Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. júlí 2009 Deilur sem sprottnar eru upp á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar skipta okkur Hafnfirðinga kannski ekki neinu máli. Við erum jú búin að selja hlut okkar í HS orku og veitum en hver veit nema við eignumst hlut í OR sem aftur á hlut í HS? Þarna enduróma í fjöllunum græðgi og pólitísk misnotkun á valdi og fær mann til að hugas um það hvað gerist þegar sveitarfélög sameinast. Verður þá einn hópurinn kúgaður til hagsbóta fyrir annan? Þó við höfum átt í leiðindum við Grindjána vegna grasbíta í Krýsuvík þá get ég ekki annað en haft samúð með þeim. Þar hefur allt verið upp í loft í pólitíkinni og ekki skrýtið að menn nái ekki að vara sig á Árnanum í Reykjanesbæ. Þarna er enn eina ferðina verið að einkavæða og það er svo skrýtið að það var að undirlagi íslenska ríkisins sem HS fyrirtækin geta verið að komast í erlenda eigu. Ríkið gat ekki unnt sveitarfélögunum að kaupa hlut ríkisins, græðgin var of mikil. Ekki svo að skilja að sveitarfélögin hefðu ekki selt hæstbjóðenda! þau voru jú búin að selja skólana sína sum. Nú er bæjarstjórnin komin í langt, langt sumarfrí. Eins langt og samþykktir Hafnarfjarðar leyfa. Þá starfar bæjarráð og lífið verður léttara á meðan ekki er útvarpað og sjónvarpað frá fundunum.Við eigum eftir að sjá hvar niðurskurðarsveðjan sveiflast og eins gott að verða ekki fyrir. Vonandi getum við ræktað grænmeti í garðinum og loks er hætt að dæla skolpi í höfnina svo við getum veitt okkur til matar eins og fleiri. Það þarf að herða sultarólina í sameiginlega kerfinu á sama tíma og við horfum upp á það að tugir Kínverja eru fluttir inn til að setja klæðningu á tónlistar- og ráðstefnuhús! Það er ekki heil brú í hugsun mannanna. Við þurfum að hugsa jákvætt til framtíðarinnar, hugsa í mögu - leikum - hvaða möguleika getum við skapað okkur með jákvæðri hugsun og framsýni. Gjaldeyrissparnaður er gríðarlega nauðyn - legur og við þurfum að hugsa til allra mögulegra leiða til að komast hjá og minnka innkaup erlendis frá. Þar er af miklu að taka enda erum við háð innflutningi og takmarkað er hversu mikill viðsnúningurinn getur orðið. En við getum sjálf stuðlað að sparnaði. Spörum og kaupum íslenskt! Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 TÖLVUHJÁLPIN Tek að mér vírushreinsanir, viðgerðir, uppfærslur og uppsetningar á PC tölvum Mæti í heimahús Sanngjarnt verð Sími 849-6827 Myndlistasýning á Hrafnistu Edda Guðmundsdóttir sýnir málverk í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og stendur til 31. ágúst. Edda er fædd á Laugarvatni 1937 Þetta er þriðja einkasýning hennar, auk þess hefur hún sýnt á mörgum samsýningum. Safnarar í Hafnarborg Sýningin Safn(arar) er haldin í tilefni þessa að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Magnússonar sem lagði grunninn að Hafnarborg. Sýningin er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýning stendur til 3. ágúst. www.babyshop.is Selur flottu einkanúmerin á vagninn og hjólið Hafnarfjarðarbær hefur gefið út göngukort á heimsíðu sinni, www.hafnarfjordur.is sem fólk getur prentað út og notað. Búið er að merkja inn þrjár áhuga - verðar gönguleiðir 6,5 - 8,4 km langar en kortið má að sjálf - sögðu nota við aðrar leiðir enda eru slóðar merktir inn á kortið. Göngukort á vefnum Hægt að prenta út og nota í gönguferðum Þann 1. júlí sl. voru 40 ár liðin síðan álframleiðsla hófst á Íslandi er kveikt var á fyrsta kerinu í álverinu í Straumsvík. Á afmælisdaginn voru hlið álversins opnuð fyrir gestum og var starfsemin kynnt og boðið upp á veitingar. Tæki og tól voru til sýnis og starfsmenn sýndu listir sínar á sumum þeirra með misjöfnum árangri. Gríðarlega fjölmennt var enda hafði athöfn in verið kynnt vel og rútur voru frá Tjarnar - völlum. Gestkvæmt í Straumsvík Álversfólk tók vel á móti fólki á 40 ára álframleiðsluafmæli í Straumsvík Fjölmargt var til skemmtunar fyrir unga og aldna. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Gamli og nýi tíminn Í blíðviðrinu í Miðbænum L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.