Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. febrúar 2011 St. Jósefsspítali hefur verið lagður undir Landspítalann. Engin sameining, aðeins yfir­ taka. Eftir mun standa lyflækningadeild til að taka á móti sjúklingum eftir meðferð í Reykjavík. Öll stuðningsþjónusta mun hverfa og verða sótt til Reykjavíkur. Enginn hefur séð skýrslur sem sýnir nákvæmlega hvar sparnaðurinn verður til. Halda á sama þjónustustigi! Sannleikurinn mun sennilega aldrei koma í ljós enda verður starfsemin sem nú er á St. Jósefsspítala fljótt horfin í hítina á Land­ spítalanum. Þetta minnir óneitanlega á fyrstu tillögur ráðherra sem vöktu upp gríðarlega reiði og fundahöld. Þá var heildarupphæð sparnaðar fyrst ákveðin og síðan leitað leiða hvernig hægt væri að skera niður. Þegar spurt var hvernig ætti að ná þessum sparnaði var fátt um svör. Nú hefur verið gefið upp að sparnaður náist með að nýta skurðstofur á Landspítalanum, lítið annað. Allir vita að það þarf að spara. Tillögurnar verða að vera raunhæfar og sýna svart á hvítu að aðgerðir leiði til sparnaðar. Þjónusta í Hafnarfirði minnkar til frambúðar. Akstur á milli sveitarfélaga eykst. Óhagræðing íbúanna er greinilega ekki metin neins. Á sama tíma eru fjármunir lagðir í hluti sem vel geta beðið þegar illa árar og heilsa fólks er þar ekki sett að veði. Greinilegt er að stjórnmálamenn hafa ekki haldið vel á spilunum fyrir Hafnarfjörð á undanförnum áratugum. Hafnarfjörður hefur verið útundan við uppbyggingu á ýmissi þjónustu á vegum ríkisins á meðan opinberri þjónustu er dreift til hinna ólíklegustu sveitarfélaga. Hafnfirskir stjórnmálamenn þurfa að huga meira að hag Hafnarfjarðar og láta sveitarfélagið ekki verða útundan. Ekki einu sinni söfn virðast þrífast hérna og víkingasafn fékk ekki einu sinni brautargengi hér. Guðrún Ágústa: Hvar er Víkingastræti? Guðni Gíslason Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Loftnets og símaþjónusta Viðgerðir og uppsetningar á loftnetum, diskum, heimabíóum, flatskjám. Síma- og tölvulagnir Loftnetstaekni.is sími 894 2460 F A T A B R E Y T I N G A R & V I Ð G E R Ð I R OPIÐ 12.30-17.00 Lokað miðvikudaga Flókagata 3 • 220 Hafnarfjörður Sími 84 746 84 Síðan 2001 Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 6. febrúar Messa kl. 11:00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 6. febrúar Fjölskyldumessa kl. 11 Brúðuleikhús Helgu Steffensen kemur í heimsókn í sunnudagaskólann og sýnir brúðuleikritið Vináttu. Að sýningu lokinni fara börnin áfram í sunnudagaskólanum en fullorðna fólkið heldur áfram með 40 tilgangsríka daga. Prédikunarefnið er: Sköpuð Guði til ánægju. Helga Þórdís Guðmundsdóttir leiðir tónlistina ásamt kór Ástjarnarkirkju. Fimmtudagur 9. febrúar 40 tilgangsríkir dagar Fullorðinsfræðsla á fimmtudaginn kl. 18-20 og fimm næstu fimmtudaga þar á eftir. www.astjarnarkirkja.is www.facebook.com/ fjardarposturinn Gréta Hergils Valdimars­ dóttir á hádegistónleikum Gréta Hergils Valdimarsdóttir syng- ur á fyrstu hádegistónleikum ársins í Hafnarborg í dag fimmtudag kl. 12. Á dagskránni verð aríur eftir Bellini, Donizetti, Verdi og jafnframt veður dagskráratrið sem væntan- lega kemur gestum á óvart. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 verður endursýnd myndin Sans toit ni loi eftir Agnesi Varda. Á þriðjudag kl. 20 verður sýnd franska myndin Les Plages d’Agnès eftir Agnesi Varda. Ragnar og Snorri sýna Tveir helstu prakkarar íslenskrar myndlistar, þeir Ragnar Kjartanson og Snorri Ásmundsson, sýna í 002 Gallerí, Þúfubarði 17 um helgina. Ragnar hefur málað náttúru- stemmn ingar í anda gömlu meistar- anna, en Snorri mun sýna málverk af ballerínum. Sýningin er opin kl. 14-17 um helgina. Opið hús hjá STVH Opið hús er hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar í kvöld fimmtudag. Joakim‘s vörukynning og heitt á könnunni. Fríkirkjan Sunnudagur 6. febrúar Sunnudagaskólinn kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Foreldramorgnar Samverustundir fyrir foreldra ungra barna í safnaðarheimilinu alla miðvikudagsmorgna kl. 10. Allir velkomnir í Fríkirkjuna! www.frikirkja.is Bókhaldsþjónusta Ódýr og góð þjónusta fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga. Bókhald, VSK, laun, framtöl, ársreikningar, stofnun fyrirtækja. cilian@simnet.is s. 555 7770/863 8110

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.