Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 04.06.2009, Blaðsíða 10
Kaffisala á Hrafnistu Hin árlega kaffisala á Hrafn - istu á sjómannadaginn verður kl. 14-17. Das-bandið spilar, Hrafnistu - kór inn syngur, Guðmundur Ólafs son syngur og sýning verð ur á myndlist og hand - verki. Þá verður handverks - basar á vegum iðjuþjálfunar. Handverkssýningin og basar - inn verður einnig opin mánu - daginn 8. júní kl. 10-15. Ný sýning Huldufólk og talandi steinar í myndheimi Sveins Björnssonar er ný sýning Sveinssafns í Krýsuvík og er framhald af sýningum í Hafnar borg. Þetta er fimmta sýn ing Sveinssafns í Krýsuvík og er sýningin opin fyrsta sunnudag í hverjum mánuði yfir sumar tímann kl. 13.30 - 17 en einnig á öðrum tím um samkvæmt samkomu - lagi fyrir hópa fólks. Deiglan opin Deiglan, sem starfrækt hefur verið í gamla Lækjarskóla, ekki síst fyrir atvinnulausa, verður opinn í sumar eins og verið hefur frá kl. 9 til 12 alla virka daga, en enginn skipulögð dagskrá verður í boði. Dagskrá hefst aftur í haust. 10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. júní 2009 Eldsneytisverð 3. júní 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 179,8 170,2 Atlantsolía, Suðurhö. 179,5 169,9 Orkan, Óseyrarbraut 179,4 169,8 ÓB, Fjarðarkaup 179,4 169,8 ÓB, Melabraut 179,8 170,2 ÓB, Suðurhellu 179,8 170,2 Skeljungur, Rvk.vegi 181,3 171,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Efri hæð í tvíbýlishúsi að Nönnustíg 8 er til leigu. Upplýsingar í s. 897 0813 eða 554 2441, Rafn. Opin og björt 2ja herbergja íbúð til leigu í fallegu fjölbýli á Kirkjuvöllum í Hafnarfirði með stæði í bílakjallara. 110 þús/mánuði. Reglusemi og góð umgengni skilyrði. Frekari upplýsingar í síma 692 7737, eða hildabjorg@gmail.com Óska eftir 3 - 4 herbergja íbúð frá ágúst eða síðar næsta haust. Greiðslugeta 90 - 100 þúsund á mánuði. Er í öruggu starfi og get komið með meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 896 3163. Óska eftir húsnæði til leigu á Álftanesi. A.m.k. 4 herbergi. Uppl. í s. 824 5709. Ódýr garðsláttur og öll almenn garðvinna. Geri tilboð þér að kostnaðarlausu. Blokkir/einbýlishús. Hafið samband í s. 662 0588. Fataskápur, borð og barstólar til sölu. Drapplitaður fataskápur með 3 hurðum (136x210 cm), skúff - um, hillum og hengi til sölu á 8000 kr. 3 svartir barstólar til sölu. Hæðarstillanlegir. Líta út eins og nýir! Verð 5000 kr. stk. Allir á 12000 kr. Brún borðplata (79x 120 cm) til sölu á 2000 kr. Einn fótur fylgir. Nánari uppl. hjá Borghildi eftir kl. 20 í s. 899 9272 eða hjá Jóhanni í s. 696 9166 Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: F R Í T T A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . R e k s t r a r a ð i l a r : Fáið tilboð í rammaauglýsingar! Húsnæði óskast Til sölu Húsnæði í boði Þjónusta Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sæll Lúðvík Ég vel þá leið að senda þessar línur til þín í gegnum Fjarð - arpóstinn þar sem formlegar og óformlegar umkvartanir íbúa Austurgötu 9 hafa engu skilað og því ekki nokkur leið að vita hvar erindi okkar er niður - komið. Það hefur sem sagt ítrekað ver - ið óskað eftir hraða - stillandi að gerð um á þeim enda Austur - göt unnar sem hefur af einhverjum ástæð - um verið algjörlega af skiptur í endur - nýjun gatna í miðbænum. Hér er ekki einu sinni gangstétt til að forða sér undan umferðinni en það er líklega efni í aðra grein; „Af hverju er ekki gang - stétt á allri Austurgötunni?