Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2012 Skipulags-og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu á lóðinni nr. 9b við Dalshraun í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010 Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður til vesturs og nýtingarhlutfall hækkað úr 0,53 í 0,68. Tillagan verður til sýnis hjá skipulags- og bygg- ingarsviði Norðurhellu 2, frá 27. mars til 9. maí 2012. Hægt er að skoða deiliskipulagstillögurnar á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnar- fjordur.is Nánari upplýsingar eru veittar á skipu- lags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 9. maí 2012. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar. AuglýSing um SkipulAg TillAgA Að BreyTTu deiliSkipulAgi iðnAðArHverfiS AuSTAn reykjAvíkur- vegAr vegnA dAlSHrAunS 9B Sýningar í mars 29. mars kl 20.00 31. mars kl 14.00 1. apríl kl 14.00 Sýningar á laugardögum í apríl Með Gunnari Helgasyni - Ágústu Evu og Ljótu Hálfvitunum Miðapantanir 565-5900 midi.is midasala@ gaaraleikhusid.is“Allir í Fjörðinn að sjá skemmtilega leiksýningu! Ég mæli með þessari.” Eva Gunnbjörnsdóttir DV Á menningardögunum í Áslandsskóla breytist starfsemi skólans mikið og vinnan verður óhefðbundari sem og viðfangs­ efnin. Skólinn iðaði af lífi í síðustu viku þegar nemendur kynntu afrakstur sinn. Mátti sjá Latabæjarleikrit, leikþátt um reikistjörnurnar auk þess sem krakkar í yngri deildum unnu að hrósbókagerð. Unglinga­ deildin starfrækti kaffihús auk þess sem áhersla var lögð á bækur og lestur. Blaðahópur skólans fór um skólann, tók myndir og viðtöl og afraksturinn má finna á heimasíðu skólans. Hér má sjá eina fréttina: Sjötti og sjöundi bekkur voru að gera hljóðbækur, þá lásu þau úr sögu inn á tölvuna og tóku það upp, þau bjuggu líka til bókakápur, gerðu bókamerki sem þau skreyttu með allskonar dóti, svo gerðu þau fermingar­ bækur þar sem krakkarnir í sjöunda bekk fermast á næsta ári, og svo voru einhverjir sem sömdu sögu. Þetta fannst flest­ um krökkunum ágætt. Það voru líka krakkar sem gerðu gestabók fyrir gesti og gangandi á menningardaginn sjálfan. Í smíðastofuni voru krakkar að teikna myndir af strumpunum og Ástríki og Steinríki. Það gerðu þeir með því að vera með myndir á glæru og taka í gegn á pappír. Það er ljóst að það verður nóg að gera hjá sjötta og sjö­ unda bekk á menningardögunum Helgi Fannar Sigurðsson Hrósbækur, Latibær og reikistjörnur Viðamikil menningarhátíð í Áslandsskóla Það var mikið að gera í kaffihúsinu og bakað á fullu. Krakkarnir sýndu leikrit og stóðu sig eins og hetjur. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.