Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.11.2011, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. nóvember 2011 Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Miðvikudaginn 16. nóv. Raul söngæfingar í umsjón Kjartans Ólafssonar Mánudaginn 21. nóv. Tálgun í umsjón Ólafs Odssonar Mánudaginn 28. nóv. Leðurtöskugerð í umsjón Helgu Rúnar Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar kl. 10 -14 Gönguhópurinn Röltarar og menning kl. 13 -15 Ferilskrárgerð Föstudagar kl. 10 -12 Þjóðmálahópur og Matarlist kl. 10 -14 List og handverk Fimmtudagar Deiglan er opin fyrir atvinnuleitendur Jólatilboð! með kínversku ívafi ...kínverskur veitingastaður síðan 2001 4 rétta máltíð á aðeins 1.950 kr. Opið kl. 11-22 virka daga og kl. 16-22 um helgar. Reykjavíkurvegi 68 • sími 555 6999 • www.kinaferdir.is DONG HUANG Appelsínuönd hin eina sanna kínverska! Kjúklingur með ostrusósu Steiktar núðlur með grænmeti og eggi Djúpsteiktar rækjur (fyrir tvo eða fleiri) Tíu aðilar fengu úthlutað úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi nýlega vegna þeirra styrkumsókna sem bárust sjóðn um frá 9. júní til 30. september. Styrkveitingar að þessu sinni námu um 2 milljón­ um króna en all bárust sjóðnum 72 umsóknir. Samfélagssjóðurinn styrkir verkefni í málaflokkum sem endurspegla þau gildi sem fyrir­ tækið leggur áherslu á: Heilsa og hreyfing; Öryggis­ mál; Umhverfismál; Mennta­ mál; Menningarmál, þar með tal in góðgerðarmál og sam­ félags verkefni af ýmsu tagi. Eftirfarandi hlutu styrk að þessu sinni: Erla Sólveig Óskarsdóttir vegna hönnunar og frum­ gerðarsmíði á álborði, kr. 380.000. Berent Karl Haf­ steinsson vegna forvarna starfs, kr. 340.000. Jólaþorpið vegna uppsetningar Jólaþorpsins í Hafnarfirði, kr. 300.000. Hraunavinir vegna hreinsunar í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, kr. 200.000. Gaflaraleikhúsið vegna menningarvals ungl inga­ deilda í samvinnu við Skóla­ skrifstofu Hafnarfjarðar, kr. 200.000. Dr. Claudia Georgs­ dóttir vegna þróunar á tauga­ sálfræðilegu forriti til að meta ökuhæfni aðila sem lent hafa í slysi, kr. 200.000. Karlakórinn Þrestir vegna 100 ára starfsafmælis kórsins, kr. 200.000. Hafnarborg vegna hádegistónleika Hafnarborgar veturinn 2011­2012, kr. 110.000 Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands – Hafnar fjarð­ ar deild vegna kynningarstarfs, kr. 100.000. Nemendur í Véla­ og Orkutæknifræði við Há ­ skólann í Reykjavík vegna þátttöku á Alunord 2011, kr. 50.000. 2 milljónir álkróna Tíu fengu úthlutað úr Samfélagssjóði Rio Tinto Alcan á Íslandi Er allt að fara í sama farið og fyrir hrun? Það tók fjögur ár að rústa íslenska bankakerfinu, frá einkavæðingunni 2003 til 2007. Erlendir vogunarsjóðir fylgdust með af áhuga fyrir hrun og má lesa það úr hækkun skulda­ tryggingaálagsins á íslensku bank ana sem féllu síð­ an í byrjun október 2008. Ástæðan fyrir hversu illa fór er að þetta var banvænn kokt eill reynslulausra draum óramanna í bönk unum og jafnvel enn reynsluminni eig­ enda. Þeir síðan notuðu sér misvitra stjórn­ mála menn, fáránlegt regluverk innflutt með EES samn ingnum og blinda fjölmiðla. Þegar allt hrundi fengu erlendir lánadrottnar íslensku bankanna greitt fyrir áhættutökuna upp á Íslandi frá hinum ýmsu trygging­ ar félögum sem höfðu selt þeim skuldatryggingar. Aðrir lána­ drottnar seldu kröfurnar á mark­ aði, afskrifuðu og nýttu sér skatta frádrátt hver í sínu landi. Þeir erlendu bankamenn sem voru svo óheppnir að eiga kröfur á