Prentarinn - 01.10.1984, Page 5

Prentarinn - 01.10.1984, Page 5
Forseti ASÍ á útifundi FBM og fleiri félaga. Hinn fjölmenni útifundur á Lækjartorgi. Á samningafundi. hefði ekki haft þá stöðu til glæsilegra átaka í 4 vikna verkfalli, ef við hefðum hikað í upphafi. Kristján Thorlacius formaður BSRB sagði líka á baráttusamkom- unni í Sigtúni 23. september: „Þið bókagerðarmenn standið nú í eldlín- unni; þið eruð brimbrjótar íslenskrar verkalýðshreyfingar í dag“. Hann skildi hver staðan var. Þegar litið er á átökin í samhengi er ljóst að hér var um að ræða atburða- rás, sem stigmagnaði þá möguleika, sem fyrir hendi voru hjá þessum sam- tökum, uns atvinnurekendur og ríkis- vald þeirra varð að láta undan. Það sem á skorti að meiri og tryggari sigur ynnist var, að önnur samtök verka- lýðsins bættust í hópinn og fylktu liði uns fullskipað var. Það hefði án nokk- urs efa ráðið úrslitum varðandi kauptrygginguna. Fyrir öllum þeim, sem gerðu sér grein fyrir því hvernig málin stóðu þegar bókagerðarmenn sömdu eftir sex vikna verkfall og BSRB eftir fjórar vikur í verkfalli, eru vinnubrögð verkalýðssambandanna „hinn óttalegi leyndardómur“, sem fáir skilja og engum finnst boða gott. En dýrkeypt reynsla færði hinu unga félagi bókagerðarmanna sjálfstraust og sjálfsvirðingu, sem ekki verður þurkuð út með hefndaraðgerðum ranglátra stjórnvalda né taumlausri ágirnd og yfirgangi atvinnurekenda. Aðeins þess skulum við minnast að sýta ekki orðinn hlut og eyddar krón- ur, heldur hugsa um og skilja sam- hengi þeirra hluta, sem gerðust og draga af því réttar ályktanir: Verkfallstíminn var rétt valinn, ann- ars hefðum við ekki brotið hefðina, unnið okkur sjálfstæða samningsstöðu og gert mögulega þá kraftmiklu og breiðu samstöðu, sem náðist með BSRB og skila mun á sínum tíma því sem á skortir í kauptryggingu og sóma- samlegum lífskjörum. Stefán Ögmundsson. jBOHWföggjy BLE£Rr[BF» k u irO rSTKii ’nl '8 iNii Wll f F r tttthsj rr?m Y

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.