Prentarinn - 01.10.1984, Page 16

Prentarinn - 01.10.1984, Page 16
Hóla-biblíurnar gömlu Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) höfundur þessarar greinar. Árið 1930 eða um það bil eru liðin 400 ár síðan fyrsta prentsmiðjan kom til fslands. t>á ætti vel við að gefa út ýtarlegt yfirlit yfir sögu prentlistarinnar hér á landi og skýra það með nægum myndum og sýnishornum frá öllum öldunum. Engum stendur nær að taka þetta verk að sér en prentarastéttinni, og ætti henni að vera það sannur metnaður að hrinda því af stað og leysa það svo af hendi, að vel mætti við una. En þar sem hér er um all-mikilsverðan þátt í menning- arsögu íslands að ræða, má telja sennilegt, að einhver dálítill styrkur fengist af landsfé til að standast prentunarkostnaðinn. Ég hefi haft þetta í huga um tíma og leitast við að kynna mér ofurlítið sögu prentlistarinnar á undanförnum öldum og safna mér sýnishornum af prentun frá ýms- um tímum þessara alda. Ég skal játa það, að ég er skamt á veg kominn, og óvíst, að mér auðnist nokkurn tíma að fá heildarlegt yfirlit yfir eldri aldirnar. Þó er ég ekki í efa um, að sá efnisforði, sem ég nú þegar ræð yfir, getur orðið til talsverðs stuðnings þeim, sem örðugt á með að nota söfnin. En við slíkt verk er það mikilsvert að hafa sem allra mest af efni sínu við hendina. í þetta skifti ætla ég að minnast lauslega á Hóla-biblíurnar gömlu. Þær eru minnis- varðarnir, sem hæst gnæfa í sögu prentlistarinnar. Ég ætla ekki að fara að lýsa þeim ýtarlega, enda væri það árang- urslaust, þar sem sýnishorn vanta til skýr- ingar. Árið 1571 var Guðbrandur Þorláksson vígður til biskups á Hólum. Tveir biskup- arnir, sem næstir höfðu verið á undan hon- um á Hólum, Jón Arason og Ólafur Hjaltason, höfðu haft prentsmiðju í Norð- lendingafjórðungi að minsta kosti síðan 1531. Eru enn til einhver sýnishom af bókum þeim, sem Ólafur Hjaltason lét prenta, og áreiðanlegar fregnir um margar þeirra, en af bókum Jóns Arasonar þekkj- ast aðeins tvær af sögusögn, en til eru aðeins tvö blöð úr annari þeirra, sem ný- lega fundust í Svíþjóð. Guðbrandur biskup lét það nú verða eitt af fyrstu verkum sínum í biskupsdómi að kaupa nýja prentsmiðju og flytja hana heim að Hólum (1578). Voru þá um tíma tvær prentsmiðjur í Norðurlandi, því að Jón Jónsson (Matthíassonar) var með prentsmiðju sína á Núpufelli í Eyjafirði (hafði áður verið með hana á Hólum nokk- ur ár). Skömmu síðar keypti biskup Núpu- fellsprentsmiðjuna og réð Jón Jónsson í þjónustu sína. Með konunglegu leyfisbréfi, útgefnu af Friðriki 2. Danakonungi 19. apríl 1579, fékk Guðbrandur biskup leyfi til að þýða biblíuna og láta prenta hana á íslenzku. Einnig var sú kvöð lögð á allar kirkjur á landinu að gjalda til biblíuþýðingarinnar einn ríkisdal eða þess virði í vörum og kaupa síðan eitt eintak af biblíunni fyrir 10 ríkisdali. Síðan lagði konungur til biblíu- útgáfunnar allmikið fé, en ekki ber heim- ildarritunum saman um, hversu mikið það hafi verið. Nefna sumir 200 dali, aðrir 300, 500 eða 3000 dali. Líklega eru áreiðanlegar heimildir glataðar, hafa farist í öðrum hvorum Kaupmannahafnar-brunanum, 1728 eða 1807. Hæsta upphæðin, 3000 dal- ir, eru tekin hér eftir æfisögu Guðbrands biskups í „Ny Samling af Danske, Norske og Islandske Jubel Lærere" (bls. 173), en hana hefir ritað gagnfróður maður, mag. Hálfdán Einarsson. Sé hún rétt, virðist það ekki með öllu ástæðulaust, sem vinir bisk- ups brugðu honum um, að hann hefði „okrað“ á biblíunum. 10 ríkisdalir eru ekk- ert smáræðis-andvirði fyrir eina bók. Pen- ingar voru þá margfaldir að verðgildi við það, sem þeir eru nú. Snemma á 18. öld voru 4 ríkisdalir taldir jafngilda einu jarð- arhundraði. Hafi verðgildi dalanna verið líkt í lok 16. aldar, hefir biblían kostað 2!/2 jarðarhundrað — og þó einum dal betur, sem til hennar var lagt fyrir fram. Viðey, ein af dýrustu jörðum landsins, er í jarða- bókum virt á 120 jarðarhundruð; hefðu því fengist fyrir hana samkvæmt þessu 48 biblíur! Þegar leyfið var fengið, prentsmiðjan orðin vel vinnufær og féð tryggt, lét Guð- brandur biskup fara að vinna að útgáfu biblíunnar af alefli. Eins og kunnugt er, var nýja testamentið áður út komið á ís- lenzku (prentað í Hróarskeldu 1540), en ekki er mér kunnugt um, hversu mikið biskup hefir notað þá þýðingu; hann getur hennar ekki í formálanum fyrir sínu nýja testamenti, og ég hefi ekki borið þýðing- arnar saman. En gamla testamentið hygg ég að Guðbrandur hafi að minsta kosti þýtt alt einsamall, og er það ekkert smáræðis- verk, einkum er það er tekið til greina, að þetta er fyrsta þýðing, sem hlýtur að hafa haft feikna-erfiðleika í för með sér.1J Til þess að greiða sem mest fyrir verkinu lét hann 7 „sveina“ vinna í prentsmiðjunni auk yfirprentarans. Sjálfur las biskup próf- arkirnar og hafði yfirumsjón með öllu verkinu. Og 7. júní 1584 er þessu mikla bókmentaverki lokið — biblían fullprent- uð. Guðbrandur biskup hafði einnig ráðið til sín útlenda bókbindara og aflað þeim efnis til bókbands. Margar af þeim Guðbrands- biblíum, sem enn eru til, eru í því bandi, sem hann lét binda þær í heima á Hólum fyrir meira en 330 árum. Biblía þessi er prýðilegasta bókin, sem nokkurn tíma hefir verið prentuð á íslandi. 16 PRENTARINN 4.4.’B4

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.