Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Side 13

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Side 13
www.fjardarposturinn.is 13 Miðvikudagur 24. apríl 2013 3 Samfylkingin í Suðvesturkjördæmi · Apríl 2013 Nú stöndum við öll saman! Alþingiskosningarnar á laugar­ daginn skipta miklu fyrir framtíð Sam fylkingarinnar og stöðu jafnaðar manna við stjórn landsmála. Verkefnin sem hefur þurft að leysa undanfarin fjögur ár hafa verið erfiðari en nokkur ríkisstjórn hefur þurft að horfast í augu við í sögu íslenska lýðveldisins. Það tókst að endurreisa nánast gjaldþrota þjóðarbú og byggja traustar undirstöður fyrir nýtt framfaratímabil. Margir virðast nú trúa á töfralausir í stað ábyrgrar efnahagsstjórnar sem getur tryggt bætt lífskjör, jöfnuð og aukið réttlæti í samfélaginu. Látum ekki þann mikilvæga árangur sem hefur náðst verða að engu. Í okkar kjördæmi snýst baráttan um að tryggja örugga kosningu varaformannsins okkar og núverandi fjármálaráðherra Katrínar Júlíusdóttur. Hún hefur sýnt það í störfum sínum að hún er bæði öflugur og traustur stjórnmálamaður og sannur jafnaðarmaður. Það skiptir okkur öllu máli að nýtt samfélag verði byggt á lýðræði, jafnrétti og frelsi, hornsteinum jafnaðarstefnunnar. Þess vegna stöndum við öll saman og hvetjum þig að fylkja liði með Samfylkingunni í kosningunum á laugardaginn. Höfum í huga að hvert einasta atkvæði skiptir máli Með baráttukveðjum Guðmundur Rúnar Árnason fyrrv. bæjarstjóri Gunnar Svavarsson fyrrv. bæjarfulltrúi og alþm. Sigríður Björk Jónsdóttir bæjarfulltrúi Ingvar Viktorsson fyrrv. bæjarstjóri Hörður Zophaníasson fyrrv. bæjarfulltrúi Lúðvík Geirsson alþm. og bæjarfulltrúi Gísli Ó. Valdimarsson fyrrv. bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir forseti bæjarstjórnar Ellý Erlingsdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi Guðfinna Guðmundsdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi Tryggvi Harðarson fyrrv. bæjarstjóri Eyjólfur Sæmundsson bæjarfulltrúi Jóna Dóra Karlsdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi Jón Sæmundur Sigurjónsson fyrrv. alþm Jóna Ósk Guðjónsdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson form. bæjarráðs Hafrún Dóra Júlíusdóttir fyrrv. bæjarfulltrúi

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.