Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. nóvember 2011 Foreldrar þurfa að vita um vímuefnahætturnar sem leynast í umhverfi barna sinna og hafa dug til að taka á málunum áður en það er um seinan. Talsverð jákvæð umræða hefur verið í kringum gras- eða marijúanareykingar. Neysla efn isins er sögð vera allra meina bót á ýmsum vefsíðum og jákvæð umræða og upp- lýsingar koma frá kvik mynd- um. Þannig er þessu ekki farið í raunveruleikanum. • Efnin sem reykt eru á Íslandi eru afar sterk og hafa jafn slæmar afleiðingar og hass. • Menn ánetjast efninu líkt og öðrum eiturlyfjum. • Nýjar rannsóknir sýna að grasreykingar auka líkur á að neytandinn fari að nota harðari efni í kjölfarið. • Þeir sem markaðssetja efnið eru slyngir sölumenn, gefa það jafnvel frítt til að byrja með og benda á hve heilsu­ samleg efnin eru. • Framboð á þessum efnum virðist vera mikið og auðvelt fyrir börn að nálgast þau. • Einn af hverjum þremur nem endum í 10. bekk grunn­ skóla sem er að reykja mari­ jú ana verður kominn í með­ ferð fyrir 20 ára aldur. Því miður hafa okkur borist til eyrna sögur af fikti barna í unglingadeildum grunn skól- anna og einstaklingum sem hafa ánetjast efnunum. Í ein- hverj um tilfellum virðist það vera með vitund og samþykki foreldra, en svo mikill getur sann færingarkrafturinn orðið um þetta „holla“ eiturlyf. Afleið ingar neyslu unglinganna hafa neikvæðar afleiðingar fyrir okkur öll; foreldra, börnin, syst- kini og samfélagið allt. Neysla kannabisefna hægir á eðlilegum en afar mikilvægum þroska sem börn taka út á unglingsárum og hefur bein áhrif á heila- starfsemina. Oft getur verið erfitt að átta sig á einkennum neyslu kanna- bis efna en hægt er að nálgast upplýsingar um þau á heimasíðu lögreglu og Landlæknis. For- eldrar þurfa sérstaklega að íhuga málið ef námsárangur og áhugamál unglinga breytist snögg lega, vinahópur breytist og ef samskipti versna snögg- lega á heimilinu. Gott er að vera í sambandi við foreldra vina barnanna, vita með hverjum barnið er í frítíma þess, ræða við barnið um hætt- urnar sem tengjast vímuefna- neyslu, virða útivistarreglur og síðast en ekki síst vera í góðu sambandi við barnið sitt. Hjá sveitarfélögunum eru starf andi aðilar sem veita ráð- gjöf og stuðning, félagsþjónusta, námsráðgjafar, félags mið stöðv- ar auk lögreglunnar. Við hvetj- um foreldra sem hafa áhyggjur af börnum sínum að leita ráða og stuðnings hjá okkur. Sam- staða foreldra og góð samvinna foreldra, skóla og okkar sem huga að velferð barna eru árang urs ríkar forvarnaleiðir. Geir Bjarnason forvarna­ fulltrúi; Ellert Magnússon, ÍTH; Helgi Gunnarsson, lögreglunni; Haukur Har­ alds son; félagsþjón ustunni Hafnarfj. Er marijúana hollt? Foreldrar á varðbergi Heimasíður með upplýsingum www.logreglan.is/listar.asp?cat_id=253 www.fikno.is/ www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=1837 www.lydheilsustod.is/fraedsla/fraedsluefni/afengi-og-vimuefni/nr/278 Í kvöld, fimmtudag kl. 20 Opinn fyrirlestur um meðvirkni Fyrirlesari er Kjartan Pálmason, starfsmaður hjá Lausninni sem eru samtök er berjast gegn einelti. Mun hann fjalla um meðvirkni út frá öllum hliðum þess máls, en hann hefur mikla reynslu af þessum málaflokk. