Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. febrúar 2011 Þegar ég flutti ásamt fjölskyldu minni á höfuðborgarsvæðið sum­ ar ið 2009 var mesti höfuðverkurinn að finna út hvar á svæðinu við ættum að búa. Ég á tvo stráka á skólaaldri og annar var að byrja í fyrsta bekk en hinn í þriðja. Í samtali við vinkonu mína sem býr í Hafnarfirði hvatti hún mig eindregið að flytja í Hafnarfjörð og sækja um skólavist fyrir drengina í Barnaskóla Hjallastefnunnar sem hún hafði góða reynslu af. Ég vissi lítið um stefnu skólans en leist vel á það sem hún hafði að segja sem varð ástæðan fyrir því að ég valdi Hafnarfjörð fram yfir önnur sveit arfélög á höfuðborgar svæðinu. Strax hluti af hópnum Þegar ný börn koma inn í bekki Barnaskóla Hjallastefnunnar er unnið sérstaklega með að koma þeim inn í hópinn, enda mikil áhersla lögð á vináttu, samstöðu og kærleika. Öll börn og kennarar eru í skólabúningum þannig að það eitt að vera eins klæddur og hinir gefur barni strax þá til finn­ ingu að það sé hluti af hópnum. Á skólasetningum áréttar skóla­ stjórinn alltaf að ef eitthvað komi upp á og foreldrar verði þess áskynja að barninu líði illa í skól­ anum þá verði að láta vita strax svo hægt sé að vinna úr því. For­ senda þess að börnum gangi vel í námi er að þeim líði vel. Kæri vinur, kæra vinkona Hjallastefnunni er ætlað að virða og viðurkenna ólíkar þarfir einstaklinga og valfrelsi þeirra. Eldri drengurinn minn er t.d. ekki mikið gefinn fyrir fótbolta og ærsl, líður betur að lesa í rólegheitunum. Þessar þarfir eru virtar en kenn­ arinn er duglegur að hvetja nem­ endurna til að gera aðra hluti en þeir eru vanir og æfa þannig kjark þeirra. Þrátt fyrir valfrelsi er mikill agi og skýrar reglur í skólanum en starfsfólki er ætlað að þjálfa aga og hegðun á jákvæðan og hlýlegan en um leið ákveðinn og hreinskiptinn hátt. Kennarar ávarpa nem­ endur með því að segja „kæri vinur“ og „kæra vin kona“ hvort sem um er að ræða óæskilega hegðun eða ekki. Nemendur fá náms­ efni sem hæfir getu hvers og eins. Stuðn­ ings kennsla er felld inn í námið og er fyrir börnunum jafn sjálfsagt mál og að drekka vatn. Í öllu starfi sem og á kaffistofu starfs fólks er neikvæðni bönnuð. Starfs fólki ber að tala vel hvert um annað, börn og foreldra. Allt leiðinda tal um kreppu, stjórnmál og annað sem getur komið kenn­ urum í uppnám er bannað til að koma í veg fyrir að kennari komi inn í kennslustund í tilfinningalegu ójafnvægi. Hlekkur í mikilvægri keðju Í Hafnarfirði er fjölbreytt úrval af góðum grunnskólum sem er þýðingarmikill styrkleiki sveitar­ félagsins til að hver einstaklingur geti fundið það sem hentar. Barna­ skóli Hjallastefnunnar er einn hlekk urinn í þeirri mikilvægu keðju og hefur reynst mörgum nem endum vel sem vegna ýmissa aðstæðna hafa átt erfitt uppdráttar annarsstaðar. Ekki eru gerðar miklar kröfur um yfirbyggingu en samt sem áður er skólinn nú húsnæðislaus og starfið í óvissu meðan svo er. Ég hvet bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að vinna að farsælli lausn á þessu máli. Höfundur er blaðamaður og foreldri. Fjölbreyttir grunnskólar styrkleiki sveitarfélagins Ragnhildur AðalsteinsdóttirDeiglan - Fjölbreytt dagskrá í hverri viku Opið mán., mið. og föstudaga kl. 10-14 Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar Gönguhópurinn Röltararnir kl.10 -12 Föstudagar Þjóðmálahópur kl.10 -12 Matarlist kl.12-14 Myndlist kl.10 -12 Handverkshópur kl.12-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarfjordur Spennandi viðburðir á næstunni: Á morgun, föstudaginn 4. febrúar kemur Edda Björgvins í Þjóðmálahóp Deiglunnar kl. 10 Miðvikudaginn 9. febrúar verður Sigrún Erna Geirsdóttir með Skapandi skrif Föstudaginn 11. febrúar kemur Auður frá heilsukokki.com og kynnir og leyfir okkur að smakka heilsufæði Menningarhópur - Bækur, söfn og fl. Kl. 12-14 Spen andi við á næstu ni: Á morgun, föstu daginn 4. feb. kl. 10 flytur Edda Björgvins fyrirlestur „Húmor og gleði í leik og starfi – Dauðans alvara“ Miðvikudaginn 9. f igrún Erna Geirsdóttir e i s rif Föstudagin 1 . febrúar r frá heilsuko ki.com Kynnir og leyfir okkur að smak a heils f i 20% afsláttur í Fjarðarkaupum 3.