Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2009, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.10.2009, Blaðsíða 1
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að fela sviðsstjóra og skrifstofustjóra skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar að taka upp viðræður við stjórnendur ISAL um stöðu deiliskipulags fyrir stækkun álversins í Straumvík og önnur þau atriði sem lúta að útfærslu þess. Þetta er gert með vísan til óska bæjarbúa um atkvæðagreiðslu og hefur Hafn - arfjarðarbær þar með staðfest að undirskriftirnar sem skilað var fyrir alllöngu séu nógu margar. Málið er í undarlegri stöðu því RioTinto Alcan lét gera deili - skipu lags tillögu í janúar 2007 sem bæjarstjórn vísaði til af - greiðslu bæjarbúa með kosn - ingum. Tel ur Alcan sig aldrei hafa fengið svar frá Hafnar fjarð - arbæ og því sé boltinn þar. Reglur bæjarins eru skýrar, óski tiltekinn fjöldi eftir kosn - ingum skal verða við því. Hins vegar eru engar reglur um hversu fljótt eftir að ósk berst skuli kjósa, aðeins að kjósa skuli eigi síðar en 2 mánuðum eftir að bæjarstjórn tekur ákvörðun um kosn ingar. Í raun var aldrei kosið um stækkun álversins, að - eins hvort sam þykkja ætti deili - skipulagið til lögformlegs ferlis. Ólafur Teitur Guðnason, upp - lýsingafulltrúi RioTinto Alcan segir að það verði örugg lega skoð að hvort möguleiki sé á stækkun og þá hvenær - sé vilji fyrir því hjá Hafnar fjarðarbæ og að þeir séu viðbúnir til við - ræðna. Menn séu hins vegar treg ir til að fara á ný út í kostn - að arfreka undir búnings vinnu á meðan óvíst hvort heim ilt verði að stækka. Bæjarstjóri segir hins vegar boltann hjá RioTinto Alcan og nú þurfi að yfirfara deili skipulagstillöguna því ýmislegt hafi breyst frá 2007. Óvíst er því hversu undirbún - ingur kosninganna taki langan tíma sé þá grundvöllur fyrir þeim. ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www. f ja rda rpos tu r inn . i s 40. tbl. 27. árg. 2009 Fimmtudagur 29. október Upplag 10.200 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi TÖLVUVIÐGERÐIR STUTTUR BIÐTÍMI Helluhrauni við Bónus Opið til 18 alla virka daga www.midnet.is s: 564 0690 NEGLUR Í ANDORRU Októbertilboð Verð kr. 4.000 - 5.500 mjög góð ending, 4-8 vikur ekkert loft Kosið á ný um stækkun? Hafnarfjarðarbær staðfestir undirskriftalista ÁSVALLALAUG www.asmegin.net • 555 6644 Ungbarnasund Vatnsleikfimi - á meðgöngu - við stoðkerfisvanda Hópatímar - við stoðkerfisvanda - eftir barnsburð - vegna offitu L jó sm .: G u ð n i G ís la so n BARNAMYNDATÖKUR JÓLAMYNDATÖKUR Sigga ljósmyndari Strandgötu 29 Laugardagskaffi að Norðurbakka 1 Allt sjálfstæðisfólk velkomið KL. 10-12 • BARNAHORN Sjá nánar á: http://hafnarfjordur.xd.is Hafnfirðingar geta hugsanlega enn á ný kosið um stækkun álversins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.