Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 14

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Qupperneq 14
14 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 24. apríl 2013 Ávarp verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði á 1. maí 2013 Það þarf meiri kjark til að segja satt, en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Svona hljómar fyrsta erindi í hinu magnaða ljóði Lífsþor, eftir Hafnfirðinginn Árna Grétar Finnsson. Nú eru alþingiskosningar ný afstaðnar og maður veltir því fyrir sér hvort og þá hverjir af þeim sem kosningu hlutu hafi haft meiri kjark til að segja satt, en ljúga? Voru menn kannski bara að tryggja sinn eigin valdaveg? Gylliboð stjórnmálamannanna hafa sjald­ an verið kræsilegri. Íslenska þjóðin er svo að fram komin að hún lætur nánast bjóða sér hvað sem er. Og það verður fróð legt að fylgjast með efndum þeirra stjórn mála­ manna sem nú komust til valda. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir í byrjun desember næstkomandi og hjá þeim sem starfa hjá hinu opinbera í byrjun árs 2014. Atvinnurekendur, kaup­ menn, þjónustuaðilar hverskonar eru búnir að vera leynt og ljóst að gera því skóna að það sé ekkert um að semja annað en þakk­ læti fyrir það að fá að mæta til vinnu og þjóna þeim sem auðinn á. Þá er öllum ljóst hvernig skorið hefur verið niður í opinbera geiranum, hjá ríki og sveitafélögum, þar er ástandið þannig að launafólk starfar við gjörbreyttar aðstæður sem vafalaust mun verða teknar til kostanna í komandi kjara­ samningum. Opinberir aðilar, ríkið og sveitafélögin, eiga að standa vörð um hagsmuni fólksins og heim ilanna, grípa inní þegar illa árar eins og undangengin fimm ár þegar þúsundir starfa glötuðust í efnahagshruninu. Vera með atvinnuaukandi verkefni tiltæk, halda hjól um samfélagsins gangandi, skapa skil­ yrði til atvinnuuppbyggingar til að milda áhrif eyðileggingarinnar sem hefur haft svo afdrifa rík áhrif á líf okkar. En nei opinberu aðilarnir voru hvað ágjarn­ astir í útrýmingu lífsgæðanna sem búið var að vinna að í marga áratugi með óraunhæfri þenslu og hafa þurft að skera svo mikið niður í þjónustu sinni með hækkuðum gjald skrám í hverskonar þjónustu sem þeim ber þó að veita að lífskjör fólks hafa rýrn að gríðarlega. Ekki þarf að horfa lengra en til heilbrigðiskerfisins sem eitt sinn var flagg­ skip opinberrar þjónustu en er nú rústir einar. Og svo eru það sjómennirnir okkar sem enn eru samningslausir og hafa verið lengi. Þeir eru látnir taka þátt í rekstri útgerðanna á meðan sægreifarnir mylja undir sig en væla undan auðlegðar skattinum. Segja að ekkert sé um að semja nema frekari þátttöku sjó­ manna í rekstri útgerðanna. Við verðum að hafa sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, já trúa ekki hræðsluáróðri þeirra sem einir vilja sitja að gnægtaborðinu og stjórna því hvort og þá hvaða molar koma í okkar hlut. Peningaágirndin á sér engin takmörk. Heyrst hafa raddir um að þjóðnýta skuli lífeyr is sjóði landsmanna. Í augnabliks pen ingagræðgi og eftir nær hálfrar aldar upp byggingu lífeyriskerfisins vilja sumir aðilar að þessi dýrmæti sparnaður okkar renni í hendurnar á þeim sem ekki kunna neitt ann að en að eyða og sóa. Mönnum getur varla ver ið alvara. Við þurfum að standa vörð um af komu fólks á efri árum, berjast fyrir enn betri réttindum. Það verður ekki gert með að þurrka út sjóðina heldur byggja á því sem áunn ist hefur. Kæru félagar við þurfum að hafa kraft til að mæla fyrir múgsins boðun, almenningur þarf þak yfir höfuðið og standa þarf vörð um gildi og mikilvægi fjölskyldunnar. Leiðrétta þarf þá eignarupptöku sem átt hefur sér stað þannig að lántakendur sjái raunverulegan ávinning í skilvísi sinni. Það þarf að skapa fólki fleiri valkosti búsetuforms. Fólk má ekki lokast inn í gölluðu húsnæðiskerfi sem forræðisöflin hafa skammtað okkur. Fjölskyldan og fjölskylduformið á að fá að vaxa og dafna í þeirri mynd sem hver og einn velur sér. Unga fólkið sem er að hefja sína lífsgöngu á vinnumarkaði er í ánauð í for­ eldrahúsum þar sem það er nánast ógern­ ingur fyrir þau að kaupa húsnæði. Og þeir sem eldri eru búa í fjötrum, fjötrum eigna sinna og „barna“ sem ekki hafa efni á að fara að heiman. Einstaklingurinn, fjölskyldan, á að fá að blómstra í ákvörðun sinni og búa við öryggi í húsnæðismálum, það er ríkidæmi sem einkennir gott og réttlátt samfélag. Við erum neitendur og þurfum að sjá okkur og fjölskyldum okkar farborða. Matarkarfan sem fólk hefur efni á er orðin ansi fátækleg. Það er orðið ómögulegt fyrir venjulegt launa fólk að láta enda ná saman. Verðlag er með þeim hætti að fólk er við hungurmörk. Kaupmenn vísa aðilum launafólks á dyr sem eru við verðlagseftirlit. Þeir vilja vera í friði með sína græðgis álagningu. Við verðum að taka höndum saman og versla við þá sem hógværastir eru í álagningunni. Það er besta verðlagseftirlitið og aðhaldið sem þessir aðilar fá. Og eins og segir í ljóðinu, höfum manndóm til að hafa eigin skoðun. Við skorum á stjórnvöld sem nú komust til valda að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Blása lífi í þau fyrirtæki sem enn lifa og greiða fyrir nýjum atvinnugreinum. Ekki einungis lofa niðurfellingu skulda, hækkun bóta, lækkun skatta og að landinn þurfi ekki hafa nokkrar áhyggjur af lífsviðurværinu. Ekki lifum við á bótum og ölmusu hvert af öðru, við þurfum og viljum ATVINNU til að fæða fjölskyldur okkar og standa við þær skuldbindingar sem við undirgengumst. Við lifum í alsnægta landi með óteljandi tækifærum. Ósérhlífni og dugnaður hefur verið okkar aðalsmerki. Við höfum aldrei látið óveður, eldgos eða hverslags mótlæti sem á vegi okkar hefur orðið stoppa okkur. Það hefur bara stappað í okkur stálinu og við barist til sigurs og það ætlum við líka að gera núna. Við krefjumst þess að jarðvegur framtíðarinnar verði plægður fyrir alla landsmenn, að allir hafi jöfn tækifæri til sjálfbærni og fái að vaxa og dafna, landi og þjóð til farsældar. Með samtakamættinum sigrum við!

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.