Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 8
Umfangsmikið íþróttastarf er rekið í Hafnarfirði og hefur bæjarfélagið verið í fararbroddi þeirra sem styðja vel fjár hags - lega við íþróttaiðkun en áætlað er að um 1,3 milljarðar kr. fari úr sjóðum bæjarins til æsku - lýðs- og íþrótta mála á þessu ári og þar af fari til íþróttamála um 900 millj. kr. Aukning til íþrótta mála er um 14% á milli ára. Alls er úthlutað 71 þúsund tímum í íþróttamannvirkjum bæjarins á starfsárinu 2009- 2010 en samningar við íþrótta - félögin í bænum vegna rekstrar, húsaleigu og íþróttastarfs yngri iðkenda hljóðar upp á 566 millj. kr. árlega. Skv. ársreikningum íþrótta - félag anna fyrir 2007 og skýrslu ÍBH 2008 eru félagsmenn í íþróttafélögunum um 14.500 og iðkendur eru 9.670 í 33 starfseiningum 17 íþróttafélaga í 26 íþrótta greinum. Tekjur félaganna 2007 voru 898,8 millj. kr. og útgjöldin voru 898,5 millj. kr. en þar vega stærst knattspyrnudeild FH með 160 millj. kr. veltu og Golfklúbburinn Keilir með 135 millj. kr. veltu. Eignir félaganna er metnar á 1.520 millj. kr. en skuldir eru 554 millj. kr. og vega skuldir vegna fasteigna 195 millj. kr. en vegna annars 359 millj. kr. Skulda félögin 105 millj. kr. til Hafnarfjarðar - bæjar vegna fasteigna. Stærstu félögin, FH, Haukar og GK eru með 95% skuldanna. Fjárfestingar Hafnarfjarðar - bæjar 2008 vegna íþróttamála voru um 2 milljarðar kr. en fjárfestingar þessa árs eru ekki meðtaldar í yfirilitinu. Á síðasta ári eignuðst Hafn - firðingar 565 Íslands meist ara. Þetta kemur fram í yfirliti frá íþróttafulltrúa. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. júlí 2009 Allir á sumarnámskeið! Kaffi og gómsætar kökur Súpa og brauð o,m.fl. Strandgötu 29 • 555 3401 Opið alla daga Garðúðun Meindýraeyðir Sigurður Ingi Sveinbjörnsson 897 5206 www.meindyraeydir.is Með öll tilskylin leyfi VÖNDUÐ VINNA 7% hækkun Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum8. júlí sl. að gjald - skrár, sem heyra undir fjöl - skyldu ráð, hækki um 7% að jafn aði. Gjaldskrár vegna sum - ar námskeiða eru þó undan - skildar. 50% hækkun Rafmagn boðið út Vatn sem selt er skv. mæli hækkar um 50% skv. ákörðunar framkvæmdaráðs. Hækkar það 1. ágúst nk. úr 12 kr. tonnið í 18 kr. tonnið. Þá var Framkvæmdasviði heimilað að bjóða út tryggingar, rafmagn, öryggisþjónustur, eldsneyti, salt og holræsa - hreins un. Áður hafði verið ákveðið að bjóða út sorphirðu í bænum vinnur Fram kvæmda - svið nú að útboðinu. Útgjöld vegna íþrótta mála hækka um 14% á milli ára Áfram öflugt íþróttastarf í Hafnarfirðiog mikið munar um nýja sundlaug Frá pólóæfingu hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar - yfirlit v/ íþróttamála: 2008 2009 Rekstrar- og þjónustugjöld samkvæmt samningum við íþróttafélög 189.830 208.300 Ásvellir, Kaplakriki, Hvaleyri, Sörlastaðir, Þytur, ÍBH, DÍH, Kvartm.kl. AÍH ofl. Húsaleigukostnaður vegna Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 250.914 261.900 30 þúsund tímar á 23 starfsstöðum Niðurgreiðslur og annar stuðningur - vegna íþróttastarfs 224.372 173.000 Bláfjöll, Afreksmannasjóður, Alcan samningur, tryggingar ofl. Reksturskostnaður Íþróttamannvirkja í Hafnarfirði 742.298 987.500 Meðtalin innri húsaleiga Le Dré eða sá síðasti er nafnið á bát sem skipa smíða - stöðin Trefjar afhenti frönskum eigendum sínum á þriðjudaginn í Hafnarfjarðarhöfn. Töluvert hefur verið að gera í nýsmíði hjá Trefjum að sögn Þrastar Auð unssonar framkvæmda - stjóra sem segir afhendinguna á Le Dré vera tímamót því þrátt fyrir nafnið sé þetta fyrsti báturinn sem seldur er á franskan markað. Fjölmargir bátar hafa verið seldir til Bret - lands og væntir Þröstur þess að þessi sala geti opnað fyrir aukna sölu til Frakklands. Le Dré er af gerðinni Cleó - patra Fisherman 33, 10 metra bátur sem sérútbúinn er fyrir netaveiðar skv. frönskum venj - um. Þröstur segir smíði á svona bát skapa mikla atvinnu og fjölmörk hafnfirsk fyrirtæki vinni ýmis sérhæfð verk og mik ið af tækjabúnaði sé keypt - ur hér í bæ. Stutt er síðan fyrirtækið afhenti Cleópötru 31 á Rif og svipaðan bát til Hornafjarðar en slíkum bát var siglt á milli hafna á Íslandi og í Færeyjun nýlega þar sem báturinn var kynntur. Trefjar selur bát til Frakklands Sennilega fyrsta nýsmíðin sem seld er þangað Þröstur Auðunsson við Le Dré í Hafnarfjarðarhöfn. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n GN-eignir tekur við Nýsiseignum Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að stofna hluta - félag, GN-eignir til að taka yfir eignir Nýsis sem bærinn hafði á leigu skv. einka fram kvæmd - ar samningum. Reyndar kemur ekki fram á fundargerð að tillagan hafi verið samþykkt en gera má ráð fyrir því þar sem undir næsta lið var samþykkt að fela stjórn GN-eigna (Gamla Nýsis eigna) að ganga frá samningum og fjármögnun í samræmi við umræður á fundinum. Það vekur eftirtekt að hvergi í fundargerðinni kemur fram hvernig atkvæði hafa verið greidd. Í stjórn hins nýja hlutafélags sitja Lúðvík Geirsson for - maður, Haraldur Þór Ólason, Guðrún Ágústa Guð munds - dóttir, Gerður Guðjónsdóttir og Sigurður Haraldsson. Tilheyrir sögunni Skipasmíðastöðin Dröfn er eitt þeirra fyrirtækja sem heyrir sögunni til og húsnæði hennar mun eflaust víkja á næstu árum. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.