Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. febrúar 2011 LANDSBANKINN | 410 4000 | landsbankinn.is Frístundabíllinn á lægra verði Landsbankinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að styrkja viðskiptavini sem kaupa áskrift að Frístundabílnum um 2.500 kr. Frístundabíllinn er akstursþjónusta í Hafnarfirði, ætluð börnum og unglingum á aldrinum 6-20 ára. Landsbankinn endurgreiðir viðskiptavinum 2.500 kr. fyrir fyrsta barn, 2.000 kr. fyrir annað barn og 1.500 kr. fyrir þriðja barn. Komdu við í útibúinu í Fjarðargötu eða Bæjarhrauni og sæktu um endurgreiðslu. Afrit af ferðakorti þarf að fylgja umsókn. Tilboðið gildir út febrúar 2011. Nú á tímum niðurskurðar og hagræðingar er rétt að horfa á hlut­ ina í víðu samhengi. Til að ræða framtíð Hafnarfjarðar þarf að ræða fortíð hans. Fyrir hvað viljum við standa, hvert stefnum við og hvaða sérstöðu höfum við hér í Hafnar­ firði? Boðaður niðurskurð ur, enda­ laus hagræðing og skert þjónusta verður daglegt brauð sem okkur er gert að venj ast, eða hvað? Eirík­ ur Jónsson for maður Kenn ara sam bands Ís ­ lands spyr í Vísi á dög­ un um hvort sveit ar ­ stjórn armenn séu gengn­ ir af göflunum? Þar skrif ar hann um tilvilj­ unar kenndar sam ein ing­ ar á skólum og að flest sveitafélög kvarti undan fjár hags­ legri byrgði af rekstri skóla! Ég tek heilshugar undir spurningu Eiríks og efast um að fagleg sjón ar mið, langtíma áherslur og ígrund aðar ákvörðunartökur hafi verið teknar hjá Hafnarfjarðarbæ og stjórnsýslu hans. Áður en bæjarfélagið sker meira niður í fræðslu­ og skólamálum sem bitnar á börnum okkar og ungl ingum væri rétt að við bæjar­ búar yrðum upplýstir enn frekar um fortíðina og ákvörðunartöku liðins tíma. Hver var stefna bæjar­ ins í uppbyggingu, velferðamálum og uppeldismálum? Svarið ætti ekki að vera lóðafjölgun og stækk­ un bæjarins í allar áttir. Var e.t.v. bara verið að ræða hvaða skóli fengi nýtt íþróttahús og fyrir­ lestrasal, sund laug og mötuneyti? Hvað með okkar ástkæru íþrótta félög? Var einungis verið að rífast um hver fengi stærstu stúk­ una, stærsta húsið og flestu bíla­ stæðin? Hver var málefnalega um ­ ræðan og stefna stjórnsýslunnar í heild sinni í þessum málum. Magn er nefni lega ekki það sama og gæði. Hvað gerðist hérna, hvernig voru ákvarðanir teknar, var það gert fag­ lega eða útfrá exelskjali með rauðum og grænum tölum? Var talað faglega um þá iðkun og það starf sem hvert hús ætti að hýsa? Við þurfum að skoða verklags reglur vegna fram­ kvæmda, lán töku og vilyrða. Við þurfum að geta axlað ábyrgð, horft t.d. á íþrótta félögin okkar, fram­ kvæmdir þar, rekstur og fram­ tíðarmöguleika. Það er ekki nýtt „góðæri“ handan við hornið, en það er ekkert sem réttlætir það að við getum skorið endalaust niður á kostn að barna okkar. Íbúar Hafnar­ fjarðar verða að fá að sjá hvað er gert til að koma í veg fyrir óábyrgar ákvarð anir, hagsmunagæslu og ógagnsæi. Hægri eða vinstri, upp eða niður, það er nú sem við þurfum alvarlega á því að halda að hlutirnir séu gerðir af fagmennsku, af ábyrgð og af langtíma sjónar­ miðum, ekki með pólitíkst plott eða pot að leiðarljósi. Það er staðreynd að skólastjórar og starfsfólk skólanna í Hafnarfirði hafi byggt upp gott starf á löngum tíma sem taki ekki langan tíma að rífa niður. Mikið hefur verið rætt um sam­ einingu sveitafélaganna sem einn af aðal hagræðingarkostum höfð­ ur borgarsvæðins. Það má vel færa rök fyrir því að það sé rétt, en sjálf er ég á því að áður en við höldum lengra með þá umræðu þurfi að skilgreina betur þau gæði og gildi sem við höfum. Það er sérstakt að búa hérna. Við getum verið sam­ mála um hversu gott er að hafa hraun ið, álfana, höfnina og frábær útivistarsvæði allt í kringum okkur. Hér er vel hægt að sækja alla þá þjónustu sem bæjarfélag þarf á að halda til að vera sjálfbært. En erum við að nýta alla þá möguleika sem bærinn hefur? Er verið að skipu­ leggja framtíðina í dag? Við þurf­ um að koma miklu sterkari frá þessu tímabili en við vorum þegar „góðærið“ grasseraði. Það getur vel verið að við höfum haft fjár­ magnið, hugsjónina höfðum við ekki og því stöndum við þar sem við erum í dag. Til að geta haldið áfram þarf að nást sátt. Það þarf að horfast í augu við gerða hluti og tryggja að þeir gerist ekki aftur með sömu for­ merkjum. Við viljum fá að sjá upp gjör við fortíðana, finna fyrir ábyrgð hjá stjórnsýslunni og von um breytt vinnubrögð. Hér er ekki verið að tala um sökudólga, blóra­ böggla eða hengja bakara fyrir smið. Við þurfum að horfast í augu við fortíðina til að sjá framtíðina. Höfundur er arkitekt. Farvegur til framtíðar? Borghildur Sölvey Sturludóttir. Hafnarfjarðarbær greiddi 33,1 millj. kr. fyrir iðkun barna í tómstundastarfi síðustu 4 mánuði ársins en hafði greitt 43,2 millj. kr. fyrir fyrstu 5 mánuði ársins. Langmest er vegna íþróttaiðkunar þó skil­ greining á íþróttaiðkun og ann­ arri iðkun sé óljós í gögnum Hafn ar fjarðarbæjar og meira farið eftir félagsaðild að Íþrótta­ bandalagi Hafnarfjarðar. Heildarkostnaður var því 76,3 millj. kr. en skv. útkomuspá sem gerð var í tengslum við fjár hagsáætlunargerð Hafnar­ fjarð ar var gert ráð fyrir 67,5 millj. kr. Skv. yfirliti frá íþróttafulltrúa var á vorönn greitt með iðkun 2145 einstaklinga sem sóttu um vegna einnar greinar, 803 fengu greitt vegna 2ja greina, 106 fengu greitt vegna 3ja greina, 10 fengu greitt vegna 4 greina og 2 fengu greitt vegna 5 greina. Ekki voru til sam bæri­ leg ar tölur fyrir haust önn ina. Skv. þessum tölum nýttu 53% nið ur greiðslur af þeim börn um sem rétt eiga á þeim. Stærsti hópurinn sem nýtt hefur niðurgreiðslurnar er á aldrinum 7­12 ára en mesti kostnaðurinn er vegna iðkunar 13­16 ára eða tæpur helmingur niðurgreiðslanna. 4274 sinnum greitt með iðkun barna á haustönn 53% barna nýta niðurgreiðslur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.