íslenska banka í gegnum eigna­ söfn sín kenndu forverum sínum um og seldu þær. Enginn vildi eiga svona ruslpappíra og taka ábyrgð á íslenskum bönkum nema erlendir vogunarsjóðir sem versla með gjaldþrotafélög. Nú lítur út fyrir að íslenskir aðilar og vinir þeirra innan skila­ nefndanna/slitastjórnanna hafi fengið áhuga á að eignast bank­ ana og eru byrjaðir að kaupa upp þessar kröfur annars vegar í Kaupþing/Arion með hjálp er lendra banka og hins vegar í Glitni/Íslandsbanka með hjálp þekkts útrás­ arvíkings með sam­ bönd í arabah eiminum. Þessar kröfur í þrotabú bankanna voru að seljast á 3 til 8 cent (af doll ar) í nóvember 2008 eða m.ö.o. 92% ­ 97% afslætti. Eftir að vogunarsjóðirnir gerðu sér grein fyrir því að það voru einhverjar eignir eftir í þrota bú unum hækkuðu kröfurn­ ar jafn og þétt og fóru kröfurnar í Kaupþing/Arion hæst í 29 cent (af dollar) 21. febrúar 2011 og Glitni/Íslandsbanka í 31 cent (af dollar) 5. nóvemnber 2010. En Adam var ekki lengi í paradís. Íslensk stjórnvöld framlengdu gjald eyrishöftunum og festu síðan í lög ásamt lykilbreytingu að enginn erlendur gjaldeyrir fer úr landi fyrr en fullnaðaruppgjör bankanna hefur átt sér stað. Eftir þessar breytingar lækkaði verðið á kröfum bankanna og var þann 6. október síðastliðinn komið niður í 25 cent í Glitni/Íslands­ banka og hins vegar 24 cent í Kaupþing/Arion. Auðvitað hefði íslenska ríkið, hugsanlega með hjálp frá lífeyrissjóðunum átt að kaupa kröfurnar strax eftir hrun á hrakvirði, heimamenn vita meira um verðmætin sem felast í bönkunum en erlendir vogunar­ sjóðir. Þetta er í rauninni ljós­ lifandi dæmi um hversu ósjóaðir menn eru í brúnni. Í dag þegar fréttir berast af því að hugsanleg sala á Íslandsbanka og Arion banka sé í farvatninu og jafnvel kláruð fyrir áramót og má spyrja hvort annað bankaslys sé í uppsiglingu. Einhverjum hefði nú dottið það í hug að þrengja verulega að erlendu vogunar sjóðunum og setja nýjar leik reglur t.d. um að félög í skatta skjólum gætu ekki átt í bönkum á Íslandi og tæmandi upplýsingar um eigendur bank­ anna og um bjóðendur þeirra. Þessi ein falda krafa gæti haft það í för með sér að kröfurnar hríðféllu í verði og annað tækifæri mynd aðist til að endur­ heimta bankana á hrakvirði. Þá gætum við tekið til við hreins­ unina og hjálpað heimil unum með afskriftir. Það er ljóst að einstaklingar sem eiga mikið undir í uppgjöri við þrota búin eru mjög virkir við þá iðju að kaupa kröfur á bankana. Eru sömu aðilar sem rændu bankana innan frá og settu þjóðina á hausinn að eignast endurreistu bankana á hrakvirði? Höfundur er viðskipta fræð­ ingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins. Erlendir vogunarsjóðir stjórna bönkunum Guðmundur Franklín Jónsson Hjallastefnan fær ekki að stækka meira Skipulags­ og byggingar full­ trúi tók neikvætt í fyrirspurn Hjalla stefnunnar um við bygg­ ingu við núverandi kennslu stof­ ur, við Hjallabraut, sem væri fyr ir eldhús og aðstöðu starfs fólks. Hjallastefnan fékk nýlega heimild til að reisa skólahúsnæði á svæði sem áður voru á skipu­ lagi bílastæði fyrir Víði staðatún þrátt fyrir mótmæli sem m.a. bárust frá nágrönnum. Umsóknir um NEYÐARAÐSTOÐ fyrir jólin 2011 Hægt er að sækja um neyðaraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarðar dagana 24. ­ 28. nóv. og 30. nóv. milli kl.17.00­18.30 í Dverg. Aðrar upplýsingar í síma 843 0668 kl. 17­18 alla virka daga. Þú getur gefið: 1101­05­760686 Kt. 460577­0399.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.