Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. júlí 2009 Reglusöm móðir með eitt barn óskar eftir 3. herb íbúð í Hf. frá 1. ágúst. Langtímaleiga. Greiðslugeta 80- 90.000 á mán. Heiti reglulegum greiðslum. Skoða allt. S. 662 0384. Íris Til leigu 50 m², neðri hæð í einbýli. Eitt svefnherbergi, sjón - varpsherbergi/stofa, eldhús og bað. Bílastæði við hús. Sér inngangur, rafm og hiti innifalið. Leigist eingöngu reyklausum og reglusömum aðila. Leiga 80 þ. kr/mán. 3 mán fyrirfram. Uppl. síma 565 0599 / 690 0499 2 rúm fást gefins ef þau eru sótt. Eitt Ikea rúm, 1,2x2 m m/springdýnu og einbreitt rúm m/svampdýnu. Uppl. í s. 822 0287. 2ja mánaða gamalt barnahjól (hvítt) fyrir 9-12 ára selst á 20.000 kr. (upprunalegt verð 38.000 kr.). Ábyrgðarskírteiti fylgi. Bleyjur (fyrir nýfædd) 500 kr pk, 16 kg+ 1000 kr pk. Sími 699 4613. Oolong er 100% hreint te. Brennslan 157% meiri en af grænu tei. Mjög vökvalosandi, dregur stór lega úr sykurþörf. 50 daga skammt ur (100 pokar) á 3.800 kr. siljao@internet.is 557 6120 og 845 5715. Við erum tvær 14 ára stelpur í Hafnarfirði og höfum mjög mikinn áhuga á að passa börn, 1-6 ára. Við höfum passað saman frá því í 6. bekk. Guðrún hefur far - ið á Rauðakrossnámskeiðið „Börn og umhverfi“. Getum passað frá byrjun ágúst. Uppl. í s. 8497799 (Guðrún), 6941395 (Andrea), 8613825 (Vigdís móðir Guðrúnar). Kötturinn Kondjó týndist úr pöss - un á Furuvöllum á laugardags - morgun. Hann er 3ja ára, svartur og hvítur og mjög ljúfur. Er með græna hálsól með bjöllu og merki og er sárt saknað. Sími 865 5140. Svartur adidas jakki með gylltum röndum hvarf úr kvennaklefanum í nýju sundlauginni á Álftanesi. Í vasa jakkans var svartur gsm-sími af Nokia gerð. Uppl. má veita í s. 665 8928 (Jóhann). Grá/svört barnakerra fannst á Melabraut. Uppl. í s. 894 2551. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: F R Í T T A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . Húsnæði óskast Tapað - fundið Gefins Barnapössun Húsnæði í boð Til sölu Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Í Fjarðarpóstinum í síðustu viku kemur fram að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé ósáttur við bókun Vinstri grænna við af - greiðslu á endurskoðaðri fjár - hags áætlun. Forsaga málsins er sú að eftir efna hagshrunið síð - ast liðið haust ákváð - um við Vinstri græn að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009. Það er sjaldgæft að minni - hluta flokkur taki þátt í gerð fjárhagsá ætl - unar en óvenjulegar að stæður kalla á óvenju leg vinnubrögð. Við fjár hags áætl - unarvinnuna var settur á stofn sérstakur vinnuhópur með full - trúum allra flokka þar sem farið var ítarlega yfir mögu legar sparnaðarleiðir. Sjálf stæð is - flokkurinn dróg sig fljót lega út úr þeirri vinnu. Upphafleg fjár - hagsáætlun var því lögð fram af Sam fylkingunni með fulltingi Vinstri grænna ásamt sam - eiginlegri bókun. Við þann gjörn in virðist meirihluti Sam - fylkingar hafa eignað sér af - stöðu og málfrelsi bæjarfulltrúa Vinstri grænna við endurskoðun á fjárhagsáætlun. Vinstri græn hefur frá upphafi ákveðið að leggja sitt af mörk - um við gerð fjárhagsáætlunar í samráði við alla flokka í bæjar - stjórn og mun halda því áfram en áskilur sér að sjálfsögðu rétt til þess að leggja sínar pólitísku áherslur inn í þá vinnu í formi bók ana eða með örðum hætti. Undirbúningur að endur - skoðun fjárhagsáætlunar fór fram í bæjarráði þar sem sviðs - stjórar bæjarins mættu með tillögur að frekari sparnaði fyrir sín svið. Á þeim fundum fór ekki fram pólitísk stefnumótun um aðferðir við annars vegar niður skurð og hins vegar tekju - aukningu bæjarins. Á bæjar - ráðsfundi sem haldinn var sólar - hring fyrir bæjarstjórnarfund, lagði Samfylkingin síðan ein - hliða, fram tillögu að 511 millj - óna króna niðurskurði sem skipt var niður á ólík svið en ekki útfærð nánar. Þessari endur skoðaðri fjár - hags áætl un var vísað til bæjarstjórnar til af - greiðslu. Á bæjar - st jórnar fundinum greiddi bæjarfulltrúi Vinstri grænna endur - skoðaðri fjár hags - áætlun atkvæði sitt og lagði fram bókun ásamt Sjálf stæðis - flokki. Meirihluti Samfylkingar reidd ist svo við