Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 29.03.2012, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. mars 2012 Heilsu Nudd Stúdíó Strandgötu Strandgötu 11, Hafnarfirði, þriðju hæð • www.heilsunuddstudio.is Tilboð til allra nýrra viðskiptavina á heildrænu/slökunarnuddi, eða klassísku nuddi 60 mín. Hringið, fyrir verðupplýsingar og bókanir, í síma 770 1739 Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum 19. mars sl. að vísa umdeildum drögum að viðmið­ unar reglum um samskipti leik­ og grunnskóla Hafnarfjarðar til trúar­ og lífsskoðunarfélög til umsagnar í leik­ og grunn­ skólum bæjarins. Ekki kemur fram hverjir umsagnaraðilarnir eigi að vera en ætla má að drög­ in verði send öllum for eldr um barna í þessum skólum og öllu starfsfólki. Börnin verða eflaust ekki spurð þó nemendur í heil­ um árgangi í grunnskóla hafi nú tekið afstöðu til sinna trúmála og meirihlutinn lætur fermast og staðfestir þannig trú sína. Ekki er heldur kveðið á um hvern ig tryggja á að foreldr ar sjái þessi drög né hvenær um ­ sagnar fresti lýkur. Þeir sem vilja gera athuga­ semdir við drögin geta því sent fræðsluráði athugasemdir sínar. Drög meirihluta fræðsluráðs „Fræðsluráð samþykkir að eftir­ farandi viðmiðunarreglur verði hafðar að leiðarljósi þegar um er að ræða samskipti leik­ og grunn­ skóla Hafnarfjarðar við trúar­ og lífsskoðunarfélög: a) Hlutverk skóla er að fræða nemendur um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir samkvæmt gildandi aðalnámskrá og námsefni. b) Trúar­ og lífsskoðunarfélög stunda ekki starfsemi sína innan veggja leik­ og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Þetta á við allar heimsóknir í lífsskoðunar­ og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar­ og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna. Um almenna kynningu gagnvart foreldrum og börnum á viður­ kenndu barna­ og æskulýðsstarfi trú­ og lífsskoðunarfélaga skal fara líkt og með kynningu á hliðstæðum frístundatilboðum frjálsra félaga­ samtaka í skólastarfi. c) Skólastjórnendur grunnskóla geta boðið fulltrúum trúar­ eða lífsskoðunarfélaga að heimsækja kennslustundir í trúarbragðafræði/ lífsleikni sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir samkvæmt gild­ andi aðalnámsskrá og námsefni, og fer þá heimsóknin fram undir handleiðslu kennara. d) Heimsóknir á helgi­ og sam­ komustaði trúar­ og lífs skoð­ unarfélaga á skólatíma grunn skóla eiga sér stað undir hand leiðslu kennara sem liður í fræðslu um trú og lífsskoðanir, samkvæmt gild­ andi lögum og aðalnámskrá. Þar sem ekki er sérstaklega getið um vettvangsheimsóknir leik skóla­ barna á helgi­ og samkomu staði trúar­ og lífsskoðunarfélaga sem lið í fræðslu um trú og lífsskoðanir í aðalnámskrá leik skóla er eðlilegt að miða slíkrar heim sókna við það sem fram kemur í aðalnámskrá grunnskóla til að gæta samræmis milli skóla stiga. e) Þess verði gætt við allar heim­ sóknir til og frá grunnskóla vegna fræðslu um trú og lífsskoðanir að nemendur fylgist með en séu ekki ætlaðir þátttakendur í helgisiðum og athöfnum. f) Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frí­ dögum þjóðarinnar halda sessi sínum í árstíðabundnum skemmt­ unum og starfi leik­ og grunnskóla, þar með taldir jólasálmar, helgi­ leikir og heimsóknir í trúar – og lífsskoðunarfélög tengd hátíðum. g) Skólayfirvöld beini því til trúar­ og lífsskoðunarfélaga að þau skipuleggi fermingarfræðslu og barnastarf með það að leiðarljósi að það hvorki trufli lögbundið skólastarf um skemmri eða lengri tíma. h) Ef áfall verður í leik­ og grunn skólum er unnið samkvæmt sam þykktri áfallaáætlun við komandi skóla. i)Trúarlegar guðsþjónustur sem tengjast viðbrögðum við áfalli fara að öllu jöfnu fram utan skólatíma. Rísi ágreiningur um túlkun þessara reglna úrskurðar Fræðslu­ þjónusta í þeim efnum. Fræðslu­ þjónustu er jafnframt falið skipa nefnd sem meti reynslu af regl­ unum innan eins árs frá setningu þeirra og leggi mat á álitamál sem upp kunna að koma. Um setu í nefndinni verði m.a. leitað til fulltrúa úr leik­ og grunnskólum, foreldra auk fulltrúa trúar­ og lífsskoðunarfélaga.