Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2012 Fimm Hafnfirðingar hittust á laugardaginn í Fjörukránni. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þeir voru að fagna því að það voru liðin 20 ár síðan bátur þeirra Ársæll Sigurðsson lenti í brotsjó og sökk undan þeim á innan við tveimur mínútum. Allir skip­ verjarnir björguðust en það mátti vart tæpara standa. „Við erum búnir að vera góð­ ir vinir síðan,“ segir einn þeirra og gantast annar með það að það hljómi eins og þeir hafi ekki verið það fyrir. Það er létt yfir þeim þó þeir séu að hittast til að rifja upp hrikalegt atvik en þeir eru þess fullvissir að þeim var ekki ætlað að fara. Á leið í helgarfrí í ágætu veðri Ársæll Sigurðsson HF 80 var 22 ára, 16 tonna eikarbátur og voru skipverjar að koma úr neta róðri um hádegisbil laugar­ daginn 21. mars 1992. Höfðu þeir tekið upp netin fyrir helgar­ frí og voru með um 4­5 tonn af fiski í lestum en netin voru á dekki. Viðar Sæmundsson var skip­ stjóri og segir hann að veðrið hafi verið nokkuð gott en nokkur undiralda svo þeir hafi ekki átt sér neins ills von. Voru þeir að koma inn á fyrri snún­ inginn í innsiglingunni í Grinda vík þegar Björgvin Sig­ urðsson, háseti og yngstur manna um borð sér út um aftur­ gluggann að hár hryggur hafði myndast. Kallar hann: „Það er að koma ólag!“ Auk þeirra tveggja var Eysteinn Orri Illugason í stýrishúsinu en tveir frammi við lúkar, Guðni Einars­ son vélstjóri og Ingibergur Hafsteinsson. Skiptir engum togum að ólagið kemur undir bátinn að aftan og báturinn hleypur undan brotinu og nær sennilega 15­20 mílna hraða. Þá snýst hann í bak en leggst svo í stjór undan álaginu og liggur þá á hurðinni að stýris­ húsinu sem fyllist af sjó. Viðar skip ar mönnum að fara út um glugga sem jafnframt var neyð­ ar útgangur og gekk það greið­ lega og fór hann síðastur út. Björgunarbáturinn skýst upp, laskaður og hálf upp blás inn. Hann verður þó þeirra lífgjöf, þrír komast upp á hann en Guðni og Eysteinn Orri hanga utan á honum. Fengu þeir mörg minni brot yfir sig auk þess sem mastrið á Ársæli slóst í björg­ unarbátinn sem var flæktur í net um sem lágu nú um allan sjó. Sást til þeirra úr landi Hafsteinn Sæmundsson sá frá heimili sínu hvað gerðist og lét konu sína hringja í lögregluna en hann keyrði í ofboði niður á bryggju. Þar hitti hann fyrir áhöfnina á Ólafi GK 33 sem var að ljúka löndun. Eiríkur Dag­ bjartsson skipstjóri hélt rakleitt ásamt áhöfn sinni út og gat siglt mjög nærri skipsbrots mönn­ unum. Náðust þeir einn af öðr­ um um borð og Viðar skipstjóri náðist síðast inn. Var hann mjög þrekaður og kaldur en líkams­ hitinn hafði farið niður í 29,5°C. Hafði hann líklega fengið vægt hjartaáfall. Var hann fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans en hinir á sjúkrahúsið í Kefla­ vík. Viðar hresstist þó furðu fljótt og hinir fengu að fara heim eftir aðhlynningu. Höfðu þeir verið í a.m.k. 20 mínútur í sjónum en brugðust hárrétt við og var aldrei neitt fát á þeim. Til er upptaka af óhappinu en fyrir tilviljun var fólk að taka vídeómyndir af innsiglingunni og þar sést óhappið. Fögnuðu 20 ára lífgjöf Bátur þeirra sökk undan þeim við Grindavík Aðalfundur Félags eldri borgara í Hafnarfirði var haldinn 22. mars síðastliðinn. Þar var ýmislegt rætt í sambandi við hagsmunamál eldri borgara. Ekki erum við sátt við stefnu og stjórn­ valds aðgerðir ríki­ stjórn ar á liðnum ár um, reyndar langt því frá. Eins erum við t.d. undr­ andi á fram kvæmda ­ leysi við hjúkr un ar­ heimili á Völl unum, sem var tekin fyrsta skóflu stunga á fyrir nokkr um mán uðum, myndað í bak og fyrir síðan ekkert meira. Hvað veldur? En við þetta verðum við að lifa. Við sjáum að kjör okkar eldri borgara hafa verið stórskert á liðn um árum, en hvað er til ráða? Við verðum og getum þjappað okkur saman í baráttumálum okkar. Við getum nýtt betur þá mögu leika er við höfum til dægra stytt ingar. Aðalaðstaða okkar er í Hraun­ seli, Flatahrauni 3, eins erum við með aðstöðu t.d. í Bjarkarhúsinu, Haukahúsinu, Ásvallalaug og vil ég hér með hvetja Hafnfirðinga eldri en 60 ára að þjappa sér enn betur saman í okkar félagsskap. Má segja að Hafnarfjarðarbær hafi styrkt mjög vel við starfsemi okkar á undanförnum árum og áratugum. Því fjölmennari sem við verð­ um því