Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 3
TÆKNI ■ HJÖRTURGUÐNASON Hver er framtíð prentsmíðarinnar? Úr ávarpi Hjartar Guönasonar, framkvæmdastjóra Prent- tæknistofnunar, sem hann flutti við setningu ráðstefnu um framtíð prentsmíðar sem iðngreinar þann 14. apríl sl. Sumir hafa áhyggjur af prentsmíðinni og hvernig hún muni þróast. Aðrir taka þessum breytingum fagnandi, fínnst gaman að vinna í iðngrein sem er í mikilli þróun, þar sem tækni dagsins í dag er orðin úrelt á morgun og eitthvað annað spennandi komið í staðinn. Prentiðnaður hefur á undanfömum ámm þurft að ganga í gegnum miklar tæknibreyt- ingar. Þeir verkþættir sem fram til þessa hafa verið uppistaðan í prentsmíðinni em nú þegar orðnir þættir í öðmm starfsgreinum eða orðn- ir sjálfvirkir, innbyggðir í tölvuforrit. Það er fátt eftir í prentsmiðjunum sem minnir á prent- og setjarasali fyrri trma. Þetta hefur gerst fyrst og fremst með innreið tölvutækni í prentsmíði, en prentunin sjálf hefur þó ekki farið varhluta af byltingunni. Kröfur og þarfír viðskiptavina hafa breyst mikið á síðustu ámm og eiga enn eftir að breyt- ast. Kaupendur prentverks gera sífellt meiri kröfur til hraðvirkni og gæða. Erlend samkeppni er mikil og óvægin. Þörf fyrir aukna menntun í prentiðnaði mun því aukast stöðugt næstu árin. Þessar breytingar gera miklar kröfur til starfsmanna og stjómenda. Tæknin verður aldrei betri en hæfni manna til að fást við hana. Þess vegna þarf að fjárfesta jöfnum höndum í tækni og menntun. Gamlar og góðar iðngreinar eins og setning, skeyting og plötugerð hafa verið og em einfaldlega að þurrkast út með nýrri tækni. Margt bendir til þess að nám í prentsmíð verði almennara og ijölbreyttara, annars vegar á sviði hönnunar og hins vegar í tölvutækni. Ég minnist þess þegar ég hóf nám í prentsmíð, að klukkan sem mældi framköllunartímann og hitamælir sem notað- ur var til að fylgjast með hita framköllunar- vökvans, vom einu tækin sem ég þurfti að hafa áhyggjur af og kunna á. Nú em breyttir tímar. Hönnunarvinnan hefur verið að kvam- ast úr hefðbundnum prentiðnaði og ganga auglýsingateiknarar nú orðið algjörlega sjálf- ir frá sínum verkum og ekki má gleyma hin- um almenna viðskiptavini sem vinnur efni sitt í eigin tölvu, jafnvel heima í stofu. Allir sem eiga tölvu, hvort sem það em einstak- lingar eða fyrirtæki, em komnir með útgáfu- og hönnunardeild inn á gólf til sín. Einnig má nefna að störf blaðamanna og prentsmiða skarast æ meira. Sama má einnig segja um rithöfunda sem skila bókum sínum umbrotn- um til prentsmiðja. Stafræn ljósmyndun kall- ar á að Ijósmyndarar fari að vinna ntyndir sínar í tölvum og er þá stutt’í að þeir fari að fullvinna það efni sem þeir em að mynda í. Sjálfvirk mynd- og litstýring hefur einnig konrið til sögunnar og verður stöðugt full- komnari. Margmiðlun, Intemet, CD rom, DVD, nýjar uppfærslur á forritum, ný forrit og margar aðrar tækninýjungar dembast yfir okkur og við getum ekkert gert nema reyna að fylgjast með. Við þurfum því að fylgjast grannt með nýrri tækni og nýjum viðhorfum. Þá þurfa ef til vill einhverjir að gera það upp við sig hvort þetta er vandamál eða spenn- andi áskomn sem þarf að takast á við. í ýmsum ná- grannalöndum hefur prentsmíð verið lögð niður sem sérstök iðngrein. Þessi þróun hefur átt sér stað fyrir tilstuðlan tækni- breytinga og það má jafnvel spyija hvort ekki sé ábyrgðar- hluti að beina ungu fólki í iðn- grein sem svo er ástatt um án þess að huga að breytingum á framkvæmd námsins eins og það er í dag. Upplýsingaiðnaðurinn krefst núna enn betur menntaðs fólks og fjölbreyttari menntunar en áður. I Danmörku em þrír af hverjum fjórum sem hefja grafískt nám með stúdentspróf. Þetta á efalaust eftir að gerast hér líka. Fjár- festing í þekkingu er ekki alltaf sýnileg, en hún mun skila sér smám saman á mjög sýnilegan hátt. Það eru ótal spum- ingar sem vakna þegar maður fer að velta þessum málum fyrir sér. Hver verður munurinn á grafískum hönnuði og prent- smið eftir nokkur ár? Prentsmiðir þurfa, frekar en margir aðrir, að vera sérlega vakandi um framtíð sína. Sí- og endurmenntun verður að vera sjálfsagður hlutur í lífi hvers prentsmiðs ef hann vill vera gjaldgengur á nýrri öld. ■ Sí- og endur- menntun verður að vera sjálf- sagður hlutur í Iffi hvers prent- smiðs ef hann vill vera gjald- gengur á nýrri öld. prentnrinn ■ MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Bjargey G. Gísladóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Margrét Friðriksdóttir Olafur Orn Jónsson Pétur Ágústsson Stefán Ólafsson Sævar Hólm Pétursson Fréttaskot og annað efni er vel þegið og eins óskir og ábendingar lesenda til ritnefndar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Universe, Times o.fl. Blaðið er prentað á mattan 135 g Ikonofix. Útlit og prentvinnsla: Prentþjónustan ehf • Gústa Prentun og frágangur: Grafík ehf. Forsíða Prentarans Ljósmyndin á forsíðunni er gjöf NGU, Norræna bókagerðarsambandsins, til FBM í tilefni 100 ára afmælis félagsins. Verkið er eftir Kjell Engman. Myndina tók Róbert Fragapane, útskriftarnemi í prentsmíð 1998. Róbert er áhugaljósmyndari og hefur stundað Ijósmyndun í tíu ár. Hann tók einnig myndir af gjöfum til félagsins sem birtust í síðasta Prentara. Þá láðist að geta nafns hans og er hér með beðist velvirðingar á þeim mistökum. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.