“ Vilja nýjar reglur um samskipti við trúfélög Drög að viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trú- og lífsskoðunarfélög kynnt Hjallahraun 2 - 220 Hafnarfj. - s. 562 3833 - 863 5512 www.asafl.is - asafl@asafl.is Við óskum útgerð, áhöfn og Trefjum til hamingju með hið glæsilega skip Fríðu Dagmar ÍS 103, sem er nýsmíði af gerðinni Cleópatra Fisherman 40B, og á heimahöfn í Bolungarvík. Búnaður frá Ásafli ehf: ZF 550 A gír. Griffin forsíur. Tecnoseal zink. Cim lensidælur. Whale lensidæla. Helac-snúningsliður. Isuzu aðalvél 730 hö. Eberspächer miðstöð. Wesmar hliðarskrúfur. BT-Marine 5 bl. skrúfa. Tides Marine öxulþétti. Guidi sjósíur og fittings. Whale neysluvatnsdæla. Halyard afgasrör, barkar og stefnisrör. San Giorgio-eyðslumælir. Haukur Birgisson hótelstjóri á Hótel Hafnarfirði segir ánægju­ legt að sjá að viðskiptavinir gefi hótelinu mjög góða dóma. Undan farin þrjú ár hafi verið góð stígandi fjölgun gesta auk þess sem háannatíminn nær nú frá apríl til október. Haukur segir að yfir sumartímann séu er lendir ferðamenn fjölmenn­ astir en Íslendingar á veturna. Eftir að hótelið tengdist alþjóð­ legum bókunarvélum og bókun­ ar vél á heimasíðu hótelsins hefur beinum skráningum ein­ stakl inga fjölgað mikið. Ennþá eru þó hópar frá ferða skrif­ stofum, erlendum sem íslensk­ um, fjölmennastir. Haukur segir ánægjulegt að sjá að fleira fólk dvelur lengur en fyrr og fer sínar ferðir frá hótelinu. Gestir hótelsins hafa gefið hótelinu mjög góða dóma t.d. á TripAdvisor og áberandi er að hótelstarfsfólkið fær góða dóma fyrir þjónustu og lipurð. Segir Haukur að gestir nýti fjölmarga þjónustuaðila í Hafnarfirði, veit ingastaði, bari, líkams rækt­ ar sali, bílaleigur og fl. Þó geri nálægðin við Reykjavík það að verkum að fólk horfi á höfuð­ borgarsvæðið sem eina heild. Á hótelinu eru 160 rúm í 71 herbergi og nýtingin vex enda telur Haukur sig hafa fundið þá markhópa sem vilja vera utan við miðbæinn með næg bíla­ stæði og heldur ekki langt frá flugvellinum. Þó hótelherbergin séu öll frek ar ný er stöðugt verið að lagfæra og endurnýja til að gera herbergin enn vistlegri. Í kjall­ aranum eru miklar framkvæmdir í gangi við stækkun á matsalnum en þar rekur Oddsteinn Gíslason í Matbæ alla veitingasölu, bæði fyrir hótelið auk þess sem hann útbýr veislur og eldar grillmat. Matsalurinn verður tvöfaldaður að stærð, þó eiginlega tveir salir og undirbýr Oddsteinn opnun á hádegisveitingastað í byrjun sumars. Haukur horfir björtum augum á komandi ferðasumar enda séu bókanir fleiri en nokkru sinni fyrr. Hótel Hafnarfjörður fær góða dóma Haukur Birgisson hótelstjóri og móttakan á Hótel Hafnarfirði. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Aðalfundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn mánudaginn 2. apríl kl. 19 í Hásölum Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf • BKH • Önnur mál Súpa og brauð Að fundi loknum verður skemmtidagskrá með tískusýningu og söng Allir velkomnir Kær kveðja, stjórnin

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.