Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 9. júlí 2009 LAUS STÖRF HJÁ HAFNARFJARÐARBÆ Hjá Hafnarfjarðarbæ eru laus störf sem gætu hentað þér. Upplýsingar um störfin má finna á heimasíðu bæjarins www.hafnarfjordur.is undir Laus störf Silfurreynir – Sorbus inter - media á Merkurgötu 7 er tré júnímánaðar en það er Fjarðar - pósturinn og Hafnarfjarðarbær sem útnefna í sumar tré hvers mánaðar að fengnum tillögum frá bæjarbúum. Tréð var fengið hjá Ingvari Gunnarssyni, fyrsta formanni Skóg ræktarfélags Hafnar fjarð - ar, árið 1931. Þetta er glæsilegt tré sem stendur bakvið húsið að Merkurgötu 7. Silfurreynir er algengur í eldri hverfum bæjar - ins og mörg tré falleg. Erfitt var að velja úr en þessi silfurreynir er sérlega fallegur, fagurskap - aður, tignarlegur og endur - varpar lífi og fegurð á nær um - hverfi sitt. Silfurreynir er harðgerður, hávaxinn með umfangsmikla krónu. Hann hefur náð allt að 12 m hæð hér á landi og fer best ef hann stendur stakur, enda þarf mikið rými. Silfurreynir er talinn þola loft mengun í borg - um betur en flest ar aðrar trjá - tegundir og get ur orðið 200 ára gamall. Hann blómstr ar bein - hvítum hvítum blóm í júní og fær rauðappel sínugul ber að hausti. Rauðir og gulir haust - litir. Helstu veikleikar trésins eru haustkal á ungum plöntum og trjámaðkur. Hægt er að tilnefna tré júlímánaðar með tölvupósti á berglindg@hafnarfjordur.is eða með símtali í 585 5500. Silfurreynir tré júnímánaðar Bæjarbúar geta tilnefnt tré Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins og Guðfinna Guð - mundsdóttir bæjarfulltrúi ásamt eigendum trésins, Ragnari Árnasyni og Ingu Dóru Jónsdóttur við silfurreyninn. Ásvallalaug, Ásvöllum 2, Hafnarfirði • www.asmegin.net Hef hafið störf hjá Ásmegin, sjúkraþjálfun Tímabókun í síma 555 66 44 Haraldur Björn Sigurðsson Fyrir skömmu héldu undan - farar frá Björgunar sveit inni Súlum Akureyri og Björg unar - sveit Hafnarfjarðar æfingu við Gullfoss. Æfingin fólst í því að brúa Hvítárgil við Gullfoss og koma mönnum yfir gilið. Einnig var markmiðið að koma mönnum á eyjuna sem er í neðra þrepi foss ins. Æfingin gekk að óskum og fóru sex félagar yfir fossinn og fjórir niður á eyjuna. Verkefnið sem tók 9 tíma leystu níu undanfarar frá Hafnarfirði og sjö frá Akureyri og leystu það vel af hendi. Aðstæður voru frábærar en mikið flugnager sem gerði mönnum lífið leitt. Æfing sem þessi gerir björg - unarsveitarmönnum kleift að takast á við erfið verkefni þar sem krafist er áræðni, þekk - ingar og mikillar reynslu. Á köðlum yfir Gullfoss Áræðnir björgunarsveitarmenn yfir Gullfossi. L jó s m .: F in n b o g i J ó n a s s o n L jó s m .: F in n b o g i J ó n a s s o n Línan er grönn og leiðin löng og óárennileg. Í þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, stendur fjöl - skyldum til boða að koma og ná sér í Perlur Hafnarfjarðar, skemmtilegan spurningaleik sem leiðir fjölskylduna um áhugaverða staði í Hafnarfirði. Einnig er þar að finna fjöl - breyttar hugmyndir að útiveru ásamt kynningu á söfnum Hafnarfjarðar – en þar er ávallt frítt inn! Lausnum á að skila inn fyrir 30. september og allir sem skila inn fá viðurkenningarskjal og nafnbótina Vinur Hafnar fjarðar. Fjölskylduleikur í boði FH-ingar ætla seint að fá heimaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu. Í gær drógust þeir gegn Keflavík og verður leikið í Keflavík 30. júlí kl. 19.15. FH tekur á móti Fylki í kvöld og á móti Aktobe frá Kasasktan á miðvikudaginn og þar á eftir gegn Keflavík í úrvalsdeildinni á Kaplakrika. FH fer til Keflavíkur Evrópuleikur á miðvikudaginn gegn Aktobe 1. – Sívertsens-hús (Vesturgata 6) er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem nefndur hefur verið „faðir Hafnarfjarð- ar“. Bjarni er líka nefndur „riddari“, hvað hét konung- urinn sem sló hann til riddara? 