Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Side 16

Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Side 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2012 styrkir barna- og unglingastarf SH Sund er allra meina bót 1966 - 2011 45 ÁRA Íslendingar! Stöndum vörð um lýðveldið! Segjum NEI við ESB Föðurlandsvinir F J A R Ð A R B Ó N Kaplahrauni 22 www.fjardarbon.is fjardarbon@fjardarbon.is sími 565 3232 • Alþrif • Mössun • Eðal-bónhúðun • Djúphreinsun • Vélaþvottur Allt fyrir ferminguna á einum stað Fjörður - verslunarmiðstöð • Miðbæ Hafnarfjarðar • Bílastæði í kjallara Fötin, skórnir, greiðslan, tertan, síminn, snyrti vörurnar. – Allt fyrir fermingarbarnið og mömmurnar og pabbana! Jarðvegstippnum í Hamra­ nesi, sem svo kaldhæðnislega hefur verið kallaður land­ mótunarstaður, verður lokað á mánudaginn. Svæði er sagt full nýtt samkvæmt deili skipulagi svæð isins og komið að yfir­ borðsfrágangi og upp græðslu en þar hefur í raun verið búið til nýtt fjall. Bolaöldur – móttaka jarðefna Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, og Garðabær hafa gert samning við Bolaöldur ehf. um móttöku á jarðefnum til land mótunar í Bolaöldum í hlíð um Vífilsfells í landi Ölf­ uss. Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri nám um. Ekið er að námu­ svæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu­ Kaffistofuna. Losun er gjald­ frjáls í Bolaöldu. Hvað má losa? Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni s.s. mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll úti­ standandi járn og hreinsa af öðr um efnum s.s. einangrun, pappa og klæðningu. Ekki er heimilt að losa líf­ rænan úrgang eins og hús­ dýraskít og landbúnaðarhrat, eins og það er orðað í starfsleyfi – þ.m.t. garðaúrgang eins og gras og tré. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur gefur út starfsleyfi fyrir Bolaöldur ehf. vegna móttöku á jarðefnum til landmótunar sem gildir til 18. mars 2023. Lokað um helgar Opið er í Bolaöldu mánudaga til fimmtudaga kl. 8­12 og 12.30­17 og föstudaga kl. 8­12 og 12.30­16. Hægt að losa smærri farma úrgangs í Sorpu Hægt er að koma með smærri farma í Sorpu við Breiðhellu en þar gefst íbúum og smærri fyrirtækjum kostur á að koma með úrgang til endurvinnslu og/ eða förgunar. Gjaldfrjáls úrgangur Íbúar greiða ekki fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilis­ rekstri. Fyrirtæki greiða ekki fyrir endurvinnsluefni, s.s. bylgjupappa og málma. Förgun gras, trjágreina og garðaúrgangs frá heimilum er gjaldfrjáls hjá Sorpu. Aukinn kostnaður Ljóst er að mun dýrara verður að losna við jarðvegsúrgang en áður og má ætla að aka þurfi jafnvel yfir 30 km hvora leið og því mun hærri kostnaður falla á lóðareigendur auk þess sem eyðsla á díselolíu mun aukast og mengun samfara því. 30 km í næsta jarðvegstipp Jarðvegstippnum í Hamranesi loksins lokað Um 30 km akstur er úr Vallarhverfinu í Hafnarfirði í Bolaöldur í hlíðum Vífilsfells. Öll skartgripa og úraþjónusta Rafhlöður í nánast hvað sem hugurinn girnist. Gerum göt í eyru meðan beðið er. 15% afsláttur til eldri borgara. Strandgötu 37 • sími 565 4040 Komnir í 15 bekkja úrslit Tveir bekkir úr Víðistaðaskóla 9. SR og 9. MS eru komnir í 15 bekkja undanúrslit í BEST stærðfræðikeppninni sem haldin er um allt land um þessar mundir. Í undanúrslitunum sendir hver bekkur tvo pilta og tvær stúlkur til að keppa fyrir hönd bekkjarins. Áður þurfa bekkirnir að ljúka bekkjarverkefni til þess að geta tekið þátt í undanúrslitum. Þá vinnur bekkurinn allur saman og vinnur að efnisöflun, skýrslu gerð og gerð sýningar. Víðistaðaskóli hefur oft komist í úrslit í BEST keppn­ inni, sem hét áður Kapp Abel og tvisvar sinnum sigrað og keppt fyrir hönd Íslands í stærðfræði á erlendri grundu. Ú r G oo gl e E ar th o g M ap S ou rc e

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.