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Takið endilega með gesti. Fyrirlesturinn er eingöngu fyrir fullorðna. www.hafnarfjardarkirkja.is. Foreldraráð Hafnarfjarðar er samráðsvettvangur og málsvari foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði sem sinnir ýmsum hagsmunamálum barna og for- eldra í grunnskólum bæj arins. Í Foreldraráði sitja að minnsta kosti tveir fulltrúar foreldra úr stjórn foreldrafélaga og skólaráða úr öllum grunnskólum Hafnar- fjarðar. Foreldraráð fund ar á 4 til 6 vikna fresti yfir veturinn, oft- ar ef þurfa þykir. Foreldraráð vinnur að sameiginlegum málefnum grunn skólanna og gefur um sagn- ir um ýmis mál er varða skóla- og fjölskyldumál. Samstarfið gerir foreldrafulltrúum kleift að vera í nánu sambandi og fylgjast með því helsta sem fram fer í grunn skólunum. Foreldraráð er í góðum sam- skiptum við Heimili og skóla, landsamtök foreldra. Gréta Jónsdóttir er fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar í fulltrúaráði Heim ilis og skóla. Foreldraráðið hefur fundað með forsvars mönn- um íþrótta- og tómstundafélaga, lögreglu, forvarnarfulltrúa og tónlistar skóla bæjarins með góðum árangri. Talsmaður foreldraráðsins er Jóhanna Sveinbjörg B. Trausta- dóttir sem jafnframt er varamaður áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði. Áheyrnarfulltrúi foreldraráðsins Foreldraráð tilnefnir áheyrnar- fulltrúa í skólanefnd sveitarfélaga samkvæmt grunnskólalögum, í Hafnarfirði fræðsluráð. Áheyrn ar fulltrúi for- eldra í fræðsluráði hef- ur áheyrnar- og tillögu- rétt í ráðinu en ekki at kvæð isrétt. Fundir fræðslu ráðs eru á tveggja vikna fresti, á mánudögum og birtast fund argerðirnar á vef- síðu Hafnar fjarðar bæj- ar. Foreldrar og/eða foreldrafélög geta komið málefn- um til fræðsluráðs í gegnum Foreldraráðið með því að senda fyrirspurnir til þess formlega. Fulltrúi Foreldraráðsins í fræðslu ráð Hafnarfjarðar er Svein dís Jóhannsdóttir. Á næstu vikum mun heimasíða Foreldraráðsins koma út. Með heimasíðunni vonumst við eftir að starf Foreldraráðsins verði sýnilegra og allar upplýsingar um það verði aðgengilegar fyrir alla, jafnt foreldra grunn skóla- barna, nemendur og samfélagið allt. Aðkoma foreldra að skóla- málum er mikilvæg og hvetur Foreldra ráð Hafnarfjarðar alla foreldra til virkrar þátttöku í skóla göngu barna sinna. Með ósk um gott samstarf. Höfundur er talsmaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar Hvað er foreldaráð Hafnarfjarðar? Jóhanna Svein björg B. Traustadóttir Á laugardaginn halda Hollvinir Grensásdeildar (HG) jólabasar frá kl. 13 til 18 í safnaðarheimili Grensáskirkju til styrktar starf- semi Grensásdeildar. Þar verður margt glæsilegra muna til sölu, er henta sérlega vel til jóla- sem tækifærisgjafa. Einnig verður selt kaffi, súkkulaði og vöfflur. En hvers vegna að styrkja Grensásdeild? Hvað gerir hana sérstaka? Hvers vegna skiptir hún svo miklu máli fyrir þjóðfélagið – Þjóðhagsleg arð bærni? Miðstöð frumendurhæfingar Grensásdeild