Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.10.2009, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 29.10.2009, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 29. október 2009 Það mátti heyra á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag hversu bæjarfulltrúar eru háðir þrýstihópum. Guðrún Ágústa (VG) sagði það hreint út að í málefnum íþróttafélaga yrði maður að passa sig hvar stigið væri niður. Það var varla broslegt að heyra bæjarfulltrúa samþykkja 300 þús. kr. niðurskurð á ferða - þjónustu fatlaðra á sama tíma og 2,7 milljónir kr. voru settar í flýti framkvæmdir á bílaplani fyrir kvartmíluklúbb og 27 milljónir kr. í áhorfendastúku til að fullnægja reglum KSÍ. Varla er hægt að kenna því um að 8 af bæjarfulltrúunum 11 voru konur að þessu sinni, eða hvað? Aðeins einn þorði að standa gegn þessu, Haraldur Þór Ólason (D og fyrrv. form. körfuknattleiksdeildar Hauka). Flokksfélagi hans, Rósa Guðbjarts dóttir (fv. form. knattspyrnudeildar Hauka) taldi að jafnræði í stuðningi við íþróttafélögin væri mikilvægari en niðurskurður nú þegar alls staðar er skorið niður. Guðrún Ágústa (VG, vel tengd Haukum og uppalin í FH) taldi það 27 millj. kr. virði að fá Haukana til að spila í Hafnarfirði. Aðrir bæjarfulltrúar þögðu þunnu hljóði. „Ditto“ voru svo rökin fyrir bílaplani kvartmílu - klúbbsins. Stúkubyggingin hlýtur svo að verða boðin út enda sam - þykkt að framkvæmdirnar færu eftir samþykktum fram kvæmda ráðs en fram kom að þær yrðu í umsjón Hauka en undir eftirliti framkvæmdasviðs bæjarins. Íþróttafélögin leggja út fyrir framkvæmdunum en Hafnarfjarðarbær greiðir með jöfnum greiðslum á næstu 3 árum sín 90% á móti 10% íþróttafélaganna. Svona er pólitíkin í dag eins og hún alltaf hefur verið og kreppan virðist engu breyta þar um. Fatlaðir verða bara að vera meira heima og börnin skemur í skóla svo jafnræði raskist ekki á milli íþrótta - félaganna. Sjóndeildarhringurinn er ekki stærri en þetta. Guðni Gíslason. Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudagur 1. nóvember Allra heilagra og allra sálna messa kl. 11 Minnst látinna. Sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur leiðir stundina. Barbörukór Hafnarfjarðar syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheimilinu á sama tíma Víðistaðakirkja sunnudagurinn 1. nóvember Messa kl. 11 Látinna minnst. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur. Prestar: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og sr. Árni Svanur Daníelsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna, fer fram í loftsal kirkjunnar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is LOFTNETS OG SÍMAÞJÓNUSTA Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Sendibílaþjónusta í 25 ár! Benni Ben. • 893 2190 Upplestur í bókasafninu Á föstudaginn kl. 18 verður upplestur í Bókasafni Hafnarfjarðar. Elín Guðmundsdóttir les úr unglinga - bók inni Aftur til Pompei eftir sænska rithöfundinn Kim M. Kimselius. Höf - undur verður á staðnum og spjallar við gesti. Síðasta sýningarhelgi Sýningunni Lífróður - Föðurland vort hálft er hafið lýkur á sunnudag í Hafnarborg. Á sýningunni eru verk eftir tæplega þrjátíu íslenska listamenn sem endurspegla hafið á ýmsan hátt. Verkin á sýningunni birta mynd af hafinu sem náttúrufyrirbæri en túlka einnig mikilvægi þess fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og afkomu Íslendinga. Þannig eru á sýningunni verk sem fást við tengsl okkar við náttúruna og hugleiðingar lista - mannanna um félagsleg og pólitísk viðfangsefni sem tengjast hafinu. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir kvik - myndasafn Íslands myndina Berlin Ecke - Schönhauser í leikstjórn Ger - hards Klein. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin 8½ í leikstjórn Federico Fellini. Federico Fellini (1920 – 1993) er einn þekktasti kvikmyndahöfundur Evrópu á sjötta og sjöunda áratugn - um. Myndin segir frá kvikmynda - gerðarmanninum Guido sem reynir að hvílast en hefur engan frið fyrir fyrrverandi starfsfólki sínu. Saga um mann og ímyndunarafl hans og konurnar sem eru snilldarlegur hluti af því. Ársfundur Hraunavina Laugardaginn 31. október kl. 14 í Haukshúsi, Álftanesi. (Við golf - völlinn). Ljósmyndasýning Þórarinn Örn Egilsson hefur opnað ljósmyndasýningu á veitinga staðn - um Tilverunni. Sýningin er opin virka daga 9.30-12 og 18-22.30, lengur um helgar. Powertalk fundur Deildarfundur ITC Írisar verður haldin mánudaginn 2. nóv. kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Á dagskrá fundarins er ræðukeppni milli félaga í deildinni. Gestir eru ávallt velkomnir á fundi án allra kvaða. Árangur með Herbalife Aukin orka - Betri líðan Gerður Hannesdóttir gsm 865-4052 ghmg@internet.is Pantaðu frían prufupakka! Tölvuþjónusta Rthor Fartölvuviðgerðir og almennar tölvuviðgerðir. Kem í heimahús Ódýr og góð þjónusta Sími: 849 2502 SAUMAKONA í Hafnarfirði - földun - rennilásar - gardínur - hvers kyns saumaskapur GOTT VERÐ Reykjavíkurvegi 22 á bak við Sjónarhól Opið kl. 17 til 21 miðvikudagar lokað Sími 867 2273 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNARFJARÐAR SÍMI 565 9775 - ALLAN SÓLARHRINGINN - UTH.IS Frímann Andrésson útfararstjóri hÁLFDÁN hÁLFDÁNARSON útfararstjóri Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Rjúkandi kaffi og meðlæti. Fjörugar og lýðræðislegar umræður um fjölbreytt málefni. Allir velkomnir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.