Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. júlí 2009 SUÐURBÆJARLAUG OPNUÐ AFTUR Fimmtudaginn 16. júlí verður Suðurbæjar - laug opnuð aftur en laugin hefur verið lokuð um tíma vegna viðgerða. Um leið og Suðurbæjarlaug hefur verið opnuð hefur Sundhöllinni við Herjólfsgötu verið lokað, vegna viðhalds, fram til 21. ágúst. Nánari upplýsingar um opnunartíma sundlauga bæjarins er að finna á www.hafnarfjordur.is Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar laugardaginn 18. júlí Bænalundur Höfðaskógi (skógræktin) Kl. 14 Setning: Formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Helgistund: Séra Gunnþór Ingason. Tónlist: Sandra Jónsdóttir fiðluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari. Kl. 14.30 Skógarganga að lokinni helgistund Skátalundur - skátaskálinn Kl. 14-16 Kaffi og vöfflur fyrir aðeins kr. 100,- í boði Gildisskáta Hvaleyrarvatn Kl. 14.30-16.30 Heitt í kolunum. Komið sjálf með á grillið. Gróðrarstöðin Þöll / Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Kl. 14.30-16 Skógarhappdrætti fyrir yngstu kynslóðina. Dregið úr réttum lausnum kl. 16.30. Heitt á könnunni Sörlastaðir Kl. 15-16 Börnin á hestbak, teymt undir börnum í boði Íshesta og Sörla Nánari upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar í síma 555 6455 Hvaleyrarvatn og nágrenni Gallerí Útlit er alhliða snyrti - mið stöð í Bæjarhrauni 6, Hafn - ar firði en opnunarhátíð var hjá fyrirtækinu 13. júní sl. Í Gallerí Útliti eru þrjú fyrirtæki, hár - greiðslustofa, snyrtistofa og heildsala sem selur Calgel nagla vörurnar og MakeupTime 4u förðunar vörurnar. Að sögn Þuríðar Stefáns dóttur, fram - kvæmda stjóra er boðið upp á alla snyrtingu, hársnyrtingu og förðun við öll tækifæri ásamt ýmisskonar námskeiðum í förð un og gervinöglum. Hjá Gallerí Útliti starfar fag - fólk með margra ára reynslu; Arna Eyjólfsdóttir hársnyrtir, Guðrún Bjarnadóttir, snyrti- og naglameistari, Helga Lind Þór - eyjardóttir snyrtifræðingur og Þuríður Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarmeistari. Frekar upplýsingar um Gallerí Útlit er að finna á www.galleriutlit.is Ný þjónusta í Hafnarfirði Gallerí Útlit opnaði að Bæjarhrauni 6 í júní F.v. Arna Eyjólfsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Helga Lind Þór - eyjardóttir og Þuríður Stefáns dóttir. Frá opnuninni; Olla, Gréta, Þorgerður og Böddi. Skoskir siglingamenn á skútunni Alba Voyager gistu í Hafnarfjarðarhöfn um síðustu helgi. Alba Voyager er ein af þremur skútum sem Ocean Youth Trust Scotland gerir út og eru ætlaðar í leiðangra til að þroska unga skota á aldrinum 12-24 ára bæði félagslega og verklega með því að byggja upp kunnáttu í einhverju sem venjuleg borgarbörn eru alls óvön og efla þannig með þeim sjálfstraust og færni til að vinna og búa í hóp. OYT hefur átt í góðu samstarfi við Siglinga - klúbbinn Þyt í Hafnarfirði síðan árið 2004 og er þetta í þriðja skiptið sem skúta frá þeim hefur viðdvöl hér. Tólf ung - menni ásamt sex manna áhöfn sigldu skútunni frá Skotlandi til Íslands með viðkomu í Vest - mannaeyjum og Flatey á Breiða firði áður en haldið var til hafnar í Hafnarfirði. Þessi hópur fór heim með flugi á laugardag og annar tólf manna hópur kom til landsins og siglir bátnum frá Hafnarfirði til Skot - lands, með viðkomu í Fær - eyjum. Á skútunni eru tveir fastráðnir menn, skipstjóri og stýri maður, aðrir í áhöfn eru sjálfboðliðar með margvíslegan bakgrunn. Meðal áhafnar með - lima í þetta sinn var jarð - fræðingur sem öllu jöfnu starfar við olíuleit víða um heim og málfræðingur sem kennir við háskóla í Glasgow. Þess má geta að árið 2004 slóst Þyts - maðurinn Nils Daníelsson í för með skotunum frá Glasgow til Íslands og sagði skipstjórinn, Dan Russell, að það væri alltaf opinn möguleiki að íslensk ungmenni fengju að slást í för en komast má í samband við samtökin í gegnum heimasíðu þeirra, oytscotland.org.uk. Alba Voyager er 72 feta skúta af Challenge gerð, byggður árið 2000 fyrir Global Challenge keppnina. OYT á tvo þeirra báta sem tóku þátt í keppninni. Þetta eru stöðugar skútur og vandaðar, enda byggðar til að sigla rangsælis í kringum jörðina í keppni. S.l. laugardag buðu Skotarnir félögum úr Þyt til skemmti - siglingar um Faxaflóann. Nátt - úran skartaði sínu fegursta og hrefnurnar í flóanum „léku við hvurn sinn fingur“. Skosk ungmenni efld á skútu Á siglingu utan við Straumsvík. L j ó s m . : H a l l u r H e l g a s o n Miklar landfyllingar - engin mold Margir hafa undrast miklar landfyllingar ofan við Hamra - nes sem sjá má á myndinni. Engin endurvinnsla fer fram og íbúar þurf að aka upp í Álfsnes til að sækja sér gróðurmold í kerru. Þessi fylling þurfi ekki í umhverfismat! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.