Prentarinn - 01.10.1984, Side 11

Prentarinn - 01.10.1984, Side 11
Ameríka Ameríka . . . og þorpið Cripple Creek er lítið „yfir- gefið“ þorp uppí fjöllunum. Hálfgerður draugabær. Þorpið virðist þó vera að lifna við smátt og smátt fyrir tilstilli ferðamanna. Þó þorpið virðist ekki hafa mikið uppá að bjóða er saga þess merk og vert að hennar sé minnst. Áður fyrr var Cripple Creek heimsins stærsti gullgrafarabær og það var hann frá 1894 þar til fyrri heimsstyrjöldin skall á. Staður- inn bauð uppá þrjár járnbraut- ir, þrjú söngleikahús og ónefndan fjölda „gleðihúsa“. í Cripple Creek er svo kallað „Magich Lanterna" leikhús. Með hljóði og myndum er hin landfræðilega og félagslega saga staðarins rakin. Gullið bókstaflega flæddi uppá yfir- borðið. Hinn mikli fjöldi gullfundarstaða voru fljótlega „keyptir" af þeim „stóru“. Gullleitarmennirnir urðu verkamenn í stað þess að verða miljónerar. Námumennirnir mynduðu með sér verkalýðsfé- lög, en tilraunir þeirra til að bæta kjörin voru brotnar á bak aftur með hervaldi ef annað ekki dugði. Þorpsblaðið Cripple Creek Gold Rush var heimsótt. Lítið blað sem kemur út í 1500 ein- - í kjallaranum undir ritstjórninni snýst gamla prentvélin. Sá tími er liðinn að fréttir af gullfundum, gleðihúsum og slagsmálum séu aðalefni blaðsins. Nú eru það mest upplýsingar til ferðamanna og auglýsingar eftir týndum köttum sem fylla síður blaðsins. tökum einu sinni í viku. Sami maður skrifar og prentar blað- ið. Konan hans sér um dreif- ingu og þess háttar. Fleiri starfa ekki að framleiðslu blaðsins. Vélakosturinn mundi sóma sér vel á mynjasafni. Sjálf prentvélin er frá fyrri hluta aldarinnar en þjónar þó vel sínum tilgangi enn. PRENTARINN 4.4.'84 11

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.