Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 03.02.2011, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 3. febrúar 2011                                  Fasteignagjöld 5% afsláttur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti á fundi sínum í síðustu viku að veita þeim sem greiða fasteignagjöld sín í síð­ asta lagi 3. mars nk. 5% stað­ greiðsluafslátt en alla jafna eru gjalddagar fasteigna gjald anna tíu. Með þess getur Hafn ar­ fjarðarbær náð sér í lausafé og gjaldendur fengið afslátt sem er verulega yfir bestu inn láns ­ vöxtum í bönkum. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir skortur á lausafé ekki hafa verið hvatann að þessum afslætti. Hann hafi komið til eftir fyrirspurnir og samanburð við önnur sveitar­ félög og einnig í framhaldi af heimild til handa fjármálastjóra að semja um vaxtagreiðslur þeirra sem skulda fasteignagjöld og vilja semja um greiðslur. Hann segist ekkert vita hvað margir nýti sér þessa leið en hún geti verið mjög hagstæð fyrir þá sem geta nýtt sér hana, ekki síst fyrirtæki með stærri eignir. Ekki fáist betri vextir í bankakerfinu og báðir aðilar njóti góðs af. 80 ára 1931-2011 Haukar – félagið mitt! Tónlistarhelgistund laugardaginn 5. febrúar kl. 17 í Víðistaðakirkju Fjölmargir kórar úr Kjalarnessprófastsdæmi sameinast í tónlistarflutningi og flytja afrakstur æfinga á Kóradegi prófastsdæmisins. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur, þjónar og flytur hugleiðingu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Laugardaginn 5. febrúar í Haukahúsinu að Ásvöllum. Húsið verður opnað kl. 12 Veislustjóri: Magnús Ingjaldsson Gamanmál • Leynigestur • Happdrætti • Miðaverð kr. 5.000 Forsala aðgöngumiða í símum 862 4623 og 821 4560. Kúttmaga- og sjávarréttahlaðborð Lionsklúbbs Hafnarfjarðar Sjá líka grein Steinunnar Guðnadóttur um St. Jósefsspítala á www.facebook.com/fjardarposturinn Rúmlega 84 ára sögu St. Jósefs spítala er lokið. Nú er stofnunin rekin undir nafni Landspítala og meginþorri starfsemi spítalans verður lögð niður. Skv. tillögum verkefnis­ stjórnar sem hefur kynnt vel­ ferðar ráðherra tillögur að fram­ vindu og fyrirkomulagi við sameininguna er gert ráð fyrir að legudeild almennra lyflækn­ inga verði áfram í húsnæði St. Jósefsspítala. Ekkert hefur verið ákveðið um aðra nýtinu á húsnæðinu við Suðurgötu. Gríðarleg óánægja er meðal starfsmanna spítalans, íslenska fánanum var flaggað í hálfa stöng 1. febrúar og á vef spítalans er síðasta fréttin með yfirsögninni „Sorgardagur í sögu St. Jósefsspítala“. Enn er óvíst hvað verður um stofur sérfræðinga í gamla Kató, húsnæðinu gegnt spítal­ anum en skv. heimildum blaðsins er ósk þeirra að halda þeim stofum áfram sem þeir hafa haft á leigu í áratugi. Þó er ljóst að aðgerðir sem þar hafa verið framkvæmdar verða fluttar annað. Hjúkrunarheimilið Sólvangur verður sjálfstæð stofnun fyrst um sinn og hefur Árna Sverris­ syni, fráfarandi forstjóra St. Jósefs spítala, verið falið að gegna starfi framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Þegar nýtt hjúkrunarheimili á Völlum verður tekið í notkun verða heimilin að öllum líkind­ um rekin undir einni stjórn. Sorgardagur á St. Jósefsspítala Sólvangur sjálfstæð stofnun fyrst um sinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.