-10. febrúar Tinktúrur fyrir: ➤➤ breytingaskeiðið ➤➤ blöðruhálskirtil ➤➤ bjúg ➤➤ exem➤og➤sóríasis ➤➤ meltingu ➤➤ kvef➤og➤flensu Lífrænar➤snyrtivörur➤og➤smyrsl engin➤paraben➤eða➤kemísk➤ilmefni www.annarosa.is 20% afslát tur Starf við atvinnuendurhæfingu Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmann til þess að sinna ráðgjöf og eftirfylgd við þátttakendur. Helstu verkefni: Mat og greining á þörfum fólks sem vísað er í atvinnutengda endurhæfingu, gerð endurhæfingaráætlana með þátttakendum, fræðsla, stuðningur og eftirfylgd. Starfsmaðurinn er tengiliður þátttakenda við fagfólk í ýmsum þjónustu kerf um, s.s. á sviði félags-, heilbrigðis- og menntamála og tekur þátt í að þróa þjónustu Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar. Hæfnis- og menntunarkröfur: – Áhugi og þekking á atvinnutengdri endurhæfingu – Heiðarleiki, ábyrgð og frumkvæði – Jákvætt viðmót og samskiptahæfni – Geta til að vinna sjálfstætt – Háskólanám sem nýtist í starfi – Reynsla af fjölfaglegu starfi er æskileg Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2011 Nánari upplýsingar veitir Anna Guðný Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri í síma 697-5867. Umsókn ásamt ferilskrá sendist í pósti til Starfsendurhæfingar Hafnarfjarðar, pósthólf 89, 222 Hafnarfjörður eða rafrænt á annagudny@stendur.is. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar er sjálfseignarstofnun sem sinnir atvinnuendurhæfingu. Heimasíða: www.stendur.is. Það er margt að gerast í Deiglunni þessa önnina. Til að byrja með verður Edda Björg­ vinsdóttir með fyrirlesturinn „Húmor og gleði i leik og starfi ­ dauðans alvara!“ á morgun, föstudag kl. 10. Það verð ur örugg lega virki lega gaman að heyra þennan fyrir­ lestur hjá henni Eddu og vonumst við til að sem flestir láti sjá sig. Nýtt í Deiglunni er svo menn ingarhópur­ inn á miðvikudögum á milli kl. 12 og 14. Hópurinn mun meðal annars fara á söfn og við byrjum auðvitað á að skoða söfnin í Hafnarfirði. Fyrst skoðuðum við Pakkhúsið og 2. febrúar er stefnt að því að fara í Sívertsens­ húsið og Siggubæ. Við verðum einnig með bók mánaðarins og bók febrú ar mán­ að ar er Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon. Miðvikudagana 9. og 23. febrúar verðum við með leiðsögn í skap­ andi skrifum og leiðbeinandi er Sigrún Erna Geirsdóttir. Mjög áhugavert og skemmti­ leg viðbót fyrir þá sem að langar að læra að skrifa sög ur. Og meðal margs skemmti legs fram und an förum við á lista sýningar og í heim­ sóknir til listamanna svo fátt eitt sé talið. Líklegt í Deiglunni Vettvangur fyrir atvinnuleitendur Guðrún Ólafsdóttir Í matarlistaliðnum okkar er um við oftast með þjóðlega rétti en föstudaginn 11. febrúar kemur til okkar hún hún Auður frá heilsukokkur.com og kynnir og leyfir okkur að smakka heilsumat. Til að vega á móti nú tíma hollustunni munum við svo vera með íslenskan og holl­ an þorramat frá fyrri tímum föstu daginn 18. febrúar. Það eru allir ávallt velkomnir í Deigluna sem er vettvangur fyrir atvinnuleitendur í Hafnar­ firði. Höfundur er verkefnisstjóri Deiglunnar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.