2. – Gufuketillinn úr Coot við Gamla vínhúsiðTogarinn Coot frá Aberdeen var keyptur til Hafn- arfjarðar árið 1905 og var fyrsti togarinn sem gerður var út af Íslendingum. Í Byggðasafni Hafnarfjarðar (Vesturgötu 8) er líkan að þessu fræga skipi. Hvert var skráninganúmer skipsins? 3. – Beggubúð – verslunin var áður á Strandgötu 5 Svona litu margar búðir út í gamla daga en þetta hús er varðveitt til minja enda allar innréttingar upprunalegar. Sambyggða sjónvarpið og plötuspilarinn í glugganum er frá um 1955-65. Hvað tegund er þetta? 4. – Árabátur ByggðasafnsinsTil eru margar gerðir árabáta. Árabáturinn sem er á hinu sólríka plani fyrir aftan Byggðasafnið er svokall- að tveggja manna far með Faxaflóa-lagi. Hvernig er báturinn á litinn? 5. – Bungalowið (Vesturgata 32)Byggt sem íbúðarhús Bookless bræðra sem voru umsvifamiklir í útgerð og fiskverkun í Hafnarfirði á árunum 1910-1922. Úr hverju er sólinn á skónum (nefndir reitarskór) sem notaðir voru á saltfiskreit- unum í gamla daga? 6. – Útilistaverk við HafnarborgAð losna úr fjötrum er það frelsi? Úr fjötrum er úti- listaverk við Hafnarborg. Finndu nafn listamannsins við verkið. 7. – Útilistaverk á VíðistaðatúniÍ Hafnarfirði eru mörg útilistaverk og á Víðistað atúni er alþjóðlegur höggmyndagarður. Hverjir eru það sem breytast í steina þegar á þá skín sól? Á Víðistaðatúni eru tvö tröll höggvin í stein. Á veg- inum upp að Víðistaðakirkju finnur þú þau. Lista- maðurinn er frá Húsafelli og þaðan koma steinarnir. Náttúran og listin eru hér tvinnuð saman. 8. – Víðistaðakirkja. Kirkjan var vígð árið 1988. Allt frá vígslu Víðistaða- kirkju 1988 hafa hinar miklu freskumyndir sem prýða veggi hennar vakið mikla athygli, eftir hvaða lista- mann eru þær? 9. – Bókasafnið - TónlistardeildVeistu eftir hvaða hafnfirska tónskáld lögin við Hafið bláa hafið og Fyrr var oft í koti kátt eru? 10. – HamarskotslækurJóhannes Reykdal trésmiður virkjaði Lækinn til raf- magnsframleiðslu í 16 hús og reisti þar síðan fyrstu rafstöðina á Íslandi til almenningsnota árið 1904. Hvað hét fyrsti rafvirki landsins? Þú finnur svarið á minjaskilti við Austurgötuna 11. – Siggubær Bærinn (1902) við Kirkjuveg 10 er kenndur við Sigríði Erlendsdóttur sem tíu ára gömul fluttist í húsið ásamt foreldrum sínum og bjó þar til ársins 1978. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af verkamanns- og sjómannsheimili í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. ald- ar. Hvað eru margir gluggar á bænum? 12. – Hellisgerði Á virkum dögum í sumar er staðsettur Bonsai-garð- ur í Hellisgerði. Frá hvaða landi kemur sú tegund garðyrkju? Lausnum má skila í Þjónustuver Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 eða Byggðasafn Hafnarfjarðar, Vestur götu 8. Skila þarf inn lausnum fyrir 30. sept. Allir sem skila inn fá viðurkenningarskjal og nafn- bótina Vinur Hafnarfjarðar. Nafn Heimilisfang Netfang Sími v A H rí h að Nú Þa á g leik Allt Það bryg neða arbry að v ánæg Fjallið Það g arfjarð allir á og í ba á fjallið Skógræ Tilvalið ar Hafn Hvaleyr Spurningaleikur Spurningaleikur fjölskyld unnar og hugmyndir fyrir sumar ið! Perlur Hafnarfjarðar W W W .V IS IT H A F N A R F J O R D U R .I S - - á ví ar ns ið m ór og

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.