Prentarinn - 01.10.1984, Qupperneq 20

Prentarinn - 01.10.1984, Qupperneq 20
Tryggvi Sveinbjörnsson og Helgi Hrafn Helgason vinna að bókbandinu. átak, en það var gaman að vinna við þetta. Það var mikið mál að handsauma svona stóra bók, um 78 arkir. Þess vegna var leitað til reyndra sauma- kvenna útí bæ með hluta af upplaginu. Það voru þær Jóna Einarsdóttir og Sigurleif Þórhallsdóttir. Nú, svo voru góðir sveinar hjá Bókfelli, eins og þú manst, sem unnu við bandið. Hvernig gekk þetta svo til að öðru leyti? — Skinnið var frá Skinnaverksmiðj- unni Iðunni á Akureyri. Það fór eitt kálfsskinn á bók. í sambandi við bindið voru tvö vandamál. í fyrsta lagi að þrykkingin kæmi nógu vel út. Þetta var reynt að leysa með því að bleyta skinnið, en það dugði ekki alltaf til vegna fitunn- ar. I öðru lagi var það stærðin á bind- unum, en það leystist með því að fjór- setja inn í gyllingarvélina, sem var þó stór sænsk gyllingarvél, sem enn er notuð. Öll tölusettu eintökin (500) voru lituð rauð í sniðum. Þau voru fyrst pússuð eins og undir sniðgyllingu. Við notuðum slípirokk og sandpappír, síð- an var borin á hrærð eggjahvíta og þá litað, en síðast pússað yfir með kerta- vaxi. Magnús Már Lárusson taldi á sínum tíma, að handbrögð okkar hefðu sennilega verið lík þeim handbrögðum sem viðhöfð voru um siðaskiptin. Lögbergsutgafan 1984 Bókfell hefur nú tekið að sér öðru sinni að binda Guðbrandsbiblíu. Það er Lögberg, bókaútgáfa Sverris Krist- inssonar sem gefur hana út. Við spurð- um Guðmund hvort bandið væri núna frábrugðið hinu frá 1956. — Já, það er öðruvísi skinn. Nú er notað Oasi-skinn (geitarskinn) og kálfskinn og það er krossviður í spjöld- unum. Formeringarnar (brúnirnar) eru með fláa á innanverðum spjöldunum. Skreytingin er líka með allt öðru móti. Við höfðum samband við Ólaf Pálmason, en hann hafði umsjón með útgáfunni og spurðum hvað hann hefði að segja. - Fyrirmyndin að bókbandinu er eftir eintaki úr Háskólabókasafni, sem ætlað er að sé upprunalegt band. Aft- ur á móti var bandið 1956 eftir fyrir- mynd úr Landsbókasafni sem Svíar gáfu okkur 1930 og er sænskt nútíma- band. í sambandi við ljósmyndunina var núna notað eintak úr Þjóðminja- safninu, en úr Landsbókasafni og Háskólabókasafni 1956. Mikið af blaðsíðunum var núna ljós- myndað aftur í Kassagerð Reykjavík- ur, m. a. allar myndasíður. Það var dálítið leiðinlegt með fyrri prentunina, að hún var svolítið flekkótt í brúna litnum (þ. e. eintökin sem voru um- fram 500). Þetta var allt handredúser- að núna eins og í fyrra skiptið, sagði Ólafur. Við náðum tali af Einari Sigurðs- syni, offsetljósmyndara og verkstjóra í Kassagerðinni. Hann sagði að það prinsipp væri meira uppi núna, að hafa endurtökuna sem líkasta frummynd- inni. Þannig að gallar í frumprentun haldi sér. Það var t. d. ekki redúserað inn í stöfum, sagði Einar, en reynt var að hreinsa í kring, ef mikið var af blettum í filmunni. Þetta var meiri vinna en við bjugg- umst við. Ef búið var að skafa mikið í einhverja filmuna var hún ekki notuð, en tekin ný mynd. Uppundir helming- ur af blaðsíðunum var ljósmyndaður upp á nýtt. Eins og 1956 var núna smíðaður sérstakur útbúnaður úr tré til þess að ná betri árangri við ljós- myndunina. Sverrir Kristinsson Að lokum var leitað til Sverris Krist- inssonar og hann beðinn að segja les- endum blaðsins frá útgáfunni. - 6. júní 1984 er liðin voru 400 ár frá þeim merkisdegi að Guðbrandur Þorláksson lauk prentun biblíu sinnar, lauk í Kassagerð Reykjavíkur ljós- prentun Guðbrandsbiblíu. Guðbrandsbiblía er nú gefin út í takmörkuðu upplagi, 400 tölusettum eintökum. Það mun hafa verið 1981 er við fórum að vinna að undirbúningi þessarar útgáfu. Við gerð þessarar ljósprentunar hefur verið líkt mjög eft- ir frumútgáfunni. Til fyrirmyndar við ljósprentunina voru höfð þrjú eintök í eigu Þjóðminjasafns, Háskólabóka- safns og Landsbókasafns. I Danmörku var framleiddur sér- stakur pappír til útgáfunnar, sem er eftirgerð handunnins pappírs sem not- aður var til bókagerðar á miðöldum. Á Bretlandi voru verkuð bæði kálf- skinn og geitarskinn til útgáfunnar, en bókin er bundin í alskinn. Band á Guðbrandsbiblíu, í eigu Háskólabóka- 20 PRENTARINN 4.4.'84

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.