Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 09.07.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 9. júlí 2009 www.nagrannavarsla.is Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Sumarsund fyrir hressa krakka, og foreldra Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug Sundfélag Hafnarfjarðrar • www.sh.is • Ásvöllum 2 • sími 555 6830 Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 5-14 ára og standa yfir í tvær vikur eða 10 skipti. Einnig verða námskeið fyrir 3-4 ára með foreldrum. Aðalkennari er Örn Arnarson. Næstu námskeið: 13. júlí - 24. júlí Allar upplýsingar um námskeiðin og innritun má finna á heimasíðu SH www.sh.is Nú eru síðustu tækifæri til að skrá. Allt er að verða fullt! styrkir barna- og unglingastarf SH ÍR sigraði í heildar stiga - keppni Meistarmóts Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Kópavogsvelli um helg - ina. Hlaut liðið 40.207 stig og þar með titilinn Íslands meistari félagsliða í frjál síþróttum. FH varð í 2. sæti með 38.163 stig, en þessi lið höfðu talsverða yfirburði. Næsta lið, Breiðablik var með 17.610 stig. FH hlaut langflest stig í karlaflokki, 30.239. ÍR í 2. sæti með 17.606 stig og í 3. sæti var Breiðablik með 7.546 stig. Í kvennaflokki hlaut ÍR flest stig eða 22.601. Í öðru sæti var Ármann með 12.282 stig og í þriðja sæti varð Breiðablik með 10.064 stig. FH endaði í 6. sæti með 7.924 stig. Á síðasta ári sigraði FH heildarkeppnina og hlaut þá 46.772 stig en ÍR 27.483 í öðru sæti. Besti árangur mótsins Þeir Bergur Ingi Pétursson og Óðinn Björn Þorsteinsson báðir úr FH náðu besta árangri mótsins hjá körlum og voru jafnir með 1.018 stig. Bergur þeytti sleggjunni 69,78 m og Óðinn varpaði kúlunni 18,30 m. Jóhanna Ingadóttir úr ÍR vann besta árangur mótsins í kvennaflokki í langstökki með 6,17 m. Sá árangur gefur 1.024 stig, skv. stigatöflu IAAF. FH Íslandsmeistari félagsliða karla ÍR náði titlinum af FH í samanlögðu á Meistaramóti Íslands í frjálsum Karlalið FH sigraði með miklum yfirburðum. Aðeins sóttu þrír prestar um stöðu sóknarprests Hafnar - fjarðarkirkju, núverandi prestur við kirkjuna, sr. Þórhallur Heim isson, sr. Þórhildur Ólafs, fv. prestur við Hafnar fjarðar - kirkju og eiginkona sr. Gunn - þór sem nú hefur látið af störf - um og sr. Sigurður Arnar son, sem verið hefur sendiráðs prest - ur í Bretlandi. Tíu manna val - nefnd úr prestakallinu ásamt prófasti Kjalarnessprófastdæmi völdu sr. Þórhall Heimisson en Sigurður Arnarson hafði dregið um sókn sína til baka. Lagði nefnd in tillögu sína fyrir biskup sem skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. júlí sl. Ljóst er því að auglýsa þarf nú stöðu prests við kirkjuna, arftaka Þórhalls og þá er búist við mun fleiri umsóknum. Hefð hefur myndast fyrir því að sækja ekki gegn sitjandi presti eða presti sem færir sig til innan eigin kirkju og skýrir það hversu fáir sóttu um. Engin slík hefð hindrar umsóknir um stöðu prests sem nú hefur losnað. Sr. Þórhallur ráðinn sóknarprestur Hans staða við Hafnarfjarðarkirkju auglýst Sr. Þórhallur Heimisson Bergur Ingi kastar sleggju. Óðinn Björn kastar kúlu. L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n L j ó s m . : M a g n ú s H a r a l d s s o n Gert við Sundhöllina Unnið er að löngu tíma bær - um lagfæringum utanhúss á Sundhöll Hafnarfjarðar, Laug - inni eins og hún var alltaf köll - uð. Mun hún vonandi skarta sínu fegursta í lok sumars enda nýtur sundhöllin enn vinsælda. Hún er með góðu sólbaðssvæði og mjög stórum heitum pottum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.