Prentarinn - 01.10.1984, Síða 8
farinn að reskjast. Ég vissi að hann átti
mikinn þátt í kirkjubyggingunni og vann
töluvert að bókasafninu, það var þegar
það var í gamla barnaskólanum og Davíð
Stefánsson var þá bókavörður þar. Oddur
gaf mikið af bókum þangað, hann fékk
alltaf 1—2 trékassa á ári með bókum frá
Kaupmannahöfn og margt af þeim bókum
lét hann ganga til Amtsbókasafnsins.
Hann var dálítill grúskari. Hann var ekki
trúaður á sama hátt og flestir, hann var
það sem kallað er sóldýrkandi.
P: Hvar hafði hann kynnst því? Úr
bókum eða í Kaupmannahöfn?
S: Ég held hann hafi komist í kynni við
það í Kaupmannahöfn og eitthvað í grúski,
svipað og Jón heitinn Árnason. Og ég man
varla eftir að hann færi í kirkju, þó held ég
að hann hafi einu sinni farið á aðfangadag í
gömlu kirkjuna inni í fjöru.
Þ: Hann hefur þá ekki fyrirlitið önnur
trúarbrögð?
S: Nei, nei, síður en svo. Börn hans
voru skírð í kirkju og hann tróð ekki þess-
um skoðunum sínum upp á nokkurn
mann.
Þ: Sástu nokkrar athafnir í sambandi
við sóldýrkunina?
S: Nei, það sá ég ekki. En þetta er
nokkuð svipað og stjörnudýrkun, þannig
að henni fylgir mikið af útreikningum. Og
er þá teiknuð mynd, sem er í vissum reit-
um og vissum hlutföllum og allt tölusett.
Svo eru dregnar línur út frá þessu allavega
og sett inn á stjörnumerki og sólmerki og
annað slíkt.
Þ: Er þetta þá nokkurs konar framtíð-
arspá?
S: Já, nokkurnveginn er það. Og þó það
sé kallað sóldýrkun er það ekki að menn
séu að gapa móti sólinni heldur er átrúnað-
urinn á mátt sólarinnar á jarðlífið, mann-
lífið og náttúruna. Sko, hérna get ég sýnt
þér eitt merki, hér eru tákn og dregnar út
frá því línur.
Þ: Teiknaði Oddur þetta? Hér stendur
O. Bj. undir.
S: Já, þetta var notað til skrauts á
saurblöð á bækur. Ekki bara þær bækur
sem hann gaf út, þessi er frá Þorsteini M.
Jónssyni, Mamma litla. En Oddur fékkst
mikið við bókaútgáfu, hann gaf t. d. út
fyrstu alþýðufræðslubókina: Börn náttúr-
unnar. Sögur herlæknisins gaf hann út
1898. Hann gaf út góðar og vandaðar
bækur.
- Verkamaðurinn og Dagur
Þ: Hann var líka lærður setjari.
S: Já, Sigurður var vélsetjari. Þeir fengu
setningarvélina 1929 og hún var eingöngu
notuð fyrir bókasetningu. En það voru 2
blöð prentuð í prentsmiðjunni, það var
Verkamaðurinn og Dagur og þau voru
handsett. Og það var Þorkell Ottesen og
við nemendurnir sem settum blöðin. Keli
var mjög snaggaralegur við setninguna,
eldfljótur að setja, við höfðum ekki roð
við honum. Hann var léttlyndur og gaman-
samur en átti til að skvetta fullmikið í sig.
En hann var svo fljótur að setja að það var
stórmerkilegt og svo var það svo rétt, það
þurfti lítið að leiðrétta.
Það var eitt, sem Oddur varaði okkur
við, það var að láta lausaletrið í munninn.
Þ: Var það óttinn við blýeitrunina?
S: Bæði það og svo voru prentformarnir
þvegnir með lút. Oddur lagði ríkt á það við
okkur að stinga ekki upp í okkur leiðrétt-
ingarstöfum. Menn höfðu fengið blýeitrun
svo það var rík ástæða til að reka á eftir
þessu.
