Prentarinn - 01.03.1987, Side 17

Prentarinn - 01.03.1987, Side 17
Prentformagerð, prentun og bókband. Með sameiningu iðngreina eins og nú stendur fyrir dyrum hjá okkur erum við að stíga heilladrjúgt skref í þá átt að tryggja að bókagerðarmenn séu ávallt þeir hæfustu til að fást við gerð prent- gripa. Samhliða þessum sameigingum iðngreina hefur átt sér stað stöðug um- ræða um aðlögun námsins og er ýmislegt sem bendir til þess að hægt verði að koma því kerfi á í skólanum að námið sé í stöðugri endurnýjun. í því sambandi er bæði horft til samvinnu skólans og at- vinnurekstrar og markvissrar náms- gagnagerðar, en þar mun fræðslusjóður- inn skipa stórt hlutverk, sem leiðandi afl. Atvinnuöryggið verður þó ekki einungis tryggt með öflugri grunnmenntun. Huga verður sérstaklega að uppbyggingu end- urmenntunarinnar, hún verður að vera stöðug og í takt við tímann. í því sam- bandi bindum við jafnframt miklar vonir við Fræðslusjóðinn, en fleira verður þó að koma til, svo sem velvilji og skilning- ur skóla og þess opinbera. Atvinnureksturinn, bókagerðarfyrir- tækin, verða líka að leggja sitt af mörk- um í endurmenntunarmálunum. Fyrir- tækin hafa vissar skyldur samkvæmt samningum gagnvart sínu starfsfólki, en fleira verður að koma til. Þau verða að vera tilbúin til að taka þátt í endur- menntuninni með því að leggja fram tækjakost sinn. Ógerningur er að ætla að skólinn geti keypt inn allar þær tækninýj- ungar sem á markaðinn berast og er því óhjákvæmilegt annað en að fyrirtækin leggi hér lið. Ánægjulegt er til þess að vita að sum þeirra hafa þegar lýst yfir fullum vilja í þessu sambandi. Dæmi um slíka samvinnu er þegar að finna á ný- liðnu starfsári, en þá fór fram námskeið í bókbandi í bókbandssal ísafoldarprent- smiðju. Þó ísafold hafi þarna verið ein með á síðasta starfsári er rétt að taka fram að margar aðrar prentsmiðjur voru reiðubúnar og verður það örugglega nýtt á næstunni. Ef við höldum áfram á þeirri braut Ársreikníngur Lífeyrissjóðs bókageröarmanna ÁRITUN ENDURSKOÐENDA : Ársreikning þennan fyrir Lífeyrissjóö bókagerðarmanna hefi ég endur- skoðað. Ársreikningurinn hefur að geyma yfirlit um breytingar á hreinni eign fyrir árið 1986, efnahagsreikning hinn 31.desember 1986, fjármagns- streymi ársins 1986 ásamt skýringum og sundurliðunum nr. 1 - 23. Við framkvæmd endurskoðunarinnar voru gerðar þær kannanir á bókhaldi og bókhaldsgögnum, sem ég taldi nauðsynlegar. Pað er álit mitt, að ársreikningurinn sé gerður í samræmi við lög og góða reikningsski1avenju og gefi glögga mynd af rekstri LÍfeyrissjóðs bóka- gerðarmanna á árinu 1986, fjárhagsstöðu hans 31.desember 1986 og breytingu á hreinu veltufé árið 1986. Reykjavík, 25.febrúar 1987. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFAN HF., löggiltur endurskoðandi. Við undirritaðir, kjörnir endurskoðendur Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna, höfum yfirfarið ársreikning sjóðsins tyrir árið 1986 og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, ty 1987. ÁRITUN STJÓRNAR : Stjórn Lifeyrissjóðs bókagerðarmanna staðfestir hér með ársreikning sjóðsins fyrir árið 1986 með undirritun sinni. Reykjavik, á3. wLv**• ^ 1987. j^onrrtiö^- 73/ arnaScrL' PRENTARINN 3.7.'87 17

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.