útskrifaðir í Flengborg Þar af 53 stúdentar og strákar fleiri en stelpur L jó s m .: L á ru s K a rl I n g a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.