Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 16.07.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. júlí 2009 Bæjarráð hafði vit fyrir útdauðri miðbæjar - nefndinni og hafnaði því að tyrfa Thorsplanið. Hugmyndin var að leggja grastorfur á nýja Thorsplanið þar sem skilyrt var, þegar það var gert, að það skyldi leggja opnum steinum sem gras gæti vaxið upp á milli. Þetta varð til þess að prúðbúnar konur forðuðust planið og jafnvel þeir sem voru slæmir til gangs. Grasið eitt sér bætir ekki mannlífið í miðbænum. Alveg eins hefði mátt rökstyðja það að betra væri að leggja planið sléttum steinflísum, þar sem mætti raða stólum og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Á meðan enginn pólitískur kjarkur eða vilji er til að stýra betur uppbyggingu í miðbænum eykst varla lífið í bænum. Á meðan stjórnmálaflokkarnir hafa höfuðstöðvar sínar í verslunar - rýmum í stað þess að fá verslun eða þjónustu í þau eykst varla lífið í miðbænum. Það þarf kjark til að stýra bæjarfélagi til árangurs og þann kjark vantar. Í vor verður kosið og allt er á huldu hvað verður í boði fyrir bæjarbúa. Hverjir eru tilbúnir að vinna faglega að uppbyggingu bæjarins? Það virðist ljóst að vinur minn Haraldur Ólason ætlar sér ekki að vera í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum og þar er eftir að finna arftaka sem sátt er um. Gunnar félagi Svavars - son virðist stefna út úr pólitík og sumir hafa jafnvel orðað hann við forstjóra Landsvirkjunar en sú staða er að losna. Er þá mikið loft úr Samfylkingunni ef hann fer. Kannski það komi fram nýtt framboð sem bylti mynstrinu í hafnfirskri pólitík. Það virðist þó ekki vera áhugavert að hella sér í pólitík þegar ástandið er eins og það er. En menn geta þó sagt við sig að leiðin er brátt aðeins upp á við. Við þurfum stjórnun á bænum sem ekki þarf marga fundi til að ná niður einu skilti um stöðutíma bifreiða og ná samt ekki að leysa upprunalegt vandamálið þrátt fyrir allt. Geti menn ekki leyst einföldustu vandamál, hvernig á þá að taka á þeim stóru. Ný bæjarstjórn þarf að hafa kjark til að stilla stjórnkerfið betur. Þora að marka stefnu og dreifa valdi. Þora að setja reglur og fara eftir þeim. Þeir sem telja sig hafa erindi í bæjarstjórn og hafa áhuga á málefnum bæjarins í heild geta notað tímann nú í sumar að horfa í kringum sig, skoða bæinn, mannlífið og sjá hvað gott er og hvað megi gera betur. Fjarðarpósturinn fer nú í þriggja vikna sumarfrí og ég óska lesendum ánægjulegs og farsæls sumars. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 19. júlí Sumarguðsþjónusta kl. 10.30 Prestur: Sr. Þórhallur Heimisson Ræðuefni: „Þjónandi kirkja“ Organisti: Guðmundur Sigurðsson Fimmtudagur 23. júlí Samtímakórverk og heimstónlist kl. 20 Northern Spirit kammerkór Í boði Hafnarfjarðarkirkju heldur Kammerkórinn Northern Spirit ásamt stjórnanda sínum Gordon Hamilton tónleika í Hafnarfjarðarkirkju n.k. fimmtudag 23. júlí kl. 20. Gestakór á tónleikunum verður Flensborgarkórinn undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Aðgangur er ókeypis. Northern Spirit er 24 manna hópur kórsöngvara á aldrinum 16-26 ára sem hafa helgað sig flutningi samtímakórverka og heimstónlistar. Á efnisskránni er að finna ferskt og fjölbreytt úrval samtímakórtónlistar þar á meðal verk eftir söngstjórann, hinn ástralska Gordon Hamilton ásamt veraldlegum og trúarlegum verkum ýmissa samtímahöfunda. Upp á síðkastið hefur kórinn lagt mikla áherslu á heimstónlist, einkum þýsk þjóðlög. Í mörgum verkanna kveður vægast satt við við afar óvenjulegan tón! ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 Sumarhátíð ÍTH Sumarhátíð íþrótta- og tómstunda - nefndar verður haldin á Víðistaðatúni í dag og hefst kl. 13. Þátttakendur koma frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar, skóla görðum, íþrótta- og leikja nám - skeiðum, róló og annarri starfsemi sem Hafnarfjarðarbær rekur yfir sumartímann. Boðið verður upp á rjúkandi pylsur, skemmtiatriði, leiki og fleira. Allir bæjarbúar eru velkomnir. Ljósmyndasýningin Krísa Í dag kl. 17 verður opnuð ljós - mynda sýningin Krísa í Gúttó við Suðurgötu. Krísa er ljósmynda verk - efni um eina af sýnilegustu afleið - ingum banka hrunsins á Íslandi 2008. Víða standa auð og hálfkláruð hús sem ekki seljast. Í mörgum sveitarfélögum Íslands standa heilu hverfin hálftóm. Þetta gerði Íris Stefánsdóttir að lokaverkefni sínu í fréttaljósmyndun fyrir ljósmyndaskólann Istituto Euro - peo di Design, í Mílanó á Ítalíu, en þaðan útskrifaðist hún með hæstu einkunn í júlí 2009. Krísa er fyrsta einkasýning Írisar en hún hefur áður tekið þátt í sýningum á Ítalíu. Íris valdi að einbeita sér að sveitarfélögunum Hafnarfirði og Garðabæ. Þar, líkt og í öðrum sveitarfélögum, hefur bjartsýni verið mikil og hafa þau að geyma hverfi með hálfkláruðum húsum og ófrágengnum götum. Opinn dagur hjá Competo í Gamla Bókasafninu Föstudaginn 17. júlí kl. 12-16 verður opinn dagur hjá Competo – Jafningja fræðslunni í Hafnarfirði. Allir sem hafa áhuga á starfsemi Com - peto eru velkomnir að koma og kynna sér starfið. Foreldrar barna í Vinnuskólanum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Safnarar í Hafnarborg Sýningin Safn(arar) er haldin í tilefni þessa að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sverris Magnússonar sem lagði grunninn að Hafnarborg. Sýningin er mjög fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýning stendur til 3. ágúst. Kári tenór syngur í Víðistaðakirkju Kári Friðriksson tenór heldur um þessar mundir einsöngs tón - leika vítt um landið. Hann syng ur í Víðistaðakirkju á mánu daginn kl. 20 og rennur þriðj ungur aðgangseyris til mæðra styrks nefndar Hafnar - fjarðar. Kári mun syngja vin - sælar aríur úr óperum Doni - zetti, Puccini, Verdi, íslensk og þýsk ein söngs lög, sígild meist - ar averk píanó tónskáldanna Chop in, Schu manns, Mendels - sohn og Debussy. Píanóleikari á tón leikunum er Nína Margrét Gríms dóttir. Nágrannar Arnar Skúlasonar flugvirkja komust ekki hjá því að sjá að hann varð fertugur fyrir skömmu því vinir hans, sem greinilega kalla sig „Tigers“ höfðu látið mála þetta graffitiverk á bílskúrinn hans. Listrænn hrekkur á afmæli L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.