Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 6
Þrátt fyrir afleitt tíðarfar í vesturbæ Reykjavíkur miðað við Hafnarfjörð, hamlar það ekki íbúum að njóta lífsins og standa sam - an. Heimaleikir KR eru viðburðir í Vestur - bænum og betur sóttir en FH leikirnir á Kapla krika. Auka þarf aðsókn hér á Krik - anum og er fólki bent á að um þessar mund - ir er hrein unun að sjá FH liðið á góðum degi. Ég efast um að í annan tíma hafi félagslið á Íslandi spilað betur. Liðsmenn hafa sagt mér að það efli þeim þrótt og áræði að leika fyrir framan fulla stúku hvetjandi áhorfenda. Miðaldra menn sem oft hafa verið á sólar - strönd kannast við hvað afl þeirra eykst í strandarblaki ef satín klæddar konur tipla með línunni. Því skal haldið til haga að hundruð Hafnfirðinga mæta á alla leiki, halda uppi stemningu og eru bæjarfélaginu til sóma. Fyrst ber að nefna Mafí una með óborganlega hnyttni, en mis - jafnar söngraddir. Þarna eru Biggi Björns, Beggi Jóns og samtíma mennirnir Hjörtur Gunnarsson og Jón Kr. Óskarsson, en hann varð spak ur eftir að Jóhanna sló skjald - borg um heim ilin í landinu. Gamlir Baca lou félagar eru frekar fátíðir núorð ið, en auðvitað mæt ir Benni Stein gríms og líka Tóti í Flísa búð - inni, þá þeir stall - bræð ur Piero og Eyjólfur Reyn - is son, ann ar makráður mið að við hvað hinn er ákafur. Þarna eru oft ast Gulli Sveins og Sæli og ýmsir sjóaðir FH-ingar í slagtogi með þeim og ekki má gleyma Kjartani frænda Palla Páls og ýmissa annarra Hafn - firðinga sem komu undir í Hrauninu og sáu fyrst dagsins ljós á Sólvangi fyrir meira en hálfri öld. Tómlegt væri stund - um í stúkunni ef ekki væru tengda dætur Hönnu Kjeld. Stjórn málafólk sést þó varla, helst Ellý Erlings en hún á rætur í Hrísey. Gunnar Svavarsson mætir þó alltaf eins og hann hefur gert í áranna rás. Hann fór til alþingis með fleiri atkvæði fyrir Samfylkinguna í farteskinu en nokkur annar, en hitti þar fyrir Kvennalista og gamla Þjóðvaka og átti víst ekki uppá pallborðið, enda enginn ein - eystingur. Strákarnir í Botnleðju halda uppi fjöri fyrir leiki með eigin músík. Með þeim er stund - um Viðar Steingrímsson en hann er dóttursonur Jóns heitins Pálmasonar sem flutti háttvísi til Hafnarfjaðar norðan úr Möðru - vallasókn fyrir miðja síðustu öld. Ekki má gleyma Gunnari Hjalta lín sem skrifar uppá bæj - ar reikninga né heldur Jóa Long sem hleypur allra karla hrað ast afturábak með mynda vél í skotstöðu eða Sófusi Bert helsen sem er þó blendinn í trúnni eins og reyndar Hjaltalín líka. Þá eru upptaldir þeir með ættar nafn nema náttúrulega Pét ur Step - hensen sem vakir yfir umgjörð leikja og gæðir þá góðu lífi. Svo koma tveir FH pró fess orar hjólandi á flesta leiki vestan úr Vesturbænum. Þó Óli vallarstjóri hjá Keili komi oft sést Lúðvík bæjarstjóri aldrei nema tilkvaddur, ekki held ur Halli Óla og því síður Jón Páll hugsjónamaður hjá Vinstri Grænum. Svo er eins og jörðin hafi gleypt þingmennina okkar sem svermuðu hér í Hafnarfirði fyrir kosningar. Allt það fólk og fleiri til, punta samfélagið með nærveru sinni og ættu að mæta á mannamót þar sem Hafnarfirði er stillt í fremstu röð eins og leikmenn og þjálf arar FH liðsins gera öðrum fremur um þessar mundir. Kári Valvesson Innanbúðarmál Kári Valvesson 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. júlí 2009 Eldsneytisverð 15. júlí 2009 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 183,3 176,2 Atlantsolía, Suðurhö. 183,2 176,1 Orkan, Óseyrarbraut 183,1 176,0 ÓB, Fjarðarkaup 184,2 178,1 ÓB, Melabraut 184,3 178,2 ÓB, Suðurhellu 184,3 178,2 Skeljungur, Rvk.vegi 184,8 177,6 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð um olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Þrjú ungmenni, tvö í háskólanámi, vantar 3ja herbergja íbúð frá 1. ágúst eða 1. september, skilvísum greiðslum heitið og góðri umgengni. Upplýsingar í síma 661 2987 og 555 0638. Björt tveggja herb. íbúð m/ sér inngangi til leigu, miðsvæðis í Hafnarfirði. Uppl. gefur Helga í s. 698 0867. Til leigu 4ra herbergja íbúð við Breiðvang, laus strax. Uppl. í síma 862 5363. Glæsilegt einbýlishús 180 m² á sjávarlóð til leigu. Hátt til lofts og vítt til veggja. 