Mullersæfingar
Oddur hafði þann sið á morgnana að
fara út og hlaupa upp og niður brekkuna
hinum megin við götuna þar sem prent-
smiðjan stóð. Það var fyrsta æfing hans,
því hann gerði oft leikfimisæfingar á
morgnana. Að deginum til þurfti hann oft
að fara í bæinn, í banka, kaupfélagið og
þess háttar, en þegar hann kom til baka í
prentsmiðjuna gekk hann rösklega upp úti-
tröppurnar, greip um hurðarhúninn og
þeytti upp hurðinni, hún gekk inn, og svo
stökk hann jafnfætis upp og inn á gólf.
Þetta var ein af tiltektum hans eða sérvisku
sem mönnum fannst dálítið einkennileg.
En allt var þetta nú meinlaust. Einu sinni
ætlaði hann að læra á hjóli og Jón heitinn
Benediktsson, prentari, ætlaði að kenna
honum. Jón bjó rétt innan við Gróðrar-
stöðina og hjólaði alltaf á milli. Hann var
íþróttaunnandi og iðkaði alltaf Mullersæf-
ingar allsber fyrir utan húsið heima hjá sér.
Og frúrnar, sem stundum voru þarna á
gönguferð, kvörtuðu undan þessum bera
manni. Jæja, en Jón ætlaði að kenna Oddi
á hjóli, því hann langaði til að fara um
öðru vísi en fótgangandi. En Oddur hélt
aidrei jafnvæginu á hjólinu svo það varð
ekkert úr þessu.
Þ: Las hann mikið? Heldurðu að hann
hafi ekki skrifað eitthvað um sóldýrkunina
sem hafi birst einhvers staðar?
S: Jú, hann las geysilega mikið, tóm-
stundirnar fóru varla í annað. Og hann
skrifaði oft og ég hef stundum velt því fyrir
mér hvað hafi orðið af því; og hann skrif-
aði ýmislegt um þessa sóldýrkun. Hann
átti greinar í tímaritinu Jörð en ég held að
þær hafi verið um annað efni.
Þ: Fékk hann stundum heimsóknir?
S: Það var ekki mikið um það, helst
fjölskyldan. Ég man eftir að Sigurður Guð-
mundsson skólameistari, Brynleifur Tobí-
asson, Steingrímur Matthíasson og Kristin,
kona hans, og Sigurgeir Jónsson, sem þá
var með Guðspekifélagið komu til hans.
Það var þá oft í sambandi við ýmsar útgáf-
ur, sérstaklega Sigurður skólameistari, því
ársskýrsla Gagnfræðaskólans var alltaf gef-
in út og það var með Sigurð eins og Jónas
frá Hriflu, handritið var ekki læsilegt. Það
var helst þetta fólk sem leit til hans. Og
Halldóra Bjarnadóttir, hann prentaði Hlín
og var þeim oft hjálplegur í sambandi við
útgáfuna. En sjáðu til, Oddur var aldrei
einmana, hann var innan um fólk alla daga
í prentsmiðjunni og átti mörg áhugamál.
Þ: Hvernig var sveinsprófið þitt?
S: Ég var sá eini sem tók próf í prentun
þetta sinn. Og eitt af verkefnunum var að
prenta fjögurra lita mynd af konu hans.
Hann hélt ákaflega mikið upp á hana. Hún
var afar tíguleg kona og var klædd á mynd-
inni eins og greifafrúrnar fyrir aldamót og
þessa mynd átti ég nú að prenta eins og
listamaður hefði gert það: Klissjurnar
komu frá Danmörku, það var ekki byrjað
þá að gera litmyndaklissjur hér á landi.
Það var erfitt að prenta litmyndir þá, það
vantaði svo margt sem seinna kom til að
létta starfið. En þetta tókst bærilega hjá
mér, og ég þakka það því að myndamótin
voru úr kopar. Minnsta kosti var Oddur
ánægður með prófið mitt.
8
PRENTARINN 4.4'84