sterkara er okkar afl. Ár gjaldið er 2500 kr. og af því eru 600 kr. skattur til Lands sam­ bands eldri borgara og einnig greið ir félagið af slátt arbók sem gefin er út á hverju ári sem kostar félagið 200 kr. Þá eru eftir af árgjaldinu 1700 kr og eru félagar fljótir að fá þessa greiðslu endurgreidda ef þeir nýta afslætti í versl unum og fyrir­ tækjum er okkur afslátt veita. Eins má benda eldri borg urum á þeir sem í félaginu eru geta fengið aukaafslátt kr. 5 á bensínlítra ef þeir versla við Atlantsolíu. Þannig að ef menn nýta ýmsa möguleika sem eru hjá FEBH þá er fljótt að koma upp í kostnað félagsgjaldsins. Ég hvet eldri borgara í Hafnar­ firði að fjölga enn frekar í okkar félagi, því fleiri því sterkara afl erum við. Hugsum um hvað við höfum og hvernig við skulum nýta okkar líf sem best okkur til dægra styttingar og lífsfyllingar. Munum, við erum reyndar að ­ eins gestir hér um stundarsakir á hóteli okkar, sem heitir Hótel Jörð. Kæru eldri hafnfirðingar dríf­ ið ykkur í Félag eldri borgara Hafnar firði, sem ekki eruð þegar í félaginu. Þar eru þegar um 1100 félagar, ykkur og okkur til hagsbóta, því fleiri því sterkara afl erum við. Höfundur er formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði. Hagsmunamál eldri borgara Jón Kr. Óskarsson Áhöfnin á Ársæli Sigurðssyni HF 80 f.v.: Ingibergur Hafsteinsson, Viðar Sæmundsson, Guðni Einarsson, Björgvin Sigurðsson og Eysteinn Orri Illugason. Þeir tóku að sjálfsögðu undir þegar sungið var sjómannalag. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n U N bókhald ehf Almenn bókhaldsþjónusta Stofnun félaga Skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki Allt á einum stað UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði 568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is Hægri grænir, flokkur fólksins vill að birtar verði á hverjum degi greiðslufærslur ríkisins og stofn ana þess, nefnda og ann arra félaga sem þiggja ríkisstyrki á sérstakri heimasíðu. Þar vill flokkurinn að upp­ hæðir sem greiddar eru út úr ríkis sjóði og undirstofnunum verði sund urliðaðar, hvað reikn ing ur inn stend ur fyrir, hversu hár hann er, hven ær hann var greidd ur og hverjum var greitt. Ef móttak­ andi er lögaðili þá skal koma fram hverjir standa á bak við fyrir tækið. Þetta kallar Hægri grænir, flokkur fólksins að ­ Birta báknið. Á sömu síðu yrðu einnig allir samningar ríkisins birtir undanbragðalaust. Á Spáni er ný ríkisstjórn hægri manna, sem vill ný aðhaldslög sem galopna spænska stjórn­ sýslu, m.a. til þess að hreinsa pólitíkina af alls konar spill­ ingarmálum, sem hefur þjakað stjórnsýsluna á Spáni um áratuga skeið. Í framtíðinni munu spænskir borgarar geta skoðað allar skýrslur og gögn og séð í hvað peningar þeirra fara. Opnuð verður sérstök heimasíða, þar sem birtir verða allir samn­ ingar, sem opinberir aðilar gera, hversu háir eða smáir, sem þeir kunna að vera. Koma verður fram ef einhver hefur notið sérþjónustu opinberra aðila og verður þá nafn þess hins sama birt. Vilja Hægri grænir, flokkur fólksins fara eins að og er þetta eitt af mikilvægari baráttumálum flokksins. Höfundur er formaður Hægri grænna. Birtum báknið Guðmundur Franklín Jónsson „Skítsjóhræddur síðan“ Stýrishúsið á bátnum var nýlegt og segir Guðni vélstjóri að nokkru fyrr hafi hann borið koparfeiti á skrúfurnar í neyðar­ glugganum en svona skrúfur geta átt það til að festast. En þeg ar á reyndi voru þeir ekki lengi að opna gluggann. Áfallið reyndi mismikið á þá félaga en allir fóru þeir strax aftur á sjó. Einn þeirra segir að hann hafi farið að finna fyrir þessu tveimur árum síðar og hafi hann síðan alltaf verið svo­ lítið sjóhræddur og annar segist hafa orðið skítsjóhræddur á eftir. Þakka lífbjörgunina Vilja þeir þakka þeim Haf­ steini sem lét vita og Eiríki og áhöfn hans á Ólafi lífbjörgina – bjargvættirnir eins og þeir kalla þá. Enn sjá Hafnfirðingar Ársæl Sigurðsson og margir hafa siglt út á sjómannadaginn á báti með þessu nafni. Viðar á ennþá Ár sæl en líka Bót og Bóta enda var þeim ekki ætlað að fara eins og þeir félagar sögðu svo oft. Það var létt yfir þeim félögum þegar blaðamaður Fjarðar pósts­ ins kvaddi þá er þeim var vísað til borðs. Nú átti að fagna 20 ára lífgjöf.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.