8 stórir þakgluggar gefa skemmtilega birtu. Stór stofa og opið eldhús við stofuna. Glæsi - legar innréttingar, massíf parket og náttúrusteinn. 4 svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Langtímaleiga. Einungis reyklaust og reglusamt fólk. Sími 699 4613 / 699 1967 Heimilis- og flutningsþrif. Get bætt við mig heimilis- og flutningsþrifum. Er vön og mjög vandvirk. Get fengið meðmæli ef óskað er. Uppl. gefur Anna í s. 899 2534 / 436 1677. Vel með farinn Volkswagen Passat (gulur) 4wd árgerð 1998 ekinn einungis 100.000 km. Ný skráður, ný framdekk, nýleg tímareim. Rispaður á tveimur hurðum. Mjög góður og traustur bíll. Tilboðsverð: 390.000 kr. Sími 699 4613. 2ja mánaða gamalt barnahjól (hvítt) fyrir 9-12 ára selst á 20.000 kr (upprunalegt verð 38.000kr). Ábyrgðarskírteini fylgir. Sími 699 4613. Hún Fjóla Páls flaug að heiman úr Þrastarásnum þann 30/6. Henn ar er sárt saknað. Sími. 691 1387. Fundist hafa 4 lyklar á hring sem er á rauðu coka cola hálsbandi í fjörunni við Herjólfsgötu. Eigandi getur haft samband í síma 866 9904. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s 5 0 0 k r . Tapað-fundið og fæst gefins: F R Í T T A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . R e k s t r a r a ð i l a r : Fáið tilboð í rammaauglýsingar! Húsnæði óskast Tapað - fundið Þjónusta Til sölu Húsnæði í boði Bílar Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann JónassonSverrir Einarsson Jón G. Bjarnason Úrslit: Fótbolti Karlar: FH - Aktobe: (miðv.dag) Haukar - Þór: 1-2 Selfoss - Haukar: 2-2 FH - Fylkir: 3-2 Næstu leikir 17. júlí kl. 20, Kaplakriki FH - Völsungur (1. deild kvenna) 17. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - Leiknir R. (1. deild karla) 18. júlí kl. 16, Kaplakriki FH - Keflavík (úrvalsdeild karla) 19. júlí kl. 14, Ásvellir Haukar - Völsungur (1. deild kvenna) 22. júlí kl. 16, Aktobe Aktobe - FH (meistaradeild UEFA) 24. júlí kl. 20, Akranes ÍA - Haukar (1. deild kvenna) 24. júlí kl. 20, Eskifjörður Fjarðarbyggð - Haukar (1. deild karla) 26. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Breiðablik (úrvalsdeild karla) 28. júlí kl. 20, Akranes ÍA - FH (1. deild kvenna) 28. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - Afturelding (1. deild karla) 30. júlí kl. 19.15, Keflavík Keflavík - FH (bikarkeppni karla) 6. ágúst kl. 19.15, Stjörnuv. Stjarnan - FH (úrvalsdeild karla) 8. ágúst kl. 14, Ásvellir Haukar - Víkingur, Ó (1. deild karla) 8. ágúst kl. 16.30, Ásvellir Haukar - ÍBV (1. deild kvenna) 9. ágúst kl. 19.15, Kaplakriki FH - KR (úrvalsdeild karla) 11. ágúst kl. 19, Vestm.eyjar ÍBV - FH (1. deild kvenna) Mætum á heimaleiki Íþróttir Næsta blað kemur út 13. ágúst! Tekið er á móti auglýsingapöntunum og fyrirspurnum í auglysingar@fjardarposturinn.is og efni í ritstjorn@fjardarposturinn.is Heimsleikar þroskaheftra voru haldnir í Tékklandi 5.- 14. júlí sl. Afreksfólk úr röðum þroskaheftra keppti þar í frjáls - um íþróttum, hjólreiðum, körfu bolta, knattspyrnu, sundi, borð tennis, tennis og júdó. Keppt var í einum flokki karla og einum flokki kvenna.Tveir sundmenn frá Íslandi kepptu á mótinu, Jón Margeir Sverrisson (17) frá Ösp í Reykjavík og Hafnfirðingurinn Ragnar Ingi Magnússon (17), íþrótta - félaginu Firði, Hafnarfirði. Sund mennirnir stóðu sig mjög vel og bættu sig í öllum þeim greinum sem þeir kepptu í. Árangur Ragnars Inga: 100 m baksund: 18. sæti á tímanum 1.20,48 en átti 1.23,68. 400 m skriðsund: 11. sæti á 5.07,46 en átti 5.19,52. 100 m skriðsund: 17. sæti á tímanum 1.06,01 en átti 1.07,13. 50 m baksund: 15. sæti á 35,56 en átti 37,58. 50 m skriðsund: 17. sæti á 28,98 en átti 29,67. 50 m flugsund: 20. sæti á 35,14 en átti 39,12. 200 m skriðsund: 16. sæti á 2.24,69 en átti 2.28.71 Stóðu sig vel á heimsleikum Bættu sig í öllum greinum í Tékklandi Jón Margeir úr Ösp og Ragnar Ingi úr Firði við heimkomuna. Gamli hafnargarðurinn má muna fífil sinn fegri en gerir eflaust enn töluvert gagn þó ekki sé hann hættulaus yfirferðar. L jó s m .: G u ð n i G ís la s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.