Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 16. júlí 2009 Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Demparar Hinn árlegi skógar- og úti - vistardagur fjölskyldunnar verð ur á laugardaginn og hefst hann með helgistund í Bæna - lundi í Höfðaskógi við Kaldár - selsveg kl. 14. Hálftíma síðar verður skógarganga undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar og leyndardómar skógarins skoðaðir. Opið hús verður í skátaskálanum Skátalundi við Hvaleyrarvatn milli 14 og 16, kaffi og vaffla fæst þar fyrir 100 kr. Grill við Hvaleyrarvatnið verð ur heitt kl. 14.30 - 16.30 og fólk getur komið með á grillið og Þórður Marteinsson lætur harmónikkuna hljóma. Skógar happdrætti verður hjá Skóg ræktarfélagi Hafnarfjarðar til kl. 16 og þar verður heitt á könnunni. Í Höfðaskógi er rósagarður með yfir 100 rósayrkjum og trjásafn með yfir 200 tegundum trjáa og runna. Á Sörlastöðum verður teymt undir börnum milli kl. 15 og 16 í boði Íshesta og Sörla. Skógar- og útivistar - dagur fjölskyldunnar Líflegt við Hvaleyrarvatn á laugardaginn Aukakrónur fyrir Hafnfirðinga – og alla aðra 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki n n .is AUKAKRÓNUR A-kortin Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig Aukakrónurnar gilda að sjálfsögðu líka í Hafnarfirði. Þú notar A-kortið þitt, safnar Aukakrónum og notar þær hjá næsta samstarfsaðila – hvort sem er í Hafnarfirði eða annars staðar. Einfaldara getur það ekki verið. Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is * Endurgreiðsla í Aukakrónum. Sjá nánar á www.aukakronur.is. **Þrefaldar Aukakrónur í júlí og ágúst Augastaður 10,00% Bæjarbakarí 15,00% Blómalist 10,00% Café Aroma 5,00% Domino´s 5,00% Fjölsport 3,00% Golfbúðin 7,00% Hjólasprettur 3,00% Löður 5,00% Lyf og heilsa 5,00% ÓB 1,00% Pústþjónustan BJB 5,00% Pylsubarinn 5,00% Subway 5,00% Samstarfsaðilar Aukakróna Hafnarfirði * * * * * * * * * * * * * */** Kennt á 26 feta seglskútur. Hvert námskeið er 22 tímar og kennt er virka daga frá kl. 17.00 og á laugardögum frá kl. 10.00. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu félagsins www.sailing.is eða hjá Siglingaklúbbnum Þyt í síma 555 3422 Lærðu að sigla Siglingaklúbburinn Þytur heldur siglinganámskeið fyrir fullorðna Vélsmiðjan Málmey í Hafn - ar firði hefur hannað og fram - leitt vélar sem hafa valdið byltingu í vinnslu og markaðs - setningu á skreið sem fyrir þróun véla Málmeyjar var yfir - leitt unnin úr hráefni sem flokk - aðist ekki undir ferskasta fisk - inn sem barst á land. Nýjar vinnsluvélar hafa breytt þessu og verðmætasköpunin er miklu meiri enda hráefni af bestu gerð nýtt í ákveðna tegund skreiðar. Sex nýjar íslenskar fisk - vinnsluvélar frá Málmey voru kynntar í fiskverkuninni Haus - taki yst á Reykjanesi sl. föstudag og boðið upp á níge - rískar fiskisúpur úr besta hrá - efni. Hafinn er útflutningur á vélum frá Málmey, m.a. til Noregs, Færeyja, Finnlands og Bretlands og tilboð eru í vinnslu fyrir Kanada. Gylfi Guðlaugsson eigandi og framkvæmdastjóri Málm - eyjar er frumkvöðull á þessum vettvangi en 7 manns vinna í Málmey. Vélar Málmeyjar hafa breytt vinnslu og fært hana á hærra gæðastig, minnkað rúmmál skreiðar um allt að 20% þannig að flutningskostnaður hefur lækkað. Með nýjustu vélinni sem sker ferskan þorsk, löngu og keilu í kótilettur fyrir þurrkun í ofnum getur 40 feta gámur rúmað 20 tonn af skreið að verðmæti 30 milljóna króna en til fróðleiks má geta þess að 20 tonn af lambakótelettum kosta um 24 milljónir kr. miðað við ósag - aðan hrygg. Tækin sem sýnd voru eru skreiðarpressa, flokkunarlína, hausabrjótur, fiskskurðarvél, hakkavél og stakkar sem er nýjasta vinnslutæki Málmeyjar en tækið léttir mikið vinnu við að stakka grindur fyrir þurrk - klefa. Málmey er með vatns - skurðartæki sem sker þykka málma, gler, plast og fleira í mynstur eftir teikningum. Bylting með vélum frá Málmey Skreið gerð verðmeiri en lambakótelettur!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.