Prentarinn - 01.10.1984, Síða 12
Guðbrandsbiblía
400 ára
Merkisár í sögu
íslenskrar bóka-
geröar.
Árið 1984 er mikið merkisár í sögu ís-
lenskrar bókagerðar. Pá eru liðin 400 ár
frá því lokið var vinnu við „eitthvert mesta
prentlistarafrek hér á landi“ eins og Hall-
björn orðaði það í útvarpserindi 1940, um
prentunina á biblíu Guðbrands biskups
Þorlákssonar.
Prentarinn ætlar nú að minnast þessa
afreks með tvennu móti. í fyrsta lagi verð-
ur farið nokkrum orðum um það merki-
lega framtak íslenzkra bókagerðarmanna
að minnast 500 ára afmælis prentlistar-
innar í heiminum með einskonar „píla-
grímsför" að Hólum í Hjaltadal, árið 1940.
Þar var biblía Guðbrands merkust gjafa.
Þegar Þjóðverjar réðust með heri sína
inn í Danmörku og Noreg og Bretar síðar
hertóku ísland urðu margir tvíátta um rétt-
mæti þess að efna til slíkrar ferðar og
fagnaðar sem henni fylgdi. En að loknum
allmiklum fundarhöldum varðandi þau
sjónarmið, að hætta við allt saman, urðu
úrsiit þau að eindreginn vilji reyndist fyrir
því að halda við fyrri stefnu og ganga
tvíefldir til starfa. Allt var þetta ferðalag
hið merkasta, þótt ekki verði saga þess
sögð hér nú. Gott ágrip af henni er að
finna í desemberblaði Prentarans 1940.
Kvikmynd var gerð af ferðalagi og at-
burðum. Var hún unnin af Kjartani Ó.
Bjarnasyni og Sigurði Tómassyni. Vönduð
leiðarlýsing var gefin út, samin af formanni
Hólanefndar, Ólafi B. Erlingssyni. Barm-
merki var mótað úr silfri af Óskari Gísla-
syni gullsmið eftir uppdrætti Hafsteins
Guðmundssonar. Síðar kom út bókin
Prentlistin 500 ára: „Gefin út sem handrit
að tilhlutan Hins íslenzka prentarafélags á
kostnað ísafoldarprentsmiðju h. f.“ Hluti
af upplagi bókarinnar var fagurlega lýstur
af Hafsteini Guðmundssyni.
í öðru lagi verður útgáfu Guðbrands-
biblíu minnst með endurbirtingu á merki-
legri grein, sem prentarinn og skáldið
Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) rit-
aði í 6. árgang Prentarans undir heitinu
„Hólabiblíurnar gömlu“. Þar segir Guð-
mundur m. a. um Guðbrandsbiblíu:
„Biblía þessi er prýðilegasta bókin, sem
nokkurn tíma hefur verið prentuð á
íslandi, og stendur í engu að baki því
allra bezta, sem birtist á sama tíma í
þeim löndum, sem prentlistin hafði þá
lagt undir sig“.
H. í. P. kýs 11 manna undirbún-
ingsnefnd að Hólaferð.
Bókagerðarmenn sameinast
Á fyrsta fundi nefndarinnar var ákveðið að leita samvinnu við Félag
íslenzkra prentsmiðjueigenda um þessar minningarathafnir, svo og félög
bókbandssveina og bókbandsmeistara. Öll þessi félög tóku vel boði
H. í. P. um þátttöku í nefndarstörfum og lögðu til menn í nefndina. Það
þótti og sýnt, að nefndarstörfin myndu verða allumfangsmikil, og því var
það ráð tekið að bæta fjórum prenturum í nefndina og skipta henni í fimm
undirnefndir, er hver um sig fékk ákveðið hlutverk í hendur.
Pessir voru í nefndunum:
Stjórnarnefnd:
Ólafur Erlingsson, formaður, Porsteinn Halldórsson, ritari, Jón Pórðar-
son, gjaldkeri.
Útgáfunefnd:
Stefán Ögmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Jón H. Guðmundsson.
Ferðanefnd:
Vilhelm Stefánsson, Albert J. Finnbogason, Sigmar Björnsson.
Dagskrárnefnd:
Hallbjörn Halldórsson, Kjartan Ó. Bjarnason, Óskar Guðnason.
Fjárhagsnefnd:
Þorvaldur Þorkelsson, Kristján Ágústsson, Guðmundur H. Pétursson.
Frá Félagi íslenzkra prentsmiðjueigenda tóku þátt í nefndarstörfum:
Steindór Gunnarsson, Henrik W. Ágústsson.
Frá Félagi bókbandsiðnrekenda:
Porleifur Gunnarsson.
Frá Bókbindarafélagi Reykjavíkur:
Jens Guðbjörnsson, Aðalsteinn Sigurðsson.
Auk nefndarmanna sátu oft fundi nefndarinnar þeir Magnús H. Jóns-
son, formaður H. í. P., og Gunnar Einarsson, form. F. í. P.
Hólanefnd hélt alls tíu fundi, og auk þess héldu undirnefndirnar fjölda
funda. Til marks um starfið má geta þess, að síðasti fundur Hólanefndar
stóð yfir í sex klukkustundir!
12
PRENTARINN 4.4.'84