Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Page 27

Fjarðarpósturinn - 24.04.2013, Page 27
www.fjardarposturinn.is 27 Miðvikudagur 24. apríl 2013 Íþróttir Handbolti: Úrslit karla: 29. apríl kl. 20, Ásvellir Haukar ­ Fram (1. leikur) 1. maí kl. 19.45, Framhús Fram ­ Haukar (2. leikur) Handbolti úrslit: Karlar: ÍR ­ Haukar: 20­21 Fram ­ FH: 21­20 Haukar ­ ÍR: 25­24 FH ­ Fram: 23­24 Sýning um Hellisgerði Sumardaginn fyrsta verður opnuð í Sverrissal Hafnar­ borgar sýningin Hellisgerði, blóma­ og skemmtigarður. Hellis gerði er einn elsti opin­ beri skrúðgarður á Íslandi. Hann var fyrst opn aður árið 1923 og var þá ætlað að vera blóma­ og skemmti garður í ört vaxandi bæ. Á sýningunni í Hafnarborg verður mannlífið í garðinum skoðað í spegli tímans, sjónum beint að gróðri og stemningu á ólíkum tímum. Sýndar verða teikn ing ar og uppdrættir, ljós mynd ir, kvik­ myndir og gripir sem tengjast garðinum. Boðið verður upp á fjöl breytta dagskrá í tengslum við sýning una. Hún er sérstök greinin sem Lúðvík Geirsson, fyrrum bæjar­ stjóri og þingmaður skrifar um Sól vang í síðasta blaði Fjarðar­ póstsins. Ekki síst þegar haft er í huga að þar fer maður með mikla reynslu af bæjarmálum og eitt­ hvað af landsmálum. Hefði ég nú haldið í ljósi þeirrar reynslu og þess sem gengið hefur á í íslensku samfélagi á um liðnum árum að betra væri að staldra við með hagsmuni eldri borg ara og allra Hafn firðinga að leiðarljósi. Svo ég tali nú ekki um framtíð Sólvangs og mikilvægis hans í þágu menn­ ingar­ og samfélags uppbygg­ ingar. Eða á að vaða áfram eins og gert var með St. Jósefsspítala sem endaði með lokun þeirrar stofnunar sem Jósefssystur hófu með merkum hætti. Yfir þá sögu og mikilvægu starfsemi var valtað af núverandi ríkisstjórn sem Lúðvík Geirsson hefur stutt dyggilega. Eflaust munu ein­ hverjir segja – en var það ekki í tíð heil brigð­ is ráðherra Sjálfstæðis­ flokks ins sem menn fóru af stað með breyt­ ingar á St. Jósefsspítala? Jú, það er rétt; markmiðið var að breyta spítal anum í miðstöð öldr unar þjónustu ásamt því að styrkja hvíldar inn lögn. Bæjar­ búar höfðu sínar efasemdir og gleym ir enginn fjöl menn um fundi í Strand götu. Heilbrigð is ­ ráðherra, Guðlaugur Þór ákvað í kjölfar fund arins að skipa samráðshóp sem færi betur yfir málefni St. Jósefs spítala. Fyrsta verk heil brigðisráð herra vinstri stjórnar innar var að feykja þeim hópi út af borðinu. Næsta skref stjórn arinnar undir for ustu Guð­ bjarts Hann essonar og flokks­ bróður Lúð víks var að slökkva ljósin á spítal anum; enginn áhugi var á umræðu um framtíð spítalans og engin mótmæli eða fyrivarar voru settir af hálfu sam­ fylkingar manna úr Hafnar firði. Það er ekk ert óeðlilegt að farið sé í breyt ingar sem geta verið erfiðar, en þegar liggur fyrir að þjónustan hefur versnað mjög er rétt að menn spyrni niður fæti þegar spila á næsta vers í heilbrigðis málum okkar Hafn­ firðinga. Eða vita menn ekki að vegna lokunar St. Jósefs spítala hefur biðlisti eftir aðgerð um m.a. vegna grindar botns, legsigs ofl lengst verulega. Er þetta bara eitt af því sem svikið var. Þótt Lúðvík Geirsson eigi erfitt með að kannast við aðkomu Sam fylkingarinnar að lokun St. Jósefsspítala má það ekki verða til þess að Sólvangur hljóti sömu örlög. Í ljósi þessarar bitru sögu okkar Hafnfirðinga hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn lýst því yfir að rétt sé að fara vel yfir málefni Sólvangs, skoði þær forsendur sem gefnar voru við uppbyggingu hjúkrunarheimila árið 2006 með það að markmiði að í Hafnarfirði verði rekin öflug öldrunarþjónusta og fram tíðar­ hlutverk Sólvangs verði tryggt. Þetta er ósköp einfalt. Lærum af sögunni, vinnum saman. Það er hallærislegt og beinlínis skaðlegt ef það á að skipta máli hvaðan gott kemur. Samstaðan skilar okkur lengra. Höfundur er þingmaður fyrir Hafnarfjörð. Þið lokuðuð St. Jósefs, Lúðvík Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ..bæjarblað Hafnfirðinga Hafnfirska fréttablaðiðBiskup Ísland skoðar byggingu Krýsuvíkurkirkju. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n www.facebook.com/ fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.