“ Það kann að hljóma undar - lega að hraðakstur skuli vera vanda mál í litlum 150 metra gatna stubbi en svo er nú samt, enda hvorki skilti né hraða - hindranir á svæðinu til að draga úr hraða. Það er þó enn undar - legra að ekki skuli hlustað á ósk ir bæjarbúa í málum sem snúa beint að öryggi barna. Ég gæti nefnt nokkur nýleg dæmi þar sem ég og fjölskyldan mín hefur beinlínis verið í hættu vegna umferðar í götunni en í dag er mælirinn fullur. Þriðju - daginn 2. júní lagði ég bílnum í bílastæði sem liggur samsíða húsinu mínu og hvergi var neina umferð að sjá. 6 ára dóttir mín opnar aftur hurð - ina götumegin en um leið kom þar að bíll á mikilli ferð sem keyrði á hurðina af miklu afli. Sam - kvæmt formúlu á Vís indavefnum sam - svara bremsuförin því að bíllinn hafi ver ið á 35 km. hraða EFTIR að hafa keyrt á bílinn minn og hefur væntan - lega til viðbótar náð að draga úr ferð áður en bremsan var stigin í botn, hámarkshraði í götunni er 30 km. Dóttir mín slapp í þetta skipt - ið en kærir sig einhver um að hugsa þá hugsun til enda ef lítil stúlkuhönd hefði klemmst á milli eða hún búin að stökkva úr sæti sínu? Er verið að bíða eftir slíku slysi áður en eitthvað verður gert? Ég trúi ekki öðru en að á næstu dögum verði haft samband við okkur þar sem við verðum spurð nánar um nauðsynlegar úrbætur. Höfundur er foreldri og íbúi á Austurgötu 9. Opið bréf til bæjarstjóra Axel Einar Guðnason Páll Eyjólfsson, liðsmaður Papa og framkvæmdastjóri um - boðsskrifstofunnar Prime, segir að með dansleiknum á laugar - dag séu Papar og Egó að hefja sumarsamstarf 8 dans leikja og með því sé verið að endurvekja gömlu sveitaballa stemmn ing - una þar sem stórar hljóm sveitir héldu uppi fjörinu. Seg ist Páll finna fiðringinn í bæn um, fólk sé greinilega spennt fyrir dans - leiknum enda ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst að dansa í takti við þessar stór - hljómsveitir. Paparnir eru að gefa út disk í dag og Egó gefur út disk í haust svo búast má við nokkrum nýjum lögum í bland við gömlu góðu lögin sem hljómsveitirnar eru þekktar fyrir. Húsið verður opnað kl. 23 og dansleikurinn verður til kl. 3.30. Aldurs - lágmark er 20 ár en Páll býst við fólki á öllum aldri. Dans - gólfið er risastórt og vel á að fara um fólk. Segir hann ánægju legt að finna fyrir velj - vilja bæjaryfirvalda á svona tónleikum og segir samstarfið vera ánægjulegt en dans leik - urinn er lokadansleikur Bjartra daga. Forsala miða er á midi.is og í Súfistanum í Hafnarfirði. „Sveitaball“ á laugardaginn Paparnir, Egó og Bubbi á stórdansleik í Íþróttahúsinu við Strandgötu á Björtum dögum „Mér finnst skemmtilegast að spila boogie woogie og blús shuffle, tónlist með „frá - slætti“,“ segir hinn góðþekki KK í viðtali við Fjarðarpóstinn en hann verður í Bæjarbíói á föstudaginn með tónleika ásamt Jóni Ólafssyni, hljóm - borðs leikara og Þorleifi Guð - jónssyni, kontrabassaleikara. KK segir enga ástæða til að vera alvarlegur á föstudags - kvöldi, allra síst með þessum mönn um og þegar þeir séu sam an sé einfaldlega svo gam - an. Þeir ætla að leika ný lög og gömul, jafnvel sjómannalög í tilefni sjómannadagsins. „Það er sérstaklega gaman að spila með góðu fólki sem þekkir lögin mín í bak og fyrir,“ segir KK og hlakkar til tónleikanna. Hann segir dásamlegt að leika í Bæjarbíói sem sé eitt skemmtilegasta tónlistarhús sem hann leiki í. Hann hafi kynnst því á aðventutónleikum með Ellen systur sinni sem hann ætlar að endurtaka á vetri komandi. Forsala er á midi.is Skemmtilegast að spila boogie KK og félagar leika í Bæjarbíói Hver þekkir ekki erfiðleika við að koma sláttuvélinni eða sláttuorfinu í gang eftir vetur - inn? Fyrirtækið UMOE að Brekkutröð 1 sérhæfir sig í að gera við sláttuvélar af öllum stærð um og gerðum og aðrar smá vélar. Valgeir Pétursson hjá UMOE segir fyrirtækið hafa mikla reynslu á þessu sviði og sjái m.a. um viðgerðir á fjöl - mörgum sláttutækjum Reykja - víkur borgar, stórum og smáum. Því til viðbótar er fyrirtækið með almenna járnsmiðju og vinnur fjölda verkefna á því sviði auk þess að sérhæfa sig í þjónustu við álver í samstarfi við UMOE í Noregi en Valgeir hefur langa reynslu við þá grein víða um heim. Gerir við sláttuvélar og aðrar smávélar Ný þjónusta hjá UMOE í Brekkutröðinni Sláttuvél í góðum höndum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.