Prentarinn - 01.10.1984, Side 15

Prentarinn - 01.10.1984, Side 15
JflÉWTUSTIN 500 'flRfl Friðrik Rafnar, víxlubiskup flytur ræðu. Frumútgáfa . . . Það var ekki auðfengið eintakið af Guðbrandsbiblíu, en með því að Helgi Tryggvason bókbindari var ekki einhamur til slíkra aðfanga, tókst hon- um að afla eintaks, sem þeir feðgar, Helgi og Einar gerðu við og bundu þannig að réttmæli munu orð Magnús- ar H. Jónssonar: að það hafi tekist svo, að kalla megi það eitt besta ein- tak þessarar merku bókar, sem nú er völ á“. Hólaferðarinnar, þessa einstæða framtaks, þar sem fólk úr öllum grein- um bókagerðar, sameinaðist í einu stóru menningarátaki, var getið ræki- lega í öllum dagblöðum landsins, vikublöðum og víðar. Enda þótt margt væri lofsamlega unnið af íslenskum bókagerðar- mönnum til minningar um upphaf prentlistarinnar var það hápunktur at- burða 1940, þegar bókagerðarmenn drógu úr farteski sínu frumútgáfu af biblíu Guðbrands og færðu hana Hólastað til eignar og varðveislu. S. Ö. tók saman. PRENTARINN 4.4/84 15

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.