Prentarinn - 01.10.1984, Page 14

Prentarinn - 01.10.1984, Page 14
Vígslubiskup veitir biblíunni viðtöku Séra Friðrik Rafnar vígslubiskup tók við gjöfinni fyrir hönd kirkjunnar og þakkaði hana: Fyrir hönd Flóladómkirkju, Hólastiptis hins forna og hinnar íslenzku kirkju sem heildar, vil ég færa hér fram innilegustu þakkir fyrir þessa höfðinglegu og ágætu gjöf, sem Hið íslenzka prentarafélag hefir fært dómkirkjunni, þó ég hinsvegar geti ekki annað en minnst þess jafnframt, að raunalegt er það, að þurfa að þiggja slíka gjöf, svo augljós vottur sem það er um afturför þá og niðurlægingu sem norðlenzk menning og kirkjulíf hefir komist í á liðnum öldum, að héðan skuli hafa glatast með öllu dýrgripir þeir, sem vott bera um stórhug og dugnað hinna fyrstu brautryðjenda prentlistarinnar hér á landi. En einmitt þessvegna er þessi ágæta gjöf ennþá kærkomnari og skal þess betur þökkuð, sem hún sýnir líka þess betur skilning og velvilja prentarastéttarinnar og ræktarsemi hennar til þessara bernskustöðva hinnar svörtu listar hér á landi. Hafið hugheilar þakkir. . . Megi sú góðvild og skilningur prentarastéttarinnar sem einkennir þessa gjöf, alltaf lýsa sér í störfum hennar, athöfnum og framkvæmdum. Þá verður hún áfram eins og hingað til, ein þjóðfélagsins þarfasta stétt. Prestastefnan þakkar gjöfina LANDSSÍMI ISLANDS SlMSKEYTI frá Reykjavík Nr. 4955... 45 ORÐ 27/6 1940 Formaóur Hins íslenzka prentarafélags Reykjavík Prestastefnan þakkar hina sannauðugu gjöf hinna islenzku prentara Hólakirkju til handa um leió og hún minnist starfs prentlistar- innar i þágu islenzkrar kristni og þess frelsis, framfara og fagnaóar sem hún hefir um aldir fært á vegu íslenzkrar þjóóar. Sigurgeir Sigurósson Gjöfinni valinn staður Guðbrandsbiblíu var valinn staður á gröf Guðbrands biskups Þorlákssonar í kór dómkirkjunnar. Eins og áður er getið, er biblían í haglega smíðuðu skríni úr völdum viði. Skrfnið er smíðað af Helga Hallgríms- syni, en útskurð annaðist Ágúst Sigur- mundsson. Á framhlið skrínisins er letrað gotnesku letri: Guðbrandsbiblía Prentuð 1584 Prentstaður: Hólar í Hjaltadal Á bakhlið skrínisins er skráð með nú- tímaletri: Minningargjöf á fímm hundruð ára afmæli prentlistarinnar frá prentarastétt Islands Jónsmessa 1440 — 24. júní 1940 Biblían hvflir opin á skríninu. Áður en hún var lögð í það, var bókin opnuð „af handa hófi“, og kom upp opnan með 42. og 43. kap. í Spádómsbók Jesaja. En í upphafi 43. kapítula, sem var sá staður, er fyrst var lesinn, þá er bókin hafði verið opnuð, segir m. a. svo: „Ottast þú eigi, því að ég frelsa þig; ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er ég með þér, gegn- um vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig; gangir þú gegnum eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér“. 14 PRENTARINN 4.4.'84

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.