bókun Vinstri grænna að hann ákvað að hefna sín og lagði til að pólitískir áheyrn arfulltrúar í ráðum bæj - arins yrðu skornir burt í nafni sparnaðar. Þessi ráðstöfun hefði bitnað á Vinstri grænum, sem á einu tvo pólitísku áheyrnar full - trúana. Frá síðustu sveitars tjórn - arkosningum hefur minni hluti bæjarstjórnar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, haft með sér skrif legan samning um kosn - ingar í nefndir og ráð. Til að koma í veg fyrir að vera úti - lokuð frá helstu ráðum bæjarins lagði Samfylkingin til að Vinstri græn myndu svíkja þennan samn ing, fella tvo af fulltrúum Sjálf stæðisflokks og koma sín - um fulltrúa að í stað þeirra. Bæjar fulltrúi Vinstri grænna hafn aði því að taka þátt í þessum ódrengilega pólitíska leik og neitaði að svíkja skriflegan samn ing minnihlutans. Ekkert varð því úr niðurskurði áheyrn - arfulltrúa en nú snýr meiri - hlutinn upp á sannleikann með því að hæðast að bæjarfulltrúa Vinstri grænna fyrir að vilja ekki kjósa sjálfa sig í bæjarráð. Já, hún er skrítin tík þessi pólitík og ekki alltaf geðfeld. Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstri grænna Skrítin tík þessi pólitík Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Ríkisstjórn Íslands er búin á 10 dögum að koma aðalmáli til stuðnings og greiðslu af banka - hruninu í framkvæmd, eða þannig? Hver var sú fram - kvæmd? Jú, meðal annars að rýra greiðsl ur frá Trygg - inga stofnun ríkisins til aldraðra. Ríks - stjórnin þurfti ekki neitt samkomulag þar um, nei bara ákveðið sí svona með 10 daga fyrirvara. Meira er í farvatninu til að ganga í skrokk á eldri borg - urum. En hvað með þá er stóðu fyrir og áttu allan þátt í banka - hruninu? Í Bandaríkjunum er nýbúið að dæma aðal snill - inginn í Enron í yfir 100 ára fanga vist. En hér á landi ganga snill - ingarnir um torg og götur bís - perrtir eins og ekkert hafi skeð. Hvernig væri að yfirvöld færu nú að gera eitthvað í þeirra svindli og t.d. frysta eignir þess ara snillinga er komu bankahruninu á koppinn. Síðustu daga hafa komið upp nöfn helstu fjármála snill ing - anna er lánuðu sjálfum sér ekki eina eða tvær milljónir, nei hundr uð milljóna og bera svo ekki ábyrgð á neinu. Ég álit að sumir þingmenn væru búnir að láta af störfum í alvöru vest - rænum lýð ræðisríkjum, vegna tengsla við svo - nefnda fjár mála snill - inga eins og hér á landi eru sannarlega. Allar rannsóknir á þessu bankahruni ganga ótrúlega hægt, hvað skyldi vera búið að koma miklum fjármunum í undan - skot? Svo eru fjölskyldu - tengsl, vina tengsl og alls konar tengsl ekki til að flýta fyrir. Aftur og aftur kemur í ljós að allar eftirlitsstofnanir svo sem Seðla bankinn, Fjármála eftir - litið og ríkisstjórnir hafa brugð - ist stórlega sínu eftirlits hlut - verki. Svo eru þingmenn vorir í sand kassaleik í Icesave málinu, geta ekki tekið á þessum mál - um af skynsemi heldur leika endalausan loddaraleik, sumir hverjir í það minnsta. Ég get ekki séð annað en að við verðum að samþykkja ábyrgð á þessum Icesave samn - ing annað er bara ekki í stöðunni að mínu mati. Höfundur er fyrrv. loftskeytmaður. Eldri borgarar aðalfórnarlambið? Jón Kr. Óskarsson VIÐHALDSVINNA Get bætt við mig verkefnum, bæði úti- og innivinnu. Tilboð eða tímavinna. Upplýsingar gefur Jónas K. Eggertsson sími 895 9570 Enn einu sinni lögðu Hauka - stelpurnar FH-inga. Nú á Kaplakrika. Eftir að Haukar höfðu skorað, sótti FH nær stanslaust að marki Hauka en höfðu ekki árangur sem erfiði. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Kannski má kenna um léleg - um merkingum og ónógri fræðslu sem veldur því að árekstrar á hringtorgum eru algengir. Mjög gjarnan virða menn ekki rétt þeirra sem eru á innri akrein og ónóg notkun stefnuljósa hjálpa ekki til. FH- torgið er svo heldur ekki vel hannað torg. Kunnáttuleysi í hringtorgum Árekstrar á FH-torgi allt of algengir Minni bíllin er þarna í rétti. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n FH var nálægt því að jafna en ekki vildi boltinn inn enda vörn Haukanna þétt. Haukar lögðu FH 1-0 Þrátt fyrir látlausar sóknir tókst FH ekki að jafna

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.