er mið stöð frum- endurhæfingar á Íslandi fyrir fólk sem orðið hefur fyrir færni- skerðingu af völdum mænu- skaða, heilaskaða, fjöláverka og margvíslegra sjúkdóma. Aðeins þar er veitt sérhæfð teymis- þjónusta á sólarhrings-, dag- og göngudeildargrunni. Með hverj- um skjólstæðingi vinnur sam- hæft teymi lækna, sjúkra- og iðju þjálfa, hjúkrunar-, talmeina- og sálfræðinga, sem saman sníða meðferðina að breytilegum þörf- um hvers og eins. Fjórði hver kemst til vinnu á ný eftir endurhæfingu Um 70% allra sjúklinga á Grensásdeild eru á vinnufærum aldri, þ.e. yngri en 70 ára og meðalaldur þeirra er um 55 ár. Af þeim vel yfir 400 sjúklingum sem deildin útskrifar að meðaltali á ári geta að meðaltali rösklega 100 horfið til fullra starfa á ný. Síðan Grensásdeild tók til starfa 1973 hefur einungis þjálf- unarlaug verið bætt við. Á þess- um 38 árum hefur þjóðinni fjölg- að um meira en 40% og þeim, sem endurhæfingu þurfa, hefur fjölgað hlutfallslega meira. Er það vegna hærri meðalaldurs og vegna þess að nú bjargast fleiri úr slysum en áður en um fjórð- ungur innlagna á Grensás deild er vegna slysa. Það er því mjög knýj andi og vaxandi þörf fyrir úrbætur. Rétt er að hafa í huga að endur hæfing kemur fyrst og fremst að gagni ef henni beitt tímanlega. Legurúmum fækkað En þrátt fyrir þessar staðreyndir hefur þróunin verið sú að eftir margra ára fjársvelti og niður- skurð á góðæristímum var í sparn aðarskyni árið 2009 legu- rúmum fækkað um meir en þriðj ung úr 40 í 26 og annarri legu deildinni af tveimur lokað og hjúkrunarfræðingum og sjúkra liðum fækkað um 12 stöðu gildi og deildarstjórum um einn. Þetta hefur óhjákvæmilega skert þjónustu og haft mikil áhrif á þá sem þurfa nauðsynlega á endurhæfingu að halda. Tilgangur Hollvina Grensás- deildar er að styðja við, efla og styrkja endurhæfingar starfsemi þá, sem fram fer á Grensásdeild eða í tengslum við þá starfsemi. Jólabasar á laugardaginn til styrktar starfsemi Grensásdeildar Haraldur S. Magnússon hinn ötuli íþróttafrömuður starfaði lengst af sem múrarameistari en hafði alltaf brennandi áhuga á bókmenntum. Smásagnasafnið Öspin og ýlustráið kom út árið 1987, en árið 1990 kom síðan kom fyrsta barnabók höfund arins. Síðan þá hefur komið út fjöld inn allur af bókum eftir Harald. Bæði hefur Haraldur skrifað nokkrar ljóðabækur og mikinn fjölda af barnabókum, meðal annars Ragga-bækurnar sem nú eru orðnar ellefu talsins. Þrátt fyrir að Haraldur sé orðinn áttræður er hann hvergi nærri af baki dottinn, þvert á móti heldur hann ótrauður áfram skrifum. Í ár kemur út ný bók eftir höf undinn hjá bókaforlaginu Óð ins auga. Bókin nefnist Fiðlan sem vildi verða fræg og er prýdd 80 ára og gefur út nýja barnabók skemmtilegum mynd um eftir Karl J. Jónsson sem vann Dimma limm mynd skreyt ingar- verðlaunin árið 2011. Haraldur vinnur þessa dagana að nýrri Raggabók og því ljóst að hann er hvergi nærri hættur ritstörfum. Fiðlan sem vildi verða fræg, er útgefin í tilefni af 80 ára afmæli hö fundar, og er nú fáanleg í öllum hels tu bókaverslunum landsins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.