Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.10.1984, Blaðsíða 3
Augljóst er að gera verður stórátak í endur- menntunar- og menntunarmálum okkar starfsgreina. Allir virðast gera sér grein fyrir þessari brýnu þörf og hafa gert nokkuð lengi, hins vegar hefur gengið grátlega seint að koma á markvissu starfi í þessu sambandi. Á sínum tíma varð uppi fótur og fit í okkar félagi, þegar tveir félagsmenn, óiðnlærðir, hugðust fá að taka sveinspróf í viðkomandi iðngreinum samkvæmt hinni svokölluðu 10 ára reglu. í framhaldi af þeirri umræðu sem þá skapaðist í félaginu var ákveðið að félagið beitti sér fyrir því að óiðnlærðum félögum sem starfað hefðu í tilskilinn tíma væri gefinn kostur á að taka þátt í námskeiði sem lyki með sveinsprófi. Meiningin var að þessum námskeiðum yrði komið á fljótt, en í þessu máli eins og öðrum er að þessum málaflokki lúta varð reynslan sú, að málin gengu hægt fyrir sig. Hvað um það, nú er ákveðið að þessi námskeið hefjist í byrjun árs 1985 og verða þau fyrst um sinn fyrir óiðnlærða félaga í bókbandi og setningu, sem unnið hafa sex ár eða lengur í viðkomandi starfs- grein. Námskeiðin sem rekin verða með „öldunga- deildarsniði" verða vonandi til þess að hleypa nýju blóði í endurmenntunar- og menntunarmál stéttar- innar. 1984 Umbrotasamt ár er nú að kveðja. Þessa árs verður lengi minnst, enda opinberaðist á því, svo um mun- aði, að landið byggja tvær þjóðir: Verkafólk sem skapar arðinn og verður samt að leggja á sig ómælda yfirvinnu og vinnuálag til þess að skrimta og hin þjóðin sem hirðir arðinn og engu vill sleppa. Félag bókagerðarmanna og BSRB lögðu sitt af mörkum til að uppræta þetta misrétti. Sú barátta mun halda áfram að borga sig, hún var ekki einasta alvarleg aðvörun til auðstéttarinnar, hún hleypti jafn- framt nýju lífi í Alþýðusambandið, sem alltof lengi hefur legið í þyrnirósarbeðnum, ef marka má niður- stöður þings ASÍ. Að öllu samanlögðu er því ástæða til bjartsýni, verkafólk mun sækja sinn rétt. -mes PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Útgefandi FBM, Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurösson • Setning, filmu- vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiðjan ODDI hf. • Letur: Times og Helvetica • Hönnuður blaðhauss: Þórleifur Valgarður Friðriksson. PRENTARtNN 4.4.'84 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.