Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. febrúar 2011 Trönuhrauni 3, 220 Hafnarfirði, sími 897 9736 Endurvinnslan hf. hefur opnað nýja móttökustöð á einnota drykkjarumbúðum að Trönuhrauni 3, Hafnarfirði SPARIÐ TÍMA og komið með drykkjarumbúðir HEILAR (ekki krumpaðar) og nýja talningavélinn okkar sér um að telja og flokka umbúðirnar. Opið alla virka daga kl. 11-18. VERIÐ VELKOMIN! Starfsmenn St. Jósefsspítala mótmæla þeim blekkingarleik sem vel ferðar ráðherra hefur sett upp með sk. sameiningu Land spítala og St. Jósefsspítala. Okkur virðist þetta hrein yfirtöka. Fulltrúar Land spítala hafa frá fyrsta degi „sam einingarviðræðna“ hafn að öll um tillögum um starf semi í Hafn arfirði nema hugs an lega almennri lyfjadeild. Þessi af staða kemur á óvart í ljósi fjöl miðla um­ ræðu um mik ið pláss leysi á Land­ spítala og að sjúklingar þurfi að liggja á göng um spítal ans. Ekki er vilji til að nýta skurð­ stofur, speglunarstofur eða hús­ næði tengt þeirri starf semi. Skurð­ deild St. Jósefsspítala leggst því af á næstu vikum og meltinga sjúk­ dóma deild á næstu mánuðum. Lækna stofur að Suðurgötu 44 verða lagðar niður, en þar hafa sér­ fræðingar þjónað Hafnfirðingum í u.þ.b. 25 ár. Það er því ljóst að ekki verður þörf á að reka stoðdeildir eins og rönt gen deild og rann­ sóknastofu og því af ar hæpið að grundvöllur verði fyr ir rekstri lyfja deildar með óskil greint hlut­ verk nema stuttan tíma. Tæplega 80 stöðugildi munu flytjast frá Hafnarfirði eða verða lögð niður auk þess sem sjálfstætt starfandi læknar flytja stofur sínar ann að. 115 starfsmenn þurfa að sækja vinnu til Reykjavíkur eða verða atvinnulausir. Skjól stæð ing­ um verður vísað til Reykjavíkur m.a. á þegar yfirfulla bráðamóttöku Land spítala. Starfsmenn furða sig á sinnu­ leysi meirihluta bæj ar stjórnar. Lítil um ræða virðist hafa verið um mál­ efni spítalans s.l. haust samkvæmt fundargerðum á vef Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnar fjarðar var kynntur gríðar leg ur, fyrirhugaður niðurskurður á fjárlögum 2011 til St. Jósefsspítala í október 2010, fundargerðir þar að lútandi má lesa á hafnarfjordur.is. Ein ályktun virðist hafa verið sam þykkt í fjöl­ skylduráði og sam hljóða ályktun í bæjarstjórn í októ ber 2010, að öðru leyti virðast mál efni spítalans ekki hafa verið rædd í bæjarstjórn fyrr en nú í janúar 2011 þegar á að fara að loka honum. Þetta verður að teljast ótrúlegt áhugaleysi á svo stórum og sérhæfðum vinnustað, hvað þá þjónustunni sem nú mun hverfa úr bænum. Ættu þó að vera hæg heima tökin að beita sér í málefnum St. Jósefsspítala þar sem bæjar stjórinn og vel ferðar ráð­ herra eru samflokksmenn. Þing­ menn kjör dæmisins hafa ekki sýnt málinu meiri áhuga ef frá er talin fyrir spurn Þorgerðar Katrínar á þingi, ekki virðist hún þó hafa fylgt því máli neitt eftir. Hvernig má það vera að 115 manna vinnustaður sem þjónar mörg þúsund skjólstæðingum njóti ekki meiri pólitísks stuðn­ ings? Eru menn búnir að gleyma 14.000 undirskriftum sem söfnuð­ ust til stuðnings St. Jósefsspítala árið 2009 þegar síðasta atlaga var gerð að spítalanum undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þá ­ Sameining spítala Blekking í skjóli kreppu! verandi heilbrigðisráðherra? Eða skipta þær bara engu máli? Lokun St. Jósefsspítala kemur illa við þús undir skjólstæðinga, ekki bara Hafnfirðinga því við höf um þjón­ að öllu landinu. Við höf um m.a. þró að sérhæfða þjón ustu sem byggt hefur á frábærri samvinnu allra deilda. Grindar botnsteymið er t.d. það eina sinnar teg undar og gott dæmi um sam starf sem sprett­ ur af þörf, og mögu leikum lítilla ein inga sem starfa þétt saman til að þróa eitthvað nýtt. Öll önnur bæjarfélög, með full­ tingi sinna þingmanna stóðu vörð um sínar heilbrigðisstofnanir og höfðu betur í baráttunni. Þau þurfa að taka á sig skerðingu upp á allt að 12% á fjárlögum 2011, en það hefð um við líka getað sætt okkur við. Með getuleysi og/eða vilja­ Framhald á bls. 10 Erum með mjög góð tilboð af Tigi vörum Munið að panta fermingargreiðsluna tímanlega sími 565 4424 ÞóreyEyrún Inga EdithDúna Sirrý Rúna Fj ar ða rp ós tu rin n 11 02 – © H ön nu na rh ús ið e hf .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.