Prentarinn - 01.03.1987, Qupperneq 4

Prentarinn - 01.03.1987, Qupperneq 4
Yfirlit yfir slarfsemi FBM1986-1987 Enn setjumst við niður og lítum yfir liðna tíð. Aðalfundur er æðsta stofnun félags okkar, þar eru liðnir atburðir vegnir og metnir, þar leggjum við línur um starfið framundan. Pað er því aug- Ijóst hversu mikilvægt það er að félags- menn taki þátt í störfum aðalfundarins. Við höfum ekki alltaf verið ánægð með þátttökuna í aðalfundum samtaka okkar og stundum hefur þeirri hugmynd verið hreyft hvort ekki sé eðlilegt að þátttaka sé tryggð með kosningu fulltrúa frá hverjum vinnustað, þó fundurinn yrði að sjálfsögðu opinn öllum öðrum félags- mönnum jafnframt. Kosning slíkra full- trúa ætti ef til vill að gilda um alla félags- fundi, kosningin gæti verið til árs í senn. Þetta fyrirkomulag mundi tryggja lág- marks þátttöku á öllum fundum auk þess sem það mundi endurspegla þær skoðan- ir sem uppi eru hjá félagsmönnum á hverjum tíma. Auk kjarabaráttunnar og allmerkra kjarasamninga á síðasta starfsári hefur starfsemin einkennst af tvennu: Endur- bætur á félagsheimilinu hafa staðið yfir allan tímann bæði innan húss sem utan og síðan hefur undirbúningur 90 ára af- mælis samtaka okkar tekið sinn tíma. Vissulega hefur margt annað skipað veg- legan sess og verður vikið að því í þessu yfirliti. Á síðasta aðalfundi var undir- strikað hversu mikilvægt hlutverk verka- lýðsfélagsins er á tímum þegar harðnar á dalnum og fólk lendir í efnahagslegum þrengingum, á vonarvöl. Þetta er því miður ástæða til að árétta hér og nú. Fé- lagsmenn FBM hafa ekki frekar en ann- að verkafólk farið varhluta af þeim álög- um sem stjórnvöld hafa lagt á fólk. í því sambandi hefur fólk að sjálfsögðu oft leitað til félagsins og er ánægjulegt til þess að vita að oft hefur tekist að greiða götu þess bæði í raunverulegri merkingu sem og í andlegri. Svo sem vikið er að í leiðara þessa blaðs er ljóst að verkalýðs- hreyfingin ber hér sína ábvrgð. Staða hennar hefur verið veik og þeir sem í for- svari eru hafa ekki gert það sem þurfti til Ársreikningar FBM og sjóða í vörslu þess árið 1986 ÁRITUN ENDURSKOÐENDA : Ársreikning þennan fyrir Félag bókageróarmanna og sjóói i vörslu þess hefi ég endurskoóaó. Ársreikningurinn hefur aó geyma rekstrarreikning árs- ins 1986 fyrir Félag bókageróarmanna, Sjúkrasjóó bókageróarmanna og Fræóslu- sjóó FBM, efnahagsreikninga 31.12.1986, fjármagnsstreymi ársins 1986 fyrir sömu aóila og skýringar nr. 1 - 17. Vió framkvæmd endurskoóunarinnar voru geróar þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem ég taldi nauósynlegar. Þaó er álit mitt aó ársreikningurinn sé í samræmi vió lög félagsins og góóa reikningsskilavenju og gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóó- anna á árinu 1986, fjárhagsstöóu hinn 31.desember 1986 og breytingu á hreinu veltufé árió 1986. Reykjavik, 26.mars 1987. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFAN HF. rlnar M. Erlingsson, löggiltur endurskoóandi. Vió undirritaóir, kjörnir endurskoóendur Félags bókageróarmanna, höfum yfirfarió ársreikning félagsins og sjóóa i vörslu þess fyrir árió 1986, höfum ekkert fundió athugavert og leggjum til aó hann verói samþykktur. ÁRITUN STJÓRNAR : Reykjavík, 1987. Reykjavik, 1987. 1 stjórn Félags bókageróarmanna, 4 PRENTARINN 3.7.'87

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.