Prentarinn - 01.03.1987, Síða 3
Verkafólkið og
pólitíkin
Þegar þetta er skrifað liggja úrslit alþingiskosninga
ekki fyrir og því enn óljósara um myndun ríkisstjórnar í
kjölfar þeirra. Áhrif verkafólks á stjórn landsins hafa verið
afar takmörkuð um langan tíma, pólitísk áhrif verkalýðs-
hreyfingarinnar býsna bágborin. Þetta er slæmt í Ijósi
þeirra staðreynda að forsendur þess að þær réttarbætur
sem verkalýðshreyfingunni hefur tekist að knýja fram í
samningum og í gegnum löggjafarvaldið haldi, eru þær
að pólitísk staða verkalýðshreyfingarinnar sé sterk. Það
er deginum Ijósara að svo er ekki í dag. Aðgerðir stjórn-
valda á nýliðnu kjörtímabili hafa verið svo gerræðislegar í
garð verkafólks að ekkert sannar betur veika stöðu hreyf-
ingarinnar, enda hefur hún setið aðgerðarlaus hjá.
Stjórnvöld hafa bókstaflega getað boðið verkalýðshreyf-
ingunni uppá hvað sem er, eins og dæmin sanna.
[ kosningunum voru nokkrir í framboði sem jafnframt
hafa valist til forsvars innan verkalýðshreyfingarinnar,
það sem vekur athygli í þessu sambandi er að þá er að
finna á nær öllum framboðslistum. Er ekki einmitt þarna
að leita hins pólitíska veikleika? Menn í verkalýðshreyf-
ingunni eru að halda að það sé sama í hvaða stjórnmála-
flokki þeir hasla sér völl útfrá hagsmunum verkafólks.
Staðreyndin er sú að við búum við stéttarskiptingu á (s-
landi. Verkafólk getur ekki reitt sig á aðra en sig sjálft og
þau pólitísku samtök sem lýsa yfir fullum stuðningi við
hagsmuni verkafólks og starfa í samræmi við það. Spurn-
ingin ersú, eru þessi pólitísku samtökstarfandi í landinu?
Er ekki tímabært að verkalýðshreyfingin taki pólitíkina til
alvarlegrar umfjöllunar í því augnamiði að geta varið
hagsmuni verkafólks? Mín tillaga er sú að hafist verði
handa strax með ráðstefnuhaldi og þrotlausri fræðslu um
gildi hins pólitíska starfs í samfélagi sem í eðli sínu er
andstætt hagsmunum verkafólks enda við stjórnvölinn
handhafar auðsins.
Trúnaðarmenn á námskeiði í Ölfusborgum. Á slíkum samkom-
um ætti að ræða um pólitíska stöðu verkafólks.
Barátta í 90 ár
Hátíðarhöldum vegna 90 ára sögu samtaka bóka-
gerðarmanna er nú lokið, þau tókust í alla staði afar vel.
Okkur bárust margar góðar kveðjur og eru þær þakkaðar
heilshugar. Félagsmenn færðu félaginu veglega gjöf,
sjónvarp og myndbandstæki. Sérstök ástæða er til þess
að fagna þessari gjöf því hún sýnir að samtök okkar eru
lifandi og hún sýnir að félagsmenn vilja byggja upp starfið
enn betur. Nú skal ný tækni fjölmiðlunar tekin í notkun.
Félagsmenn skulu geta komið í nýuppgert félagsheimili
sitt og notið fræðslu um hin ólíkustu efni með aðstoð
nýrrar tækni. Níutíu ár og við erum enn í stuttbuxunum,
þrotlaust, en ánægjulegt starf bíður okkar. Samstaða og
aftur samstaða og okkur mun takast að breyta þjóðfélg-
inu til hagsbóta fyrir vinnandi fólk. Til hamingju bóka-
gerðarmenn.
-mes
prentprinn
I MALGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA
PRENTARINN - málgagn Félags bókageröarmanna • Utgefandi FBM,
Hverfisgötu 21 • Ritstjóri: Magnús Einar Sigurðsson • Setning, filmu-
vinnsla, prentun og bókband: Prentsmiöjan ODDI hf. • Letur: Times og
Helvetica • Hönnuöur blaðhauss: Þórleifur Valgaröur Friöriksson.
PRENTARINN 3.7/87
3