Prentarinn - 01.03.1987, Page 22

Prentarinn - 01.03.1987, Page 22
Undir merki vonarinnar. . . Hvenær sem Amnesty International samtökunum berast fregnir af pólitískum föngum eöa af fólki sem eigi yfir höföi sér pyntingar eða dauðarefsingu einbeita þau sér fyrst að því að kanna öll málsatvik. Á alþjóðaskrifstofunni safna rannsóknarmenn öllum fá- anlegum upplýsingum og sannreyna þær í smáatriðum til að fá rétta mynd af þeim sem í hlut eiga og komast að raun um hvernig og hversvegna þetta fólk hefur verið handtekið. Því næst eru hafnar aðgerðir til hjálpar föng- unum. Ef í ljós kemur að fórnarlömbin séu samviskufangar eru hin einstöku mál falin einum eða fleiri hópum sem starfa innan samtakanna um allan heim. Hóparnir — en í þeim eru meðlimir Amnesty International á hverjum stað — rannsaka baksvið atburðanna, en að því loknu er tekið til við að skrifa bréf til viðkomandi ríkisstjórna með tilmæl- um um að fangarnir verði þegar látnir lausir án skilyrða. Petta verk tekur marga mánuði og oft mörg ár. Hvert bréfið á eftir öðru fer til ýmissa ráðherra og fangelsis- stjóra. Meðlimirnir reyna að fá fjöl- miðla í sínu heimalandi til að vekja athygli á samviskuföngum þeim sem þeir hafa tekið að sér. Þeir ræða við hlutaðeigandi erlent sendiráð eða versl- unarfulltrúa í landi sínu. Þeir fá þjóð- kunna menn til að undirrita áskoranir. Ef þeim tekst að ná sambandi við fjöl- skyldu fangans gefst kostur á að senda honum gjafapakka og hefja bréfasam- band við hann. Þegar póhtískar fjöldahandtökur eiga sér stað kann að vera útilokað að fá vitneskju um hvern fanga fyrir sig. En þar sem menn eru handteknir af póli- tískum ástæðum hvetur Amnesty Int- ernational stjórnvöldin til að virða rétt þeirra til réttlátrar og skjótrar máls- meðferðar fyrir dómstólum. Meðlimir um heim allan berjast fyrir máli slíkra fanga sem margir hverjir hafa verið hafðir í haldi um langt árabil. Samtökin Amnesty International berjast einnig fyrir afnámi pyntinga og dauðarefsingar hvaða fanga sem í hlut eiga. í þessu felst m. a. að reyna að koma í veg fyrir pyntingar og líflát þeg- ar fólk hefur verið flutt í illræmdar pyntingarstöðvar eða dæmt til dauða. Þegar um slík mál er að ræða er sjálf- boðaliðum í tugum ríkja gert viðvart, og innan nokkurra klukkustunda byrja símskeyti og áskoranir að streyma til viðkomandi ríkisstjórna, fangelsa eða fangabúða. Hver er árangurinn? Póstkorta-, símskeyta- og pakka- sendingar komast raunverulega til skila. Svarbréf berast út, og hefur mörgum þeirra verið smyglað út úr fangeslunum eða framhjá ritskoðurum á flugvöllum. í sömu viku sem ungur laganemi í Austur-Evrópulandi hafði verið dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir að safna undirskriftum um frelsun pólitískra fanga skrifaði faðir hans til Amnesty International: Áskorunin frá ykkur varð mér mikil uppörvun, því þið hafið kveðið ykkur hljóðs til varnar syni mínum . . . Amn- esty International er lýsandi Ijós á okkar tímum, einkumfyrir þá sem lifa í myrkri eftir að fangelsisdyrunum er lokað að baki þeim. Með starfi ykkar og fórnjysi bregðið þið Ijósi inn í sístœkkandi hring hinna þjökuðu. Eitt af ótal mörgum öðrum fórnar- lömbum var kennari í Rómönsku Am- eríku. Meðan verið var að pynta hann hjá lögreglunni var símasamband opn- að milli heimilis fangans og pyntinga- klefans, og eiginkona hans neydd til að hlusta á sársaukaóp manns síns. Við þessa þolraun lést hún af hjartaslagi. Fanginn sjálfur lifði af prísundina og fékk um síðir að fara í útlegð ásamt börnum sínum. Hann skrifaði okkur: Þeir drápu konu mína. Þeir hefðu einnig drepið mig, en þið gripuð í taumana og björguðu lífi mínu. Sumir fangar eru látnir lausir skömmu eftir að mál þeirra hefur verið tekið fyrir, sumir losna þegar veitt er almenn sakaruppgjöf, aðrir þurfa að taka út refsitímann að fullu áður en þeir öðlast aftur frelsi. Amnesty Internatio- nal samtökin staðhæfa samt aldrei að það sé þeim að þakka að nokkur fangi sé látinn laus, jafnvel þótt þau hafi rannsakað mál fangans og barist fyrir frelsun hans. En hafi Amnesty Inter- national tekið að sér mál einhvers sam- viskufanga er tökunum aldrei sleppt. Hreyfingin er orðin að líflínu, - sam- tökum undir merki vonarinnar, sam- tökum fyrir alla sem eru reiðubúnir að berjast fyrir mannlegri reisn. Hún hefur sannað að venjulegt fólk geti starfað saman á ópólitískum grundvelli að því markmiði að hamla á móti óhæfuverk- um harðstjóranna. í hverju felst sú hagnýta aðstoð sem föngunum er veitt? Amnesty International leitast við að veita þeim föngum sem það hefur tekið að sér raunverulega hjálp. Mikilvægt er að heimurinn fái vitneskju um hinar erfiðu aðstæður fanganna. Einnig þarf stöðugur straumur af bréfum og áskor- unum að berast til hlutaðeigandi stjórnvalda. Nefndir frá Amnesty Inter- national eiga oft viðtöl við fanga og taka stundum með sér lækni til að rann- saka þá sem hafa sætt pyntingum. Læknahópar Amnesty International 22 PRENTARINN 3.7.'87

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.