Prentarinn - 01.03.1987, Síða 21
Skýrsla bókasafnsnefndar
Frá síðustu ársskýrslu bókasafnsnefndar
í 2. tbl. Prentarans 1986 er helst frá því að
segja, að safninu hafa borist góðar bóka-
gjafir. Auk þess hefur það keypt nokkuð
af fagbókum. Vísast til bókasafnsfrétta
um það efni í 1. tbl. Prentarans 1987.
Auk þeirra bóka sem þar er getið, hafa
safninu borist tvö viðbótarbindi af þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar frá bóka-
útgáfunni Þjóðsögu. Þá hafa því borist
íslensku tímaritin fyrir árið 1986.
Félagið á nú tvö heil eintök af Prentar-
anum gamla og að sjálfsögðu hinum
nýja, sem nú er orðinn 7 ára gamall. Er
hvorttveggja í bandi. Að öðru leyti hefur
lítið verið bundið af bókum á síðasta ári.
Auk skráningar á viðbót safnsins var
ráðist í að greina og búa um skjalasögu
Bókbindarafélagsins og Grafiska sveina-
félagsins og fyrir þá vinnu var greitt af fé
bókasafnsins. Er þá eftir að vinna skjala-
safn Prentarafélagsins, sem er mest að
vöxtum og að sjálfsögðu fjárfrekast.
Bókasafnsnefnd hefur enn ekki ákveðið
hvort það verður unnið í áföngum eða í
einni lotu, en það ræðst af því hvað bóka-
safninu verður ætlað mikið fé til umráða.
Þau verkefni sem nú blasa við eru fyrst
og fremst skráning nýrra bóka, ma.
bókaarfs Þórðar Pálssonar, aukin vinna
við myndasafn félagsins o.m.fl. Reynt
verður sem fyrr að fylla í eyður íslenskra
ritraða og halda áfram að gera innkaup í
erlendum fagbókum.
Þótt aflað hafi verið nokkurra mynd-
banda um fagleg efni, er nauðsynlegt að
bæta þar um betur. Koma þar til nota
hinar stórmyndarlegu gjafir frá félags-
fólki í FBM í tilefni af 90 ára afmæli sam-
taka bókagerðarmanna, sjónvarp og
myndband, auk hinnar verðmætu gjafar
prentsmiðjueigenda, sem er mynda-
tökuvél fyrir ofangreind tæki. Vissulega
ættu þessi tæki að verða okkur hvatning
til að afla meira fræðsluefnis um hinar
fjölmörgu nýjungar, sem eru að gerast á
sviði bókagerðar.
Hinar ágætu og miklu breytingar, sem
nú hafa verið gerðar á húsi FBM og fé-
lagsheimilinu ættu að koma öllu okkar
félagsstarfi til góða. Og ekki er um að
tala, þótt hinar háværu framfarir hafi
raskað störfum bókasafnsins um alllangt
skeið. Skilyrði ættu nú að vera fyrir
hendi til að efla fræðslu- og menningar-
starf félagsins að miklum mun.
- Bókasafnsnefnd.
PRENTARINN 3.7.'87
21