Prentarinn - 01.10.1984, Page 15

Prentarinn - 01.10.1984, Page 15
JflÉWTUSTIN 500 'flRfl Friðrik Rafnar, víxlubiskup flytur ræðu. Frumútgáfa . . . Það var ekki auðfengið eintakið af Guðbrandsbiblíu, en með því að Helgi Tryggvason bókbindari var ekki einhamur til slíkra aðfanga, tókst hon- um að afla eintaks, sem þeir feðgar, Helgi og Einar gerðu við og bundu þannig að réttmæli munu orð Magnús- ar H. Jónssonar: að það hafi tekist svo, að kalla megi það eitt besta ein- tak þessarar merku bókar, sem nú er völ á“. Hólaferðarinnar, þessa einstæða framtaks, þar sem fólk úr öllum grein- um bókagerðar, sameinaðist í einu stóru menningarátaki, var getið ræki- lega í öllum dagblöðum landsins, vikublöðum og víðar. Enda þótt margt væri lofsamlega unnið af íslenskum bókagerðar- mönnum til minningar um upphaf prentlistarinnar var það hápunktur at- burða 1940, þegar bókagerðarmenn drógu úr farteski sínu frumútgáfu af biblíu Guðbrands og færðu hana Hólastað til eignar og varðveislu. S. Ö. tók saman. PRENTARINN